Króatía og Slóvenía í undanúrslitin Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 21:20 Króatía er komin í undanúrslit. vísir/epa Króatía komst í kvöld í undanúrslit HM 2017 í handbolta eftir sigur á Spáni, 30-29. Spánn vann B-riðilinn sem Ísland var í en Króatía hafnaði í öðru sæti C-riðils á eftir Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu. Króatar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15, en seinni hálfleikurinn var geggjuð skemmtun þar sem liðin skiptust á að skora en Krótar voru alltaf með frumkvæðið þó Spánn náði að jafna nokkrum sinnum. Lokamínútan var ótrúlega spennandi. Luka Cindric brauast í gegn og gat klárað leikinn með 31. marki Króata þegar 20 sekúndur voru eftir en hann lét verja frá sér. Spánn fór í lokasóknina sem endaði með erfiðu skoti línumannsins Julen Aguinagalde sem króatíska vörnin varði. Króatar trylltust af gleði en Spánverjar voru eðlilega niðurlútir. Króatía enn einu sinni í undanúrslitum á stórmóti en liðið hefur þó ekki tekist að verða heimsmeistari síðan 2003 þegar það fagnaði sigri í Portúgal. Slóvenar, sem voru eins og Spánverjar með Íslandi í riðli, komust einnig í undanúrslit í kvöld eftir tiltölulega þægilegan sigur á Katar, 32-30. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins. Slóvenska liðið, sem hefur heillað með skemmtilegri spilamennsku sinni á HM, var 18-15 yfir í hálfleik. Það skoraði svo ellefu mörk á móti fimm mörkum Katar á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og náði mest níu marka forskoti, 29-20. Þegar sex mínútur voru eftir voru Slóvenar sex mörkum yfir, 32-26, en þá tóku Katarbúar smá sprett undir lokin og skoruðu fjögur mörk í röð. Það var bara of lítið og of seint og slóvenskur sigur staðreynd. Gasper Marguc var markahæstur Slóvena með sex mörk úr sex skotum en Jure Dolenec skoraði fimm mörk úr sex skotum. Bretrand Roine skoraði átta mörk fyrir Katar sem fékk aðeins 16 prósent hlutfallsmarkvörslur frá markvörðum sínum í kvöld. Slóvenar mæta gestgjöfum Frakka í undanúrslitum en Króatar eiga leik við Noreg. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Króatía komst í kvöld í undanúrslit HM 2017 í handbolta eftir sigur á Spáni, 30-29. Spánn vann B-riðilinn sem Ísland var í en Króatía hafnaði í öðru sæti C-riðils á eftir Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu. Króatar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15, en seinni hálfleikurinn var geggjuð skemmtun þar sem liðin skiptust á að skora en Krótar voru alltaf með frumkvæðið þó Spánn náði að jafna nokkrum sinnum. Lokamínútan var ótrúlega spennandi. Luka Cindric brauast í gegn og gat klárað leikinn með 31. marki Króata þegar 20 sekúndur voru eftir en hann lét verja frá sér. Spánn fór í lokasóknina sem endaði með erfiðu skoti línumannsins Julen Aguinagalde sem króatíska vörnin varði. Króatar trylltust af gleði en Spánverjar voru eðlilega niðurlútir. Króatía enn einu sinni í undanúrslitum á stórmóti en liðið hefur þó ekki tekist að verða heimsmeistari síðan 2003 þegar það fagnaði sigri í Portúgal. Slóvenar, sem voru eins og Spánverjar með Íslandi í riðli, komust einnig í undanúrslit í kvöld eftir tiltölulega þægilegan sigur á Katar, 32-30. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins. Slóvenska liðið, sem hefur heillað með skemmtilegri spilamennsku sinni á HM, var 18-15 yfir í hálfleik. Það skoraði svo ellefu mörk á móti fimm mörkum Katar á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og náði mest níu marka forskoti, 29-20. Þegar sex mínútur voru eftir voru Slóvenar sex mörkum yfir, 32-26, en þá tóku Katarbúar smá sprett undir lokin og skoruðu fjögur mörk í röð. Það var bara of lítið og of seint og slóvenskur sigur staðreynd. Gasper Marguc var markahæstur Slóvena með sex mörk úr sex skotum en Jure Dolenec skoraði fimm mörk úr sex skotum. Bretrand Roine skoraði átta mörk fyrir Katar sem fékk aðeins 16 prósent hlutfallsmarkvörslur frá markvörðum sínum í kvöld. Slóvenar mæta gestgjöfum Frakka í undanúrslitum en Króatar eiga leik við Noreg.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira