Stjórnarslitin skóku verðbréfamarkaði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. september 2017 06:00 Fjárfestar tóku ekki vel í fregnir af stjórnarslitum í gær. Til marks um það féllu hlutabréf nánast allra félaganna í Kauphöllinni í verði. vísir/stefán Fjárfestar brugðust harkalega við fregnum af stjórnarslitum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. Tugir milljarða króna gufuðu upp á hluta- og skuldabréfamörkuðum og gengi krónunnar veiktist verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum viðskiptaríkja landsins. „Þetta var eins og blóðbað,“ segir verðbréfamiðlari sem Fréttablaðið ræddi við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitíska óvissu hafa stuðlað að verðlækkunum gærdagsins. Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hækkaði verulega í viðskiptum á skuldabréfamarkaði í gær. Rauk hún til að mynda upp um 40 til 50 punkta í helstu óverðtryggðu skuldabréfaflokkunum sem þýðir að fjárfestar búast við aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Viðmælendur Fréttablaðsins segja langt síðan annars eins titrings hafi gætt á skuldabréfamarkaði. Hlutabréf nánast allra skráðu félaganna í Kauphöllinni lækkuðu í verði í gær og fór úrvalsvísitalan, OMXI8, niður um liðlega 2,9 prósent. Hlutabréf í fasteignafélaginu Eik lækkuðu hvað mest í verði eða um rúm 5 prósent en þar á eftir komu bréf í sjávarútvegsfélaginu HB Granda, sem féllu um 3,8 prósent, og í olíufélaginu N1, sem lækkuðu um 3,6 prósent. Gengi bréfa flestra félaganna hríðféll um leið og markaðir opnuðu í gærmorgun – og fóru bréf í HB Granda til að mynda niður um 6 prósent – en lækkanirnar gengu að einhverju leyti til baka eftir hádegi. Til viðbótar veiktist gengi krónunnar umtalsvert gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptaríkja Íslands. Veiktist gengið um 1,5 prósent gagnvart evru, 0,8 prósent gagnvart Bandaríkjadal og 2,2 prósent gagnvart breska pundinu, svo nokkur dæmi séu tekin.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir það ekki koma á óvart að markaðir skuli lækka við tíðindi á borð við stjórnarslit, sérstaklega þegar þau bera brátt að. Hann segir mikilvægt að hafa tvennt í huga. „Annars vegar vorum við með, þangað til í gær, ríkisstjórn sem virtist ætla að leggja áherslu á aðhaldssama og markaðsvæna ríkisfjármálastefnu, með aðhaldi í ríkisfjármálum, hóflegri útgáfu ríkisverðbréfa og jákvæðni gagnvart atvinnulífinu og mörkuðum. Allt eru þetta þættir sem eru til þess fallnir að styðja við markaði. Það má segja að almennt þegar ríkisstjórnir sem eru hægra megin í pólitíska litrófinu komast til valda líta markaðir það að jafnaði jákvæðum augum, en öfugt þegar slíkar ríkisstjórnir fara frá völdum. Hins vegar bætist nú við óvissa um hver þróunin verði á hinu pólitíska sviði. Og óvissa sem slík hefur alltaf neikvæð áhrif á markaði. Þetta tvennt, áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitísk óvissa, virðist nú leggjast á eitt og valda þessari lækkun á hlutabréfum og skuldabréfum sem við höfum séð,“ segir hann. Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS greiningu, segir viðbrögð markaðarins hafa verið sterkari en fyrir fram mátti búast við. „Aukin pólitísk óvissa er vissulega verðlækkandi á fjármálamörkuðum en það kom okkur samt á óvart hve sterk viðbrögðin voru. Mér finnst þetta að einhverju leyti vera eins og stormur í vatnsglasi og hef trú á því að markaðurinn eigi eftir að jafna sig að einhverju leyti. Viðbrögð við tíðindum sem þessum eru oft hörðust fyrst en síðan dregur úr þeim,“ segir hann. Jóhann Viðar bendir á að lítil velta hafi oft verið á hlutabréfamarkaði undanfarnar vikur og eftirspurnarhliðin verið fremur veik. Lítið hafi því þurft til þess að ýta honum niður á við. „Viðbrögðin í gær eru kannski einkenni þess hvað markaðurinn er veikburða.“ Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Fjárfestar brugðust harkalega við fregnum af stjórnarslitum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. Tugir milljarða króna gufuðu upp á hluta- og skuldabréfamörkuðum og gengi krónunnar veiktist verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum viðskiptaríkja landsins. „Þetta var eins og blóðbað,“ segir verðbréfamiðlari sem Fréttablaðið ræddi við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitíska óvissu hafa stuðlað að verðlækkunum gærdagsins. Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hækkaði verulega í viðskiptum á skuldabréfamarkaði í gær. Rauk hún til að mynda upp um 40 til 50 punkta í helstu óverðtryggðu skuldabréfaflokkunum sem þýðir að fjárfestar búast við aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Viðmælendur Fréttablaðsins segja langt síðan annars eins titrings hafi gætt á skuldabréfamarkaði. Hlutabréf nánast allra skráðu félaganna í Kauphöllinni lækkuðu í verði í gær og fór úrvalsvísitalan, OMXI8, niður um liðlega 2,9 prósent. Hlutabréf í fasteignafélaginu Eik lækkuðu hvað mest í verði eða um rúm 5 prósent en þar á eftir komu bréf í sjávarútvegsfélaginu HB Granda, sem féllu um 3,8 prósent, og í olíufélaginu N1, sem lækkuðu um 3,6 prósent. Gengi bréfa flestra félaganna hríðféll um leið og markaðir opnuðu í gærmorgun – og fóru bréf í HB Granda til að mynda niður um 6 prósent – en lækkanirnar gengu að einhverju leyti til baka eftir hádegi. Til viðbótar veiktist gengi krónunnar umtalsvert gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptaríkja Íslands. Veiktist gengið um 1,5 prósent gagnvart evru, 0,8 prósent gagnvart Bandaríkjadal og 2,2 prósent gagnvart breska pundinu, svo nokkur dæmi séu tekin.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur ÍslandsbankaJón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir það ekki koma á óvart að markaðir skuli lækka við tíðindi á borð við stjórnarslit, sérstaklega þegar þau bera brátt að. Hann segir mikilvægt að hafa tvennt í huga. „Annars vegar vorum við með, þangað til í gær, ríkisstjórn sem virtist ætla að leggja áherslu á aðhaldssama og markaðsvæna ríkisfjármálastefnu, með aðhaldi í ríkisfjármálum, hóflegri útgáfu ríkisverðbréfa og jákvæðni gagnvart atvinnulífinu og mörkuðum. Allt eru þetta þættir sem eru til þess fallnir að styðja við markaði. Það má segja að almennt þegar ríkisstjórnir sem eru hægra megin í pólitíska litrófinu komast til valda líta markaðir það að jafnaði jákvæðum augum, en öfugt þegar slíkar ríkisstjórnir fara frá völdum. Hins vegar bætist nú við óvissa um hver þróunin verði á hinu pólitíska sviði. Og óvissa sem slík hefur alltaf neikvæð áhrif á markaði. Þetta tvennt, áhyggjur af minni stöðugleika í hagstjórninni og pólitísk óvissa, virðist nú leggjast á eitt og valda þessari lækkun á hlutabréfum og skuldabréfum sem við höfum séð,“ segir hann. Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS greiningu, segir viðbrögð markaðarins hafa verið sterkari en fyrir fram mátti búast við. „Aukin pólitísk óvissa er vissulega verðlækkandi á fjármálamörkuðum en það kom okkur samt á óvart hve sterk viðbrögðin voru. Mér finnst þetta að einhverju leyti vera eins og stormur í vatnsglasi og hef trú á því að markaðurinn eigi eftir að jafna sig að einhverju leyti. Viðbrögð við tíðindum sem þessum eru oft hörðust fyrst en síðan dregur úr þeim,“ segir hann. Jóhann Viðar bendir á að lítil velta hafi oft verið á hlutabréfamarkaði undanfarnar vikur og eftirspurnarhliðin verið fremur veik. Lítið hafi því þurft til þess að ýta honum niður á við. „Viðbrögðin í gær eru kannski einkenni þess hvað markaðurinn er veikburða.“
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira