Fyndið, fallegt og erfitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2017 09:45 Dóra og Kristín Þóra í leikmyndinni, sem gerð er úr gömlum stólum Þjóðleikhússins.– Samt í Borgarleikhúsinu. Vísir/Stefán Verkið gerist í síðasta bíóinu á landinu sem sýnir myndir með gamaldags filmusýningarvél. Sem sagt, í umhverfi stórra sagna með epík og ævintýri, en við fylgjumst með hversdagslífi karakteranna,“ segir Dóra Jóhannsdóttir leikstjóri. „Já, stundum þarf fólk bara að sópa popp. Það er alvöru,“ bætir Kristín Þóra Haraldsdóttir leikari við. Þær eru að lýsa leikritinu Ræmunni sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Þær segja það vera eins og lífið sjálft; fyndið, sorglegt og fallegt, flókið og erfitt. „Við erum ekki að reyna að vera fyndin en kringumstæðurnar eru þannig að fólk þekkir þær sjálft og tengir við þær. Hugsar: – Ég hef verið þarna. – Ég þekki einmitt einn svona. – O, ég veit,“ segir Kristín Þóra. Ræman er samtímaverk. Höfundurinn, hin bandaríska Annie Baker, sem er á aldur við þær Kristínu Þóru og Dóru, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir það sem besta leikrit ársins 2014. „Baker lætur verkið gerast í smábæ sem hún ólst upp í. Við ákváðum, með þýðandanum, Dóra DNA, að staðfæra það og láta það gerast í Reykjavík,“ segir Dóra. „Leikritið fjallar um tengingar á milli fólks á okkar tímum þar sem allt er orðið rafrænt, bæði í bíómyndum og samskiptum.“ Ásamt Kristínu Þóru verða á sviðinu þeir Hjörtur Jóhann Jónsson, sem margir sáu í Njálu sem Skarphéðin, og Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari. „Við þrjú erum starfsmenn bíósins og berum okkar líf saman við kvikmyndirnar þar sem allt er svo stórt og mikið og merkilegt,“ segir Kristín Þóra og bætir við: „Þetta er vissulega eitthvað sem búið er að pæla í í gegnum tíðina, hvað er satt og hvað ekki. Eins og segir á einum stað í verkinu, að sjá Mónu Lísu á póstkorti er ekki það sama og að sjá málverkið.“ Dóra segir nokkra áhorfendur hafa talað um það eftir opnar æfingar að þeir hafi gleymt því að þeir væru í leikhúsi. „Þeim leið bara eins og þeir væru flugur á vegg og ég held að margir geti séð sig sjálfa í þessum karakterum. Við báðar gerum það allavega.“ Kristín Þóra segir gaman að frumsýninguna skuli bera upp á stórafmæli Leikfélags Reykjavíkur af því að verkið snúist um þann kjarna sem sé undirstaða leiklistarinnar, að gera hluti sem eðlilegasta. „Verkið og leikstíllinn krefur leikara alltaf um að vera í sterku sambandi bæði við aðra leikara og áhorfendur. Það gilti jafnt fyrir 120 árum og núna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. janúar 2017. Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Verkið gerist í síðasta bíóinu á landinu sem sýnir myndir með gamaldags filmusýningarvél. Sem sagt, í umhverfi stórra sagna með epík og ævintýri, en við fylgjumst með hversdagslífi karakteranna,“ segir Dóra Jóhannsdóttir leikstjóri. „Já, stundum þarf fólk bara að sópa popp. Það er alvöru,“ bætir Kristín Þóra Haraldsdóttir leikari við. Þær eru að lýsa leikritinu Ræmunni sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Þær segja það vera eins og lífið sjálft; fyndið, sorglegt og fallegt, flókið og erfitt. „Við erum ekki að reyna að vera fyndin en kringumstæðurnar eru þannig að fólk þekkir þær sjálft og tengir við þær. Hugsar: – Ég hef verið þarna. – Ég þekki einmitt einn svona. – O, ég veit,“ segir Kristín Þóra. Ræman er samtímaverk. Höfundurinn, hin bandaríska Annie Baker, sem er á aldur við þær Kristínu Þóru og Dóru, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir það sem besta leikrit ársins 2014. „Baker lætur verkið gerast í smábæ sem hún ólst upp í. Við ákváðum, með þýðandanum, Dóra DNA, að staðfæra það og láta það gerast í Reykjavík,“ segir Dóra. „Leikritið fjallar um tengingar á milli fólks á okkar tímum þar sem allt er orðið rafrænt, bæði í bíómyndum og samskiptum.“ Ásamt Kristínu Þóru verða á sviðinu þeir Hjörtur Jóhann Jónsson, sem margir sáu í Njálu sem Skarphéðin, og Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari. „Við þrjú erum starfsmenn bíósins og berum okkar líf saman við kvikmyndirnar þar sem allt er svo stórt og mikið og merkilegt,“ segir Kristín Þóra og bætir við: „Þetta er vissulega eitthvað sem búið er að pæla í í gegnum tíðina, hvað er satt og hvað ekki. Eins og segir á einum stað í verkinu, að sjá Mónu Lísu á póstkorti er ekki það sama og að sjá málverkið.“ Dóra segir nokkra áhorfendur hafa talað um það eftir opnar æfingar að þeir hafi gleymt því að þeir væru í leikhúsi. „Þeim leið bara eins og þeir væru flugur á vegg og ég held að margir geti séð sig sjálfa í þessum karakterum. Við báðar gerum það allavega.“ Kristín Þóra segir gaman að frumsýninguna skuli bera upp á stórafmæli Leikfélags Reykjavíkur af því að verkið snúist um þann kjarna sem sé undirstaða leiklistarinnar, að gera hluti sem eðlilegasta. „Verkið og leikstíllinn krefur leikara alltaf um að vera í sterku sambandi bæði við aðra leikara og áhorfendur. Það gilti jafnt fyrir 120 árum og núna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. janúar 2017.
Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira