Þetta var næstsíðasti blaðamannafundurinn fyrir þennan risabardaga. Sá fjórði og síðasti fer fram á Wembley í London á morgun.
Það var ekki sama flugeldasýning í Brooklyn og á fyrstu tveimur blaðamannafundunum í Los Angeles og Toronto.
Conor mætti ber að ofan í pels á meðan Mayweather rölti inn á sviðið með írska fánann.
Mayweather var að venju með bakpokann sinn. Að þessu sinni var hann fullur af seðlum sem hann kastaði í Conor sem lét sér fátt um finnast.
Blaðamaannafundinn má sjá í heild sinni hér að neðan.