Þurftu ítrekað að henda unglingum úr yfirgefnu húsi í miðborginni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2017 12:04 Heljarinnar hip hop tónlistarhátíð fór fram á Ingólfstorgi í gær. Vísir/andri marinó Á annað hundrað þúsund manns var í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt þegar mest var í gærkvöldi en dagskráin náði hámarki uppúr klukkan ellefu með glæsilegri flugeldasýningu. Þó nokkur erill var hjá lögreglu og slökkviliði og segir yfirlögregluþjónn að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. Mikil stemmning og gleði einkenndi Menningarnótt í gær og lék veðrið við hátíðargesti sem sóttu tónlistarviðburði meðal annars í Hljómskálagarðinum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var að aðsókn í miðbæinn jöfn og þétt frá hádegi og fram á kvöld. Lögreglan segir að töluverður erill hafi verið í gærkvöldi og í nótt og segir Ásgeir Þór Ásgeisson, yfirlögregluþjónn, að flest útköllin hafi tengst ölvun. „Þetta gekk bara nokkuð vel. Það var mikið að gera hjá lögreglu á milli klukkan 19 í gærkvöldi og fram að flugeldasýningu,“ segir Ásgeir og bætir við að flest útköllin hafi tengst tónlistarhátið sem fram fór á Ingólfstorgi. Um er að ræða „Hip Hop Hátíð Menningarnætur“. Eitthvað hafi verið um smá pústra en málin að öðru leyti ekki talin alvarleg.Fjölmargir klifruðu upp á hús Seðlabankans til að tryggja sér gott útsýni fyrir flugeldasýninguna.Vísir/Andri marinóKomu sér fyrir í yfirgefinni bygginguMikill fjöldi unglinga sóttu tónleikana á Ingólfstorgi og þurfti lögreglan nokkrum sinnum að rýma yfirgefna byggingu sem stendur við Ingólfstorg þar sem unglingar höfðu komið sér fyrir. Ásgeir segir að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. „Við vorum með í áætlunum okkar að reyna að hefta þetta með því að fara snemma af stað og hella niður. Það gekk svo sem ágætlega,“ segir Ásgeir. Nokkrir foreldrar hafi þurft að koma og sækja börnin sín. Þegar dagskrá Menningarnætur lauk eftir flugeldasýningu var mikil umferð úr miðborginni og segir Ásgeir hana hafa gengið áfallalaust. „Miðað við þennan geysilega fjölda í miðbænum þá gekk þetta, vægt til orða tekið, mjög vel. Mesti kúfurinn var á svona rúmlega klukkustund og eftir einn og hálfan tíma var þetta komið í eðlilegt skipulag.“Lögregla hafði í nógu að snúast en gaf sér líka tíma til að sinna aðdáendum.Vísir/Andri MarinóFangageymslur fullar Ásgeir segir að flest mál sem komu upp í nótt hafi tengst ölvun eða ástand fólks. Þá séu allar fangageymslur lögreglunnar á Hverifsgötu fullar og þurfti að færa suma í fangaklefa í Hafnarfirði. „En samkvæmt mínum heimildum er ekki um að ræða nein stórmál, fólk er þarna sökum ástands,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá þurfti slökkvilið að sinna 60 sjúkraflutningum í nótt. Varðstjóri segir það heldur meira en á venjulegu laugardagskvöldi. Menningarnótt Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Á annað hundrað þúsund manns var í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt þegar mest var í gærkvöldi en dagskráin náði hámarki uppúr klukkan ellefu með glæsilegri flugeldasýningu. Þó nokkur erill var hjá lögreglu og slökkviliði og segir yfirlögregluþjónn að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. Mikil stemmning og gleði einkenndi Menningarnótt í gær og lék veðrið við hátíðargesti sem sóttu tónlistarviðburði meðal annars í Hljómskálagarðinum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var að aðsókn í miðbæinn jöfn og þétt frá hádegi og fram á kvöld. Lögreglan segir að töluverður erill hafi verið í gærkvöldi og í nótt og segir Ásgeir Þór Ásgeisson, yfirlögregluþjónn, að flest útköllin hafi tengst ölvun. „Þetta gekk bara nokkuð vel. Það var mikið að gera hjá lögreglu á milli klukkan 19 í gærkvöldi og fram að flugeldasýningu,“ segir Ásgeir og bætir við að flest útköllin hafi tengst tónlistarhátið sem fram fór á Ingólfstorgi. Um er að ræða „Hip Hop Hátíð Menningarnætur“. Eitthvað hafi verið um smá pústra en málin að öðru leyti ekki talin alvarleg.Fjölmargir klifruðu upp á hús Seðlabankans til að tryggja sér gott útsýni fyrir flugeldasýninguna.Vísir/Andri marinóKomu sér fyrir í yfirgefinni bygginguMikill fjöldi unglinga sóttu tónleikana á Ingólfstorgi og þurfti lögreglan nokkrum sinnum að rýma yfirgefna byggingu sem stendur við Ingólfstorg þar sem unglingar höfðu komið sér fyrir. Ásgeir segir að eitthvað hafi verið um unglingadrykkju. „Við vorum með í áætlunum okkar að reyna að hefta þetta með því að fara snemma af stað og hella niður. Það gekk svo sem ágætlega,“ segir Ásgeir. Nokkrir foreldrar hafi þurft að koma og sækja börnin sín. Þegar dagskrá Menningarnætur lauk eftir flugeldasýningu var mikil umferð úr miðborginni og segir Ásgeir hana hafa gengið áfallalaust. „Miðað við þennan geysilega fjölda í miðbænum þá gekk þetta, vægt til orða tekið, mjög vel. Mesti kúfurinn var á svona rúmlega klukkustund og eftir einn og hálfan tíma var þetta komið í eðlilegt skipulag.“Lögregla hafði í nógu að snúast en gaf sér líka tíma til að sinna aðdáendum.Vísir/Andri MarinóFangageymslur fullar Ásgeir segir að flest mál sem komu upp í nótt hafi tengst ölvun eða ástand fólks. Þá séu allar fangageymslur lögreglunnar á Hverifsgötu fullar og þurfti að færa suma í fangaklefa í Hafnarfirði. „En samkvæmt mínum heimildum er ekki um að ræða nein stórmál, fólk er þarna sökum ástands,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá þurfti slökkvilið að sinna 60 sjúkraflutningum í nótt. Varðstjóri segir það heldur meira en á venjulegu laugardagskvöldi.
Menningarnótt Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira