Washington Post: Ísland losaði sig við leiðtoga úr Panama-skjölunum en situr uppi með annan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2017 10:21 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson. Vísir/Stefán „Ísland losaði sig við leiðtoga sem var í Panama-skjölunum en fékk annnan sem var á sama lista“. Svo hljóðar fyrirsögn bandaríska blaðsins Washington Post á umfjöllun sinni um nýja ríkisstjórn á Íslandi.Þar segir að Panama-skjölin hafi haft mikil áhrif víða um heim en hvergi jafn mikil á Íslandi þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, neyddist til að segja af sér eftir að upp komst um tengsl hans við aflandsfélag. Í frétt Washington Post segir einnig að þrátt fyrir þann óróa sem varð í samfélaginu eftir að upplýsingar úr Panama-skjölunum voru gerðar upptækar sé Ísland á ný kominn með leiðtoga sem mátti finna upplýsingar um í skjölunum.Fyrirsögnin í Washington PostNafn Bjarna mátti finna í skjölunum í tengslum við eignarhaldsfélagið Falson & Co sem skráð var á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli, en Bjarni átti þriðjungshlut í félaginu. Ólíkt Sigmundi Davíð sagði Bjarni ekki af sér embætti en hann gaf sjálfur þær skýringar að hann hefði talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. Félagið var stofnað utan um eignarhald á fasteign í Dubai. Bjarni sagði að gerð hefði verið grein fyrir félaginu á skattaskýrslum sínum sem endurskoðandi staðfesti síðar.Í greininni er einnig tæpt á uppgangi Pírata eftir afsögn Sigmundar Davíðs sem hefði þó ekki skilað sér í atkvæðum í kosningunum í október. Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið kosningasigur og því sé Bjarni Benediktsson næsti forsætisráðherra Íslands. Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Bjarni birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fjármálaráðherra hefur birt upplýsingar um tekjur sínar frá því að hann tók við sem ráðherra 14. apríl 2016 17:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Ísland losaði sig við leiðtoga sem var í Panama-skjölunum en fékk annnan sem var á sama lista“. Svo hljóðar fyrirsögn bandaríska blaðsins Washington Post á umfjöllun sinni um nýja ríkisstjórn á Íslandi.Þar segir að Panama-skjölin hafi haft mikil áhrif víða um heim en hvergi jafn mikil á Íslandi þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, neyddist til að segja af sér eftir að upp komst um tengsl hans við aflandsfélag. Í frétt Washington Post segir einnig að þrátt fyrir þann óróa sem varð í samfélaginu eftir að upplýsingar úr Panama-skjölunum voru gerðar upptækar sé Ísland á ný kominn með leiðtoga sem mátti finna upplýsingar um í skjölunum.Fyrirsögnin í Washington PostNafn Bjarna mátti finna í skjölunum í tengslum við eignarhaldsfélagið Falson & Co sem skráð var á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli, en Bjarni átti þriðjungshlut í félaginu. Ólíkt Sigmundi Davíð sagði Bjarni ekki af sér embætti en hann gaf sjálfur þær skýringar að hann hefði talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. Félagið var stofnað utan um eignarhald á fasteign í Dubai. Bjarni sagði að gerð hefði verið grein fyrir félaginu á skattaskýrslum sínum sem endurskoðandi staðfesti síðar.Í greininni er einnig tæpt á uppgangi Pírata eftir afsögn Sigmundar Davíðs sem hefði þó ekki skilað sér í atkvæðum í kosningunum í október. Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið kosningasigur og því sé Bjarni Benediktsson næsti forsætisráðherra Íslands.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Bjarni birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fjármálaráðherra hefur birt upplýsingar um tekjur sínar frá því að hann tók við sem ráðherra 14. apríl 2016 17:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Bjarni birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fjármálaráðherra hefur birt upplýsingar um tekjur sínar frá því að hann tók við sem ráðherra 14. apríl 2016 17:59