Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. maí 2017 06:58 Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. Sprengjan sprakk skömmu eftir að bandaríska tónlistarkonan Ariana Grande hafði lokið tónleikum sínum í höllinni, eða um klukkan 22:30 að staðartíma, það er 21:30 að íslenskum tíma. Fréttin verður uppfærð fram eftir degi í vaktinni hér fyrir neðan. Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma klukkan tólf í hádeginu þar sem fjallað var ítarlega um árásina. Sjá má fréttatímann í spilaranum hér fyrir ofan.Sprengjan sprakk í anddyri tónleikahallarinnar þegar gestir voru að streyma út. Alls voru um 21 þúsund manns á tónleikunum. Lögreglan hefur staðfest að börn eru meðal þeirra 22 sem létust.Árásarmaðurinn er á meðal hinna látnu. Ekki var annar árásarmaður á staðnum að því er talið er en einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst árásinni á hendur sér.Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá sprengjuárásunum í London árið 2005 þar sem 56 manns létust.Búið er að fresta kosningabaráttunni í Bretlandi en þingkosningar fara fram í landinu þann 8. júní næstkomandiAriana Grande setti skilaboð á Twitter-síðu sína í nótt þar sem hún sagðist vera miður sín og skorta orð vegna árásarinnar.Fyrsta fórnarlamb árásarinnar hefur verið nafngreint, hin átján ára Georgina Callander.Þá hefur jafnframt hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos verið nafngreind sem ein þeirra sem létust í árásinni.Þetta er önnur hryðjuverkaárásin sem gerð er í Englandi á tveimur mánuðum en þann 22. mars síðastliðinn var framin árás í London þegar maður keyrði niður vegfarendur við Westminster í London. Sex manns létust og tugir særðust.Lögregla í Manchester segir árásarmanninn hafa verið hinn 22 ára Salam Abedi.broken. from the bottom of my heart, i am so so sorry. i don't have words.— Ariana Grande (@ArianaGrande) May 23, 2017 Hér neðar má sjá myndband af augnablikinu þegar sprengjan sprakk:Byggt á fréttum Guardian og BBC. Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News í spilaranum hér neðar. Fyrir neðan útsendinguna er að finna vakt Vísis með nýjustu fréttum af málinu.
Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. Sprengjan sprakk skömmu eftir að bandaríska tónlistarkonan Ariana Grande hafði lokið tónleikum sínum í höllinni, eða um klukkan 22:30 að staðartíma, það er 21:30 að íslenskum tíma. Fréttin verður uppfærð fram eftir degi í vaktinni hér fyrir neðan. Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma klukkan tólf í hádeginu þar sem fjallað var ítarlega um árásina. Sjá má fréttatímann í spilaranum hér fyrir ofan.Sprengjan sprakk í anddyri tónleikahallarinnar þegar gestir voru að streyma út. Alls voru um 21 þúsund manns á tónleikunum. Lögreglan hefur staðfest að börn eru meðal þeirra 22 sem létust.Árásarmaðurinn er á meðal hinna látnu. Ekki var annar árásarmaður á staðnum að því er talið er en einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst árásinni á hendur sér.Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá sprengjuárásunum í London árið 2005 þar sem 56 manns létust.Búið er að fresta kosningabaráttunni í Bretlandi en þingkosningar fara fram í landinu þann 8. júní næstkomandiAriana Grande setti skilaboð á Twitter-síðu sína í nótt þar sem hún sagðist vera miður sín og skorta orð vegna árásarinnar.Fyrsta fórnarlamb árásarinnar hefur verið nafngreint, hin átján ára Georgina Callander.Þá hefur jafnframt hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos verið nafngreind sem ein þeirra sem létust í árásinni.Þetta er önnur hryðjuverkaárásin sem gerð er í Englandi á tveimur mánuðum en þann 22. mars síðastliðinn var framin árás í London þegar maður keyrði niður vegfarendur við Westminster í London. Sex manns létust og tugir særðust.Lögregla í Manchester segir árásarmanninn hafa verið hinn 22 ára Salam Abedi.broken. from the bottom of my heart, i am so so sorry. i don't have words.— Ariana Grande (@ArianaGrande) May 23, 2017 Hér neðar má sjá myndband af augnablikinu þegar sprengjan sprakk:Byggt á fréttum Guardian og BBC. Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News í spilaranum hér neðar. Fyrir neðan útsendinguna er að finna vakt Vísis með nýjustu fréttum af málinu.
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01