Fótbolti

Freyr búinn að tilkynna byrjunarliðið á móti Slóvakíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tíu af þessum ellefu byrja leikinn í dag.
Tíu af þessum ellefu byrja leikinn í dag. Vísir/Getty
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er búinn að tilkynna byrjunarliðið sitt fyrir vináttuleik á móti Slóvakíu í dag.

Freyr leggur upp með að setja kraft í sóknarleikinn í dag þar sem 3-4-3 leikkerfið verður keyrt áfram en það kerfi hefur verið í þróun hjá liðinu í síðustu leikjum.

Slóvenska liðið er mjög öflugt í skyndisóknum og hefur þjálfarateymið farið vel í gegnum það síðustu daga hvernig best er að bregðast við því.

Anna Björk Kristjánsdóttir, Sif Atladóttir og Glódís Perla Viggósdóttir verða saman í vörninni og þær Elín Metta Jensen, Margrét Lára Viðarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir byrja frammi.

Sif Atladóttir mun spila sinn sextugasta landsleik í dag.



Byrjunarlið Íslands í leiknum við Slóvakíu:

Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Vörn: Anna Björk Kristjánsdóttir, Sif Atladóttir og Glódís Perla Viggósdóttir

Miðja: Rakel Hönnudóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.

Sókn: Elín Metta Jensen, Margrét Lára Viðarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir.


Tengdar fréttir

Ekki mitt síðasta tækifæri

Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá.

Freyr: Söru Björk líður vel í dag

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er statt í miðri tíu daga æfingaferð til Slóvakíu og Hollands en liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á morgun. Freyr Alexandersson er ánægður með stöðuna á hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×