Þrjátíu ár frá því Rust flaug úr Reykjavík á Rauða torgið Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2017 22:00 Á þessum degi fyrir þrjátíu árum var nafn þýska unglingsins Mathias Rust á vörum heimsbyggðarinnar. Kvöldið áður hafði honum tekist að fljúga lítilli einshreyfils vél í gegnum loftvarnir Sovétmanna og lenda henni við Kremlarmúra. Færri muna að Reykjavík kom mjög við sögu þessa atburðar, sem talinn er hafa flýtt fyrir falli Sovétríkjanna. Þetta var rifjað upp á Stöð 2 í kvöld í tíu mínútna umfjöllun, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Um íslensku hliðina á þessari mögnuðu sögu var rætt við flugvirkjana Þóri Garðarsson og Theodór Brynjólfsson. Theodór er áhugamaður um þetta flugævintýri þýska unglingsins og Þórir er einn af flugvirkjunum sem óafvitandi hjálpuðu Rust að komast til Moskvu. Einnig voru endursýndir kaflar úr frétt Þóris Guðmundssonar á Stöð 2 árið 1987. Þar ræddi Þórir við Svein Björnsson hjá Flugþjónustunni, sem afgreiddi Rust í Reykjavík. Þórir Garðarsson flugvirki í skýli 25 á Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er Cessna 172, samskonar og vél Rust, sem skoðuð var í þessu sama skýli en þar er nú flugklúbburinn Geirfugl.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Dagana eftir Moskvuförina var Mathias Rust aðalefni sjónvarpsfréttanna, forsíðufrétt heimspressunnar, sem og íslenskra fjölmiðla, og sovéski herinn varð aðhlátursefni fyrir að hafa látið þýskan ungling sleppa í gegnum loftvarnir Sovétríkjanna alla leið inn að Kremlarmúrum. Það þótti sérkennilegt að Rust skyldi byrja á því að fljúga til Íslands á leið sinni til Moskvu en hann tók vélina á leigu frá flugskóla utan við Hamborg og tók fimmtán daga í ferðalagið. Í huga Rusts var hins vegar ljómi yfir leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík haustið áður og því sagðist hann hafa viljað fljúga þaðan; hann vildi flytja friðarboðskap með flugi sínu.Theodór Brynjólfsson flugvirki. Hann telur Rust hafa notað flugið til Íslands sem æfingaferð fyrir Moskvuflugið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þórir Garðarsson rak þá með félögum sínum viðhaldsstöð fyrir einkavélar í skýli 25 í Fluggörðum. Þórir lýsir viðskiptum sínum við Rust, sem óskaði eftir því að vélin yrði tekin í 50 tíma skoðun í Reykjavík. Mathias Rust notaði tímann á Íslandi einnig til að fljúga til Vestfjarða en vegna þess var hann grunaður um að vera fálkaungaræningi. Svo vildi til að ljósmyndarinn Pétur P. Johnson var staddur á Reykjavíkurflugvelli þegar lögregla og útlendingaeftirlitið tóku Rust til yfirheyrslu sem grunaðan fálkaþjóf. Reykjavíkurflugvelli í maí árið 1987. Lögreglumenn leituðu að fálkaungum í Cessnunni þegar Mathias Rust kom frá Vestfjörðum.Mynd/Pétur P. Johnson.Mathias Rust var dæmdur til fjögurra ára fangavistar og afplánaði í helsta öryggisfangelsi Rússa. Hann var látinn laus eftir 15 mánuði.Mynd/Nordic photos. Tengdar fréttir Þegar Mathias Rust lenti á Rauða torginu Fyrir þrjátíu árum lagði nítján ára gamall Þjóðverji út á opið úthaf á eins hreyfils flugvél til Moskvu. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og vildi gera eitthvað róttækt í málinu. 28. maí 2017 09:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Á þessum degi fyrir þrjátíu árum var nafn þýska unglingsins Mathias Rust á vörum heimsbyggðarinnar. Kvöldið áður hafði honum tekist að fljúga lítilli einshreyfils vél í gegnum loftvarnir Sovétmanna og lenda henni við Kremlarmúra. Færri muna að Reykjavík kom mjög við sögu þessa atburðar, sem talinn er hafa flýtt fyrir falli Sovétríkjanna. Þetta var rifjað upp á Stöð 2 í kvöld í tíu mínútna umfjöllun, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Um íslensku hliðina á þessari mögnuðu sögu var rætt við flugvirkjana Þóri Garðarsson og Theodór Brynjólfsson. Theodór er áhugamaður um þetta flugævintýri þýska unglingsins og Þórir er einn af flugvirkjunum sem óafvitandi hjálpuðu Rust að komast til Moskvu. Einnig voru endursýndir kaflar úr frétt Þóris Guðmundssonar á Stöð 2 árið 1987. Þar ræddi Þórir við Svein Björnsson hjá Flugþjónustunni, sem afgreiddi Rust í Reykjavík. Þórir Garðarsson flugvirki í skýli 25 á Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er Cessna 172, samskonar og vél Rust, sem skoðuð var í þessu sama skýli en þar er nú flugklúbburinn Geirfugl.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Dagana eftir Moskvuförina var Mathias Rust aðalefni sjónvarpsfréttanna, forsíðufrétt heimspressunnar, sem og íslenskra fjölmiðla, og sovéski herinn varð aðhlátursefni fyrir að hafa látið þýskan ungling sleppa í gegnum loftvarnir Sovétríkjanna alla leið inn að Kremlarmúrum. Það þótti sérkennilegt að Rust skyldi byrja á því að fljúga til Íslands á leið sinni til Moskvu en hann tók vélina á leigu frá flugskóla utan við Hamborg og tók fimmtán daga í ferðalagið. Í huga Rusts var hins vegar ljómi yfir leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík haustið áður og því sagðist hann hafa viljað fljúga þaðan; hann vildi flytja friðarboðskap með flugi sínu.Theodór Brynjólfsson flugvirki. Hann telur Rust hafa notað flugið til Íslands sem æfingaferð fyrir Moskvuflugið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þórir Garðarsson rak þá með félögum sínum viðhaldsstöð fyrir einkavélar í skýli 25 í Fluggörðum. Þórir lýsir viðskiptum sínum við Rust, sem óskaði eftir því að vélin yrði tekin í 50 tíma skoðun í Reykjavík. Mathias Rust notaði tímann á Íslandi einnig til að fljúga til Vestfjarða en vegna þess var hann grunaður um að vera fálkaungaræningi. Svo vildi til að ljósmyndarinn Pétur P. Johnson var staddur á Reykjavíkurflugvelli þegar lögregla og útlendingaeftirlitið tóku Rust til yfirheyrslu sem grunaðan fálkaþjóf. Reykjavíkurflugvelli í maí árið 1987. Lögreglumenn leituðu að fálkaungum í Cessnunni þegar Mathias Rust kom frá Vestfjörðum.Mynd/Pétur P. Johnson.Mathias Rust var dæmdur til fjögurra ára fangavistar og afplánaði í helsta öryggisfangelsi Rússa. Hann var látinn laus eftir 15 mánuði.Mynd/Nordic photos.
Tengdar fréttir Þegar Mathias Rust lenti á Rauða torginu Fyrir þrjátíu árum lagði nítján ára gamall Þjóðverji út á opið úthaf á eins hreyfils flugvél til Moskvu. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og vildi gera eitthvað róttækt í málinu. 28. maí 2017 09:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Þegar Mathias Rust lenti á Rauða torginu Fyrir þrjátíu árum lagði nítján ára gamall Þjóðverji út á opið úthaf á eins hreyfils flugvél til Moskvu. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og vildi gera eitthvað róttækt í málinu. 28. maí 2017 09:00