Erlent

Tyrkneskum ráðherra vísað frá Hollandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölmennur hópur tyrkneskra ríkisborgara mætti til þess að mótmæla.
Fjölmennur hópur tyrkneskra ríkisborgara mætti til þess að mótmæla. Vísir/afp
Fjölskyldumálaráðherra Tyrklands var vísað úr landi í Hollandi snemma í morgun. Lögregla beitti táragasi á hörð og fjölmenn mótmæli tyrkneskra ríkisborgara í Rotterdam. BBC greinir frá.

Ráðherrann var staddur í Rotterdam til þess að afla stuðnings meðal tyrkneskra ríkisborgara í Hollandi við umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu sem miðar að því að auka völd tyrkneska forsetans.

Í gær meinuðu yfirvöld í Hollandi tyrkneska utanríkisráðherranum að koma til Hollands til þess að ávarpa fjöldasamkomu í Rotterdam sem hollensk yfirvöld komu einnig í veg fyrir að færi fram.

Fjölskyldumálaráðherranum var fylgt að landamærum Þýskalands og Hollands að sögn forsætisráðherra Hollands.

Um þúsund tyrkneskir ríkisborgarar komu saman við ræðismannsskrifstofu Tyrklands í Rotterdam til þess að til að sýna tyrkneskum yfirvöldum stuðning. Eftir að fréttist af brottvísun ráðherrans urðu mótmælin hins vegar fjandsamleg og þurfti lögregla að beita táragasi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×