Byggja þarf upp frá grunni við Jökulsárlón Svavar Hávarðsson skrifar 9. maí 2017 08:00 Jökulsárlón er einstakt á heimsvísu – gestafjöldi stefnir í milljón. Fréttablaðið/Valli Hefja þarf uppbyggingu við Jökulsárlón frá grunni, en deilur undanfarinna ára hafa þýtt að þar hefur uppbygging setið á hakanum. Fyrstu skrefin eru að fjölga bílastæðum og byggja upp viðunandi salernisaðstöðu. Nauðsynlegar framkvæmdir strax í byrjun losa að öllum líkindum milljarðinn. Eins og kunnugt er liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Vatnajökulsþjóðgarði hefur verið falin umsjá jarðarinnar Fells (Jökulsárlón). Þess er vænst að jörðin verði færð formlega undir þjóðgarðinn innan tíðar. Þar er fjallað um gjaldtöku innan þjóðgarðsins, nokkuð sem Landvernd hefur lagst gegn eins og kemur fram í umsögn við frumvarpið. Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir að leggja þurfi í miklar framkvæmdir, lítið sem ekkert hafi verið gert þar sem engin samstaða var um hvernig svæðið yrði þróað áfram.Þórður H. Jónsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.„Þarna þarf að byrja frá grunni. Við munum byrja á endurskoðun á deiliskipulaginu sem er í gildi, og sú vinna er þegar hafin. Svo munum við leggja fram hugmyndir um uppbyggingu. Fyrir eru litlir sem engir innviðir,“ segir Þórður. Þörfin á uppbyggingu er aðkallandi, enda fjöldi ferðamanna við Jökulsárlón að stefna hraðbyri á milljónina. Því verður uppbyggingin kostnaðarsöm – Þórður nefnir milljarð króna sem útgangsstærð en bílastæði og salerni til bráðabirgða verða byggð strax á þessu ári. Þá þarf að reisa við lónið gestastofu sem ræður við fjöldann. „Þá eru ótaldir göngustígar og slíkt. Það er hluti af deiliskipulagsvinnunni og þeir geta þess vegna náð alla leið upp að jökli að austanverðu. En salernismálin vega þungt, enda allt of bágborin aðstaða.“ Spurður hvort gjaldtaka sé ekki nauðsynleg í ljósi þess hversu mikið verk er fyrir höndum svarar Þórður því til að hann telji svo vera. „Þetta mun byggjast upp hraðar ef gjaldtaka kemur til, í stað þess að bíða eftir sérstökum framlögum á fjárlögum á hverju ári. Að mínu mati þarf þetta að gerast hratt, en engu að síður að vera vandað – enda er þessi staður svo sérstakur að þetta uppbyggingarstarf krefst þess að vandað sé til verka.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Hefja þarf uppbyggingu við Jökulsárlón frá grunni, en deilur undanfarinna ára hafa þýtt að þar hefur uppbygging setið á hakanum. Fyrstu skrefin eru að fjölga bílastæðum og byggja upp viðunandi salernisaðstöðu. Nauðsynlegar framkvæmdir strax í byrjun losa að öllum líkindum milljarðinn. Eins og kunnugt er liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Vatnajökulsþjóðgarði hefur verið falin umsjá jarðarinnar Fells (Jökulsárlón). Þess er vænst að jörðin verði færð formlega undir þjóðgarðinn innan tíðar. Þar er fjallað um gjaldtöku innan þjóðgarðsins, nokkuð sem Landvernd hefur lagst gegn eins og kemur fram í umsögn við frumvarpið. Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir að leggja þurfi í miklar framkvæmdir, lítið sem ekkert hafi verið gert þar sem engin samstaða var um hvernig svæðið yrði þróað áfram.Þórður H. Jónsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.„Þarna þarf að byrja frá grunni. Við munum byrja á endurskoðun á deiliskipulaginu sem er í gildi, og sú vinna er þegar hafin. Svo munum við leggja fram hugmyndir um uppbyggingu. Fyrir eru litlir sem engir innviðir,“ segir Þórður. Þörfin á uppbyggingu er aðkallandi, enda fjöldi ferðamanna við Jökulsárlón að stefna hraðbyri á milljónina. Því verður uppbyggingin kostnaðarsöm – Þórður nefnir milljarð króna sem útgangsstærð en bílastæði og salerni til bráðabirgða verða byggð strax á þessu ári. Þá þarf að reisa við lónið gestastofu sem ræður við fjöldann. „Þá eru ótaldir göngustígar og slíkt. Það er hluti af deiliskipulagsvinnunni og þeir geta þess vegna náð alla leið upp að jökli að austanverðu. En salernismálin vega þungt, enda allt of bágborin aðstaða.“ Spurður hvort gjaldtaka sé ekki nauðsynleg í ljósi þess hversu mikið verk er fyrir höndum svarar Þórður því til að hann telji svo vera. „Þetta mun byggjast upp hraðar ef gjaldtaka kemur til, í stað þess að bíða eftir sérstökum framlögum á fjárlögum á hverju ári. Að mínu mati þarf þetta að gerast hratt, en engu að síður að vera vandað – enda er þessi staður svo sérstakur að þetta uppbyggingarstarf krefst þess að vandað sé til verka.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira