Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2017 12:46 Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, hótar Hollendingum gagnaðgerðum í milliríkjadeilu þeirra. Vísir/AFP Stjórnvöld í Tyrklandi ætla að beita Hollendinga gagnaðgerðum eftir að tyrkneskum ráðherra var vísað úr landinu í morgun, að sögn Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands. The Guardian segir frá. Hollensk yfirvöld vísuðu Fatma Betül Sayan Kaya, fjölskyldumálaráðherra Tyrklands, úr landi í morgun en hún var í heimsókn í Hollandi til þess að afla stuðnings á meðal landa sinna sem búsettir eru þar við umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort auka eigi völd Receps Erdogan forseta. Yildirim sakar hollensk yfirvöld um að hafa brotið gegn friðhelgi sem Kaya nýtur sem ríkiserindreki þegar þau meinuðu henni um að komast á ræðisskrifstofu Tyrklands í Rotterdam. Til uppþota kom við ræðisskrifstofuna og dreifði lögreglan mannfjölda sem hafði safnast þar saman, meðal annars með vatnsþrýstibyssum. Hollensk stjórnvöld voru andsnúin heimsókn Kaya vegna þess að þingkosningar fara fram í Hollandi á miðvikudag. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, kallaði heimsókn Kaya ábyrgðarlausa þar sem hún hefði hunsað tilmæli yfirvalda um að koma ekki til Hollands. Með því hefðu tyrknesk stjórnvöld farið yfir strikið í samskiptum ríkjanna. Deilur tyrkneskra og hollenskra stjórnvalda hörnuðu enn frekar í gær þegar þau síðarnefndu afturkölluðu leyfi tyrkneska utanríkisráðherrans til að lenda í Hollandi. Bón hans um leyfi til að ávarpa kosningafund til stuðnings Erdogan hafði áður verið synjað. Erdogan kallaði Hollendinga „leifar nasismans“ og fasista vegna þessa. Yildirim sagði í dag að tyrknesk stjórnvöld myndu svara með „sterkum gagnaðgerðum“. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Stjórnvöld í Tyrklandi ætla að beita Hollendinga gagnaðgerðum eftir að tyrkneskum ráðherra var vísað úr landinu í morgun, að sögn Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands. The Guardian segir frá. Hollensk yfirvöld vísuðu Fatma Betül Sayan Kaya, fjölskyldumálaráðherra Tyrklands, úr landi í morgun en hún var í heimsókn í Hollandi til þess að afla stuðnings á meðal landa sinna sem búsettir eru þar við umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort auka eigi völd Receps Erdogan forseta. Yildirim sakar hollensk yfirvöld um að hafa brotið gegn friðhelgi sem Kaya nýtur sem ríkiserindreki þegar þau meinuðu henni um að komast á ræðisskrifstofu Tyrklands í Rotterdam. Til uppþota kom við ræðisskrifstofuna og dreifði lögreglan mannfjölda sem hafði safnast þar saman, meðal annars með vatnsþrýstibyssum. Hollensk stjórnvöld voru andsnúin heimsókn Kaya vegna þess að þingkosningar fara fram í Hollandi á miðvikudag. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, kallaði heimsókn Kaya ábyrgðarlausa þar sem hún hefði hunsað tilmæli yfirvalda um að koma ekki til Hollands. Með því hefðu tyrknesk stjórnvöld farið yfir strikið í samskiptum ríkjanna. Deilur tyrkneskra og hollenskra stjórnvalda hörnuðu enn frekar í gær þegar þau síðarnefndu afturkölluðu leyfi tyrkneska utanríkisráðherrans til að lenda í Hollandi. Bón hans um leyfi til að ávarpa kosningafund til stuðnings Erdogan hafði áður verið synjað. Erdogan kallaði Hollendinga „leifar nasismans“ og fasista vegna þessa. Yildirim sagði í dag að tyrknesk stjórnvöld myndu svara með „sterkum gagnaðgerðum“.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira