Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2017 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson í æfingaleik með Swansea í gærkvöldi. Vísir/Getty Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. Þá liggur ljóst fyrir að íslenski landsliðsmaðurinn mun ekki fara með Swansea í æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna.We can confirm that Gylfi Sigurdsson will not travel with the squad for our pre-season tour of the USA. pic.twitter.com/8qgAQewUG3— Swansea City AFC (@SwansOfficial) July 13, 2017 Clement ræddi í viðtalinu um að viðskiptihliðin væri vissulega stór innan fótboltans og það þýddi að félagið yrði neytt til að selja Gylfa. Swansea hefur hafnað 40 milljón punda tilboði í Gylfa frá Leicester City og vill fá 50 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn. „Ég hef sagt það mjög skýrt að ég vil að hann verði hér áfram. Stuðningsmennirnir vilja það og eigendurnir vilja það líka. Málið er að fótbolti snýst líka um að gera góð viðskipti,“ sagði Paul Clement. „Við lentum í svipuðu með Jack Cork. Það var enginn að hugsa um að selja Jack en svo kom bara félag með virkilega gott tilboð í hann. Þetta gæti líka endað þannig með Gylfa,“ sagði Clement. „Við viljum alls ekki í lenda í þeirri aðstöðu að þetta máli dragist á langinn, jafnvel út júlí og inn í ágúst þegar tímabilið er byrjað. Það er best að klára þetta sem fyrst,“ sagði Clement. Paul Clement hrósar Gylfa fyrir fagmennsku nú þegar hann er kominn aftur til Swansea til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil þegar allt bendir til þess að hann spili annarsstaðar á þessu tímabili. „Gylfi er mættur, hann er með hausinn skrúfaðan á og er að vinan sína vinnu. Ég vona að það haldi áfram. Hann er einn af okkar dýrmætustu leikmönnum. Hann sýndi það á síðasta tímabilið með mörkunum sínum og stoðsendingum. Hann var í aðalhlutverki í að halda liðinu upp í úrvalsdeildinni,“ sagði Clement. Gylfi var með 9 mörk og 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur verið orðaður við bæði Everton og Leicester City en 50 milljón pund er svakalegur peningur. Hvort annað þeirra er tilbúið að greiða svo mikið fyrir íslenska landsliðsmanninn kemur væntanlega í ljós á næstunni. Enski boltinn Tengdar fréttir Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni. 11. júlí 2017 22:00 BBC: Swansea hafnaði tilboði frá Leicester og vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson er mikið í fréttum enskra fjölmiðla þessa dagana sem eru allir að velta fyrir sér hvar íslenski landsliðsmaðurinn spili á næstu leiktíð. 10. júlí 2017 12:12 Vissulega galin upphæð en Gylfi er þess virði Swansea City er búið að setja 50 milljón punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 11. júlí 2017 13:30 Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar. 12. júlí 2017 20:53 Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. 11. júlí 2017 19:51 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. Þá liggur ljóst fyrir að íslenski landsliðsmaðurinn mun ekki fara með Swansea í æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna.We can confirm that Gylfi Sigurdsson will not travel with the squad for our pre-season tour of the USA. pic.twitter.com/8qgAQewUG3— Swansea City AFC (@SwansOfficial) July 13, 2017 Clement ræddi í viðtalinu um að viðskiptihliðin væri vissulega stór innan fótboltans og það þýddi að félagið yrði neytt til að selja Gylfa. Swansea hefur hafnað 40 milljón punda tilboði í Gylfa frá Leicester City og vill fá 50 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn. „Ég hef sagt það mjög skýrt að ég vil að hann verði hér áfram. Stuðningsmennirnir vilja það og eigendurnir vilja það líka. Málið er að fótbolti snýst líka um að gera góð viðskipti,“ sagði Paul Clement. „Við lentum í svipuðu með Jack Cork. Það var enginn að hugsa um að selja Jack en svo kom bara félag með virkilega gott tilboð í hann. Þetta gæti líka endað þannig með Gylfa,“ sagði Clement. „Við viljum alls ekki í lenda í þeirri aðstöðu að þetta máli dragist á langinn, jafnvel út júlí og inn í ágúst þegar tímabilið er byrjað. Það er best að klára þetta sem fyrst,“ sagði Clement. Paul Clement hrósar Gylfa fyrir fagmennsku nú þegar hann er kominn aftur til Swansea til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil þegar allt bendir til þess að hann spili annarsstaðar á þessu tímabili. „Gylfi er mættur, hann er með hausinn skrúfaðan á og er að vinan sína vinnu. Ég vona að það haldi áfram. Hann er einn af okkar dýrmætustu leikmönnum. Hann sýndi það á síðasta tímabilið með mörkunum sínum og stoðsendingum. Hann var í aðalhlutverki í að halda liðinu upp í úrvalsdeildinni,“ sagði Clement. Gylfi var með 9 mörk og 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur verið orðaður við bæði Everton og Leicester City en 50 milljón pund er svakalegur peningur. Hvort annað þeirra er tilbúið að greiða svo mikið fyrir íslenska landsliðsmanninn kemur væntanlega í ljós á næstunni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni. 11. júlí 2017 22:00 BBC: Swansea hafnaði tilboði frá Leicester og vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson er mikið í fréttum enskra fjölmiðla þessa dagana sem eru allir að velta fyrir sér hvar íslenski landsliðsmaðurinn spili á næstu leiktíð. 10. júlí 2017 12:12 Vissulega galin upphæð en Gylfi er þess virði Swansea City er búið að setja 50 milljón punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 11. júlí 2017 13:30 Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar. 12. júlí 2017 20:53 Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. 11. júlí 2017 19:51 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni. 11. júlí 2017 22:00
BBC: Swansea hafnaði tilboði frá Leicester og vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson er mikið í fréttum enskra fjölmiðla þessa dagana sem eru allir að velta fyrir sér hvar íslenski landsliðsmaðurinn spili á næstu leiktíð. 10. júlí 2017 12:12
Vissulega galin upphæð en Gylfi er þess virði Swansea City er búið að setja 50 milljón punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 11. júlí 2017 13:30
Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar. 12. júlí 2017 20:53
Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. 11. júlí 2017 19:51