Innlent

Sýknaður af ákæru um úrgangsleka

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Maðurinn var á leiðinni með sauðfé í slátrun. Fyrirstöðumennirnir á myndinni tengjast fréttinni ekki.
Maðurinn var á leiðinni með sauðfé í slátrun. Fyrirstöðumennirnir á myndinni tengjast fréttinni ekki. vísir/valli
Sláturbílsstjóri á Norðurlandi var á dögunum sýknaður af ákæru um að hafa ekið um með lifandi sauðfé án þess að bifreiðin væri búin safnþró eða safngeymi fyrir úrgang. Dómurinn var kveðinn upp af Héraðsdómi Norðurlands vestra í nóvember en ekki birtur fyrr en í gær.

Maðurinn var stöðvaður af eftirlitsmönnum Samgöngustofu í Akrahreppi í október 2015 þegar hann var á leið frá Öxarfirði til Sauðárkróks með sauðfé sem átti að slátra. Í skýrslu eftirlitsmanna kemur fram að úrgangur hafi lekið af bílnum.

Bílstjóranum var gefinn kostur á að ljúka málinu með sektargreiðslu. Þegar hann varð ekki við því var ákæra gefin út. Í skýrslutöku af honum fyrir dómi kom fram að bíllinn hefði verið útbúinn safngeymi og að hann hefði ekki orðið var við að úrgangur hefði lekið frá bílnum. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×