Erlent

Sledge-systir látin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Joni Sledge var sextug.
Joni Sledge var sextug. Vísir/Getty
Joni Sledge, ein af Sledge-systrunum sem sungu poppsmellinn vinsæla, We Are Family, er látin, sextíu ára að aldri. BBC greinir frá.

Hún var ein af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar sem stofnuð var af fjórum systrum árið 1971 og náði hljómsveitin miklum vinsældum, ekki síst á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Sledge fannst látin á heimili sínu í Phoenix í Bandaríkjunum að sögn fjölmiðlafulltrúa hennar. Dánarorsök er ókunn en Sledge átti ekki við veikindi að stríða.

Segja má að Sledge hafi verið Íslandsvinur en hún hélt alls þrenna tónleika hér á landi með systrum sínum, fyrst árið 2001, aftur árið 2003 og svo á síðasta ári þegar Sister Sledge kom fram á Secret Solstice tónlistarhátíðinni.

Hún lætur eftir sig einn uppkominn son.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×