Ólafía við niðurskurðarlínuna eftir annan hring í Frakklandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2017 12:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á þremur höggum yfir pari á öðru hring Evian risamótins í Frakklandi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi en það verður ekki ljóst fyrr en seinna í dag hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn. Þetta fimmta og síðasta risamót ársins í kvennagolfinu fer fram á golfvelli Evian Resort golfklúbbnum en þetta er þriðja risamótið sem Ólafía tekur þátt í á fyrsta tímabili sínu í þessari sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía fór snemma af stað í dag, rétt um hálf sjö á íslenskum tíma en hún lenti í kröppum dansi strax í byrjun. Fékk hún skolla á annarri braut eftir að hafa misst tæplega þriggja metra pútt en hún lenti í meiri vandræðum á næstu holu. Eftir flott upphafshögg missti hún boltann í hliðarvatnstorfæru og mistókst björgunartilraun hennar en hún fékk þrefaldan skolla á þeirri braut og var komin á fjögur högg yfir parið eftir tvær holur eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari. Hún lét það ekki á sig fá á næstu holum en hún fékk par á næstu þremur holum og fylgdi því eftir með tveimur fuglum á þremur holum. Var hún því á tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holur dagsins. Skolli á elleftu braut lét sjá sig annan daginn í röð en hún svaraði því með að para seinustu sjö holur vallarins og kom því í hús á þremur höggum yfir pari. Þegar þetta er skrifað deilir Ólafía 65. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en 75 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn á lokadag mótsins sem fer fram á morgun. Það eiga margir kylfingar eftir að klára og sumir hverjir eftir að fara út í dag og verður það því ekki ljóst fyrr en seinni partinn hvort hún verði meðal þátttakenda á morgun og komist í gegnum niðurskurðinn á einu af risamótunum í fyrsta skiptið á ferlinum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á þremur höggum yfir pari á öðru hring Evian risamótins í Frakklandi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi en það verður ekki ljóst fyrr en seinna í dag hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn. Þetta fimmta og síðasta risamót ársins í kvennagolfinu fer fram á golfvelli Evian Resort golfklúbbnum en þetta er þriðja risamótið sem Ólafía tekur þátt í á fyrsta tímabili sínu í þessari sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía fór snemma af stað í dag, rétt um hálf sjö á íslenskum tíma en hún lenti í kröppum dansi strax í byrjun. Fékk hún skolla á annarri braut eftir að hafa misst tæplega þriggja metra pútt en hún lenti í meiri vandræðum á næstu holu. Eftir flott upphafshögg missti hún boltann í hliðarvatnstorfæru og mistókst björgunartilraun hennar en hún fékk þrefaldan skolla á þeirri braut og var komin á fjögur högg yfir parið eftir tvær holur eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari. Hún lét það ekki á sig fá á næstu holum en hún fékk par á næstu þremur holum og fylgdi því eftir með tveimur fuglum á þremur holum. Var hún því á tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holur dagsins. Skolli á elleftu braut lét sjá sig annan daginn í röð en hún svaraði því með að para seinustu sjö holur vallarins og kom því í hús á þremur höggum yfir pari. Þegar þetta er skrifað deilir Ólafía 65. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en 75 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn á lokadag mótsins sem fer fram á morgun. Það eiga margir kylfingar eftir að klára og sumir hverjir eftir að fara út í dag og verður það því ekki ljóst fyrr en seinni partinn hvort hún verði meðal þátttakenda á morgun og komist í gegnum niðurskurðinn á einu af risamótunum í fyrsta skiptið á ferlinum.
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira