Fótbolti

Írsku stelpurnar munu ekki fara í verkfall

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður komið betur fram við írska liðið í framtíðinni.
Það verður komið betur fram við írska liðið í framtíðinni. vísir/getty
Í gærkvöldi náðist samkomulag á milli írska knattspyrnusambandsins og leikmanna kvennalandsliðsins sem ætluðu að fara í verkfall út af ömurlegri meðferð sambandsins á liðinu.

Það þurfti að klæða sig á salernum og ásakaði sambandið um að vera drulluna á skóm sambandsins.

Leikmenn voru líka ósáttir við að fá engar bætur í landsliðsverkefnum. Þangað var liðið að mæta frítt og tók sér frí frá vinnu á meðan.

Sjá einnig: Írskar landsliðskonur búnar að fá nóg af því að klæða sig inn á klósetti

Stelpurnar vildu fá fasta greiðslu fyrir hvert verkefni og bónusa ef vel gengi. Einnig vildu þær komast frítt í ræktina og að búningamál væru í lagi.

Liðið ætlaði í verkfall ef sambandið kæmi ekki til móts við liðið en ekkert verður af því þar sem samkomulag náðist um öll atriði í gær.

Vináttulandsleikur Írlands og Slóvakíu á mánudag mun því fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×