Byggja þarf upp frá grunni við Jökulsárlón Svavar Hávarðsson skrifar 9. maí 2017 08:00 Jökulsárlón er einstakt á heimsvísu – gestafjöldi stefnir í milljón. Fréttablaðið/Valli Hefja þarf uppbyggingu við Jökulsárlón frá grunni, en deilur undanfarinna ára hafa þýtt að þar hefur uppbygging setið á hakanum. Fyrstu skrefin eru að fjölga bílastæðum og byggja upp viðunandi salernisaðstöðu. Nauðsynlegar framkvæmdir strax í byrjun losa að öllum líkindum milljarðinn. Eins og kunnugt er liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Vatnajökulsþjóðgarði hefur verið falin umsjá jarðarinnar Fells (Jökulsárlón). Þess er vænst að jörðin verði færð formlega undir þjóðgarðinn innan tíðar. Þar er fjallað um gjaldtöku innan þjóðgarðsins, nokkuð sem Landvernd hefur lagst gegn eins og kemur fram í umsögn við frumvarpið. Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir að leggja þurfi í miklar framkvæmdir, lítið sem ekkert hafi verið gert þar sem engin samstaða var um hvernig svæðið yrði þróað áfram.Þórður H. Jónsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.„Þarna þarf að byrja frá grunni. Við munum byrja á endurskoðun á deiliskipulaginu sem er í gildi, og sú vinna er þegar hafin. Svo munum við leggja fram hugmyndir um uppbyggingu. Fyrir eru litlir sem engir innviðir,“ segir Þórður. Þörfin á uppbyggingu er aðkallandi, enda fjöldi ferðamanna við Jökulsárlón að stefna hraðbyri á milljónina. Því verður uppbyggingin kostnaðarsöm – Þórður nefnir milljarð króna sem útgangsstærð en bílastæði og salerni til bráðabirgða verða byggð strax á þessu ári. Þá þarf að reisa við lónið gestastofu sem ræður við fjöldann. „Þá eru ótaldir göngustígar og slíkt. Það er hluti af deiliskipulagsvinnunni og þeir geta þess vegna náð alla leið upp að jökli að austanverðu. En salernismálin vega þungt, enda allt of bágborin aðstaða.“ Spurður hvort gjaldtaka sé ekki nauðsynleg í ljósi þess hversu mikið verk er fyrir höndum svarar Þórður því til að hann telji svo vera. „Þetta mun byggjast upp hraðar ef gjaldtaka kemur til, í stað þess að bíða eftir sérstökum framlögum á fjárlögum á hverju ári. Að mínu mati þarf þetta að gerast hratt, en engu að síður að vera vandað – enda er þessi staður svo sérstakur að þetta uppbyggingarstarf krefst þess að vandað sé til verka.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Hefja þarf uppbyggingu við Jökulsárlón frá grunni, en deilur undanfarinna ára hafa þýtt að þar hefur uppbygging setið á hakanum. Fyrstu skrefin eru að fjölga bílastæðum og byggja upp viðunandi salernisaðstöðu. Nauðsynlegar framkvæmdir strax í byrjun losa að öllum líkindum milljarðinn. Eins og kunnugt er liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Vatnajökulsþjóðgarði hefur verið falin umsjá jarðarinnar Fells (Jökulsárlón). Þess er vænst að jörðin verði færð formlega undir þjóðgarðinn innan tíðar. Þar er fjallað um gjaldtöku innan þjóðgarðsins, nokkuð sem Landvernd hefur lagst gegn eins og kemur fram í umsögn við frumvarpið. Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir að leggja þurfi í miklar framkvæmdir, lítið sem ekkert hafi verið gert þar sem engin samstaða var um hvernig svæðið yrði þróað áfram.Þórður H. Jónsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.„Þarna þarf að byrja frá grunni. Við munum byrja á endurskoðun á deiliskipulaginu sem er í gildi, og sú vinna er þegar hafin. Svo munum við leggja fram hugmyndir um uppbyggingu. Fyrir eru litlir sem engir innviðir,“ segir Þórður. Þörfin á uppbyggingu er aðkallandi, enda fjöldi ferðamanna við Jökulsárlón að stefna hraðbyri á milljónina. Því verður uppbyggingin kostnaðarsöm – Þórður nefnir milljarð króna sem útgangsstærð en bílastæði og salerni til bráðabirgða verða byggð strax á þessu ári. Þá þarf að reisa við lónið gestastofu sem ræður við fjöldann. „Þá eru ótaldir göngustígar og slíkt. Það er hluti af deiliskipulagsvinnunni og þeir geta þess vegna náð alla leið upp að jökli að austanverðu. En salernismálin vega þungt, enda allt of bágborin aðstaða.“ Spurður hvort gjaldtaka sé ekki nauðsynleg í ljósi þess hversu mikið verk er fyrir höndum svarar Þórður því til að hann telji svo vera. „Þetta mun byggjast upp hraðar ef gjaldtaka kemur til, í stað þess að bíða eftir sérstökum framlögum á fjárlögum á hverju ári. Að mínu mati þarf þetta að gerast hratt, en engu að síður að vera vandað – enda er þessi staður svo sérstakur að þetta uppbyggingarstarf krefst þess að vandað sé til verka.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira