Útilokar ekki pólitíkina Magnús Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2017 09:30 Hanna og kötturinn Jara heima í Grjótaþorpinu þar sem ferðamennirnir streyma hjá á hverjum degi. Visir/Ernir Fyrir ári ákvað Hanna Styrmisdóttir að sækjast ekki eftir því að halda áfram sem stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík þrátt fyrir fjögur farsæl ár í starfi og mikla ástríðu fyrir menningu og listum. Hún hefur þó fullan hug á því að starfa áfram að framgangi listarinnar en baklandið er stórpólitískt þar sem hún er dóttir Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og Sigrúnar Finnbogadóttur. „Já, ég er fædd á milli pólitískra póla,“ segir Hanna og hlær. „Móðurafi minn, Finnbogi Rútur Valdimarsson, var sósíalisti og krati og bróðir Hannibals Valdimarssonar og móðuramma mín, Hulda Dóra Jakobsdóttir, var á sama stað í pólitík og afi. Þetta er umhverfið sem mamma kemur úr en pabbi hins vegar er alinn upp á hægri væng stjórnmálanna.Skoðanaskipti en ekki rætni Hanna segir að foreldrar hennar hafi vissulega tekist á um pólitík og að hún hafi verið alin upp við mjög líflegar pólitískar umræður. „Þetta er eitthvað sem synir okkar systra hafa líka alist upp við, að mynda sér sjálfstæða skoðun og færa rök fyrir henni. Mér finnst þess vegna eðlilegt að fólk takist á um hlutina en líka að það skipti um skoðun. Ég á kannski erfiðara með að skilja þegar fólk skiptir aldrei um skoðun. “ Hanna segist ekki geta neitað því að hún hafi stundum upplifað að á hana væri settur pólitískur stimpill vegna skoðana og starfa föður hennar. „Ég var ekki fyrr komin á þann aldur að fara út að skemmta mér í bænum en fólk var farið að setjast um mig og skamma mig fyrir skoðanir pabba. En mín pólitík er ekki endurómun á hans pólitík. Mér fannst ekki alltaf auðvelt að fylgjast með umræðunni um Styrmi Gunnarsson en smám saman hætti það að snerta mig jafn mikið. Fólk hefur sínar skoðanir og tjáir þær og það er óhjákvæmilegt þegar einhver er í stöðu eins og hann að því fylgi átök um manninn og störf hans. Þegar ég fór að vinna sem stjórnandi Listahátíðar áttaði ég mig á að það sama á við um menningarsviðið og að menningarpólitíkin getur verið erfið líka. Stundum geta þau átök jafnvel verið harðari en á hinu pólitíska sviði. En það er mikilvægt að greina á milli málefnalegra skoðanaskipta og pólitískra átaka annars vegar og persónulegrar rætni hins vegar.“Visir/ErnirMamma og veikindin Þrátt fyrir allt þetta pólitíska bakland valdi Hanna listina sem var ekki síður stór hluti af æsku hennar og uppvexti. „Það var mikið um listamenn í kringum báðar fjölskyldur mínar og ég var sjálf síteiknandi, aðallega myndasögur um mömmur og stelpurnar þeirra.“ Snerist það um veikindi móður þinnar? grípur blaðamaður fram í og virðist ekki kunna mannasiði en Hanna svarar hin rólegasta: „Nei, ég var ekki að teikna um það, a.m.k. var ég ekki meðvituð um það á þeim tíma. Ég var bara nýfædd þegar mamma veiktist og í raun og veru tók mig langan tíma að skilja að þetta var ekki alveg venjulegt ástand. Veikindi hennar byrjuðu sem fæðingarþunglyndi sem var reyndar sérstaklega erfitt í hennar tilfelli. Ég fæddist með skarð í góm og vör sem var foreldrum mínum mikið áfall. Fyrst var þeim sagt að það yrði ekki hægt að laga það en svo fór ég í aðgerð þegar ég var sex mánaða og þetta reyndist ekki svo alvarlegt mál. Hugsanlega hefði mamma veikst þó að þetta hefði ekki komið til en það er ekki hægt að vita það fyrir víst. Þegar ég var fjögurra mánaða var hún greind með geðklofa. Þá var hún orðin mjög veik og það hafði gerst mjög hratt. Síðar var hún greind með geðhvarfasýki.“ Hanna gefur sér góðan tíma til þess að hugsa næstu hugsun. „Við vorum mjög nánar og mjög líkar en samband okkar var alltaf erfitt líka. Ég var á fullorðinsárum ekki sátt við að finnast ég á einhvern hátt bera ábyrgð á því að hún hefði veikst. Það er alþekkt að börn kenna sér um ef eitthvað er að hjá foreldrum þeirra og mögulega ýtti mamma stundum undir það í veikindum sínum. Ég var líka hörð í þeirri afstöðu að hlífa henni ekki vegna veikindanna. Þetta var mamma mín og hún var svona. Við tókumst mikið á en vorum líka mjög góðar hvor við aðra. Þetta var mjög líflegt samband og mamma var óvenjuleg og heillandi manneskja. Og yndisleg. Ég sakna hennar mjög mikið.“ Hanna fær sér sopa af kaffinu og bætir svo við að fólk átti sig ekki alltaf á því hvað svona veikindi eru mikið áfall, bæði fyrir aðstandendur og þann sem veikist. „Mamma var 24 ára þegar hún veiktist og þurfti að horfast í augu við að lífið sem hún hafði séð fyrir sér myndi ekki verða. Þetta er sjúkdómur sem getur komið upp hvenær sem er og maður veit aldrei hvað er fram undan. Á milli veikindatímabila ríkir ákveðið áfallsástand og mikil sorg. Í raun held ég að við höfum öll fjölskyldan þjáðst af krónískri áfallastreituröskun. En það voru líka yndislegir tímar og seinna varð mamma mjög mikilvægur aðili í uppeldi strákanna okkar Huldu systur minnar.“Þetta gerðist bara Hanna stundaði tungumálanám á unglingsárum og eftir það lá leiðin meðal annars til Parísar og New York í myndlistarnám við Parsons School of Design og í kjölfarið var hún víðar við nám og störf. Það fór þó svo að hún fór að starfa í menningarheiminum heima á Íslandi. „Þórunn Sigurðardóttir réð mig í fyrsta stóra verkefnið mitt á þessum vettvangi en þá var hún stjórnandi Menningarborgarinnar. Ég var ekki fyrr búin að taka við verkefninu en ég komst að því að ég væri ólétt og var dauðhrædd þegar ég fór að segja Þórunni frá því. Hún tók því mjög vel, samgladdist mér bara og fannst þetta nú ekki mikið mál. Ég fann fljótlega að það hentaði mér vel að breyta nálgun minni að listinni. Ég á auðvelt með að skrifa og tjá mig og hafa yfirsýn yfir stór og flókin verkefni. Þetta er ekki hefðbundinn ferill og hann þróaðist án þess að ég væri með einhverja endastöð í huga. Fljótlega fór ég að vinna við fræðslu í Listasafni Reykjavíkur og síðan við sýningarstjórn, kennslu, fjölmiðlatengsl og ýmis önnur fjölbreytt verkefni.“ Hanna lagði eigin listsköpun á hilluna og hún segir að tvennt hafi komið til. „Annars vegar var það egóið, ég segi egó því þegar ég var nokkrum árum síðar að læra gagnrýnin fræði við Listaháskólann í Malmö þá sagði Gertrude Sandqvist, rektor skólans og leiðbeinandi minn, við mig: „Hanna, þú hefur ekki nógu stórt egó.““ Hanna hlær við tilhugsunina og viðurkennir að hún hafði aldrei velt þessu fyrir sér á þann hátt. „ Ég var að minnsta kosti ekki sannfærð um að ég hefði eitthvað fram að færa sem myndlistarmaður. En síðan var það líka þannig að þegar ég fór að vinna í myndlist þá komu upp erfiðir hlutir.“ Var það úr æsku þinni? „Ég ímynda mér það,“ segir Hanna og staldrar við. „En svo má líka segja að þó að myndlist hafi legið vel fyrir mér þá var það ekki endilega sá miðill sem hentaði mér best. Ég er mjög sátt við hvernig hlutirnir þróuðust en ég veit ekkert hvernig þeir halda áfram að þróast, það er annað mál. En það sem ég hef unnið við hefur mér þótt mjög gefandi og skapandi.“Visir/ErnirSátt við mistökin Árið 2012 tók Hanna við Listahátíð í Reykjavík sem listrænn stjórnandi og var í því starfi næstu fjögur ár. En þetta var nú kannski ekki besti tíminn í íslensku efnahagslífi? „Nei, það er óhætt að segja það,“ segir Hanna. „Þetta er gríðarlega skemmtilegt og krefjandi starf og það er mjög gaman að takast á við áskorun af þessu tagi. Því fylgir að sjálfsögðu mikið vinnuálag og það eykst í beinu hlutfalli við niðurskurð sem var mjög verulegur á Listahátíð allt frá hruni. Á endanum kemur það niður á mannauðnum. Þegar ég tók við starfinu byrjaði ég á að eiga fundi með öllum helstu samstarfsstofnunum Listahátíðar og fann víða fyrir áhuga á að hátíðin yrði að tvíæringi á ný. Sá áhugi var til staðar á hinu pólitíska sviði líka, ekki til þess að skera enn frekar niður til hátíðarinnar, heldur þvert á móti til að efla hana og byggja upp á ný. Listahátíð er viðamikil og fjölbreytt þverfagleg hátíð, með merka sögu, og á veigamikinn stað í íslensku menningarlífi og samfélagi sem mikilvægt er að standa vörð um. Hún starfar líka með listamönnum og menningarstofnunum sem skipuleggja starf sitt langt fram í tímann og hátíðin þarf að geta gert það líka. Þess vegna var það hagsmunamál að hún yrði að tvíæringi á ný og mig langaði mikið til að stýra slíkri hátíð. Það á vel við mig að hafa góðan tíma til að ná saman ólíkum þráðum og hugsunum, leyfa þeim að gerjast hægt, en svo er ég hamhleypa til verka þegar kemur að framkvæmd þeirra.“ Hanna segir að það hafi gerst skyndilega að hún hafi ákveðið að sækjast ekki eftir að stýra Listahátíð áfram. „Tveimur mánuðum áður en síðasta hátíðin mín hófst lést mamma eftir mjög alvarleg og erfið veikindi.“ Nú þagnar Hanna og það er eilítið eins og hún sé aftur komin til þessa erfiða tíma. Hún játar því að þessi mikla saga á milli þeirra mæðgna hafi aukið enn á áfallið. Hún segist þó í raun ekki hafa hugmynd um hvernig hún hafi tekist á við þetta á þessum tíma. „Ég upplifði djúpa sorg. Við venjulegar aðstæður hefði ég tekið mér frí frá störfum en það er ekki hægt svona skömmu fyrir hátíð. Þegar ég lít til baka skil ég varla hvernig þetta hafðist.“ Nú er eins og Hönnu vefjist aðeins tunga um tönn og svo bætir hún við: „Þetta var mjög flókin sorg. En það var í kringum mig á Listahátíð afskaplega gott fólk og stuðningsnet fjölskyldu og vina kikkar inn þegar eitthvað svona gerist. Ég fékk ómetanlegan stuðning frá mörgum, sérstaklega frá einum manni sem er mér mjög nákominn.“ Svo líður þessu tími, Listahátíð hefst og henni lýkur og hvað þá? „Starf listræns stjórnanda er auglýst á fjögurra ára fresti og það var gert viku eftir að hátíðinni lauk. Ég hafði í raun ekki gert upp við mig hvað ég vildi gera, hafði efasemdir um að Listahátíð væri áfram réttur vettvangur fyrir mig eftir þetta erfiða tímabil. Svo vaknaði ég einn morguninn og vissi að ég þurfti að fara í annað samhengi og ákvað að sækjast ekki eftir endurráðningu. Ég er manneskja sem þarf á mikilli hreyfingu að halda, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, og ég á ekki gott með að sjá mig á sama stað í heilan áratug. Það var rétt ákvörðun.“ Hefurðu ekkert séð eftir því? „Það er erfitt að hætta í svona starfi og það kom tímabil þar sem ég fann fyrir því. Ég hafði verið vakin og sofin yfir Listahátíð í fjögur ár. Þegar ég var búin að taka þessa ákvörðun vissi ég að það skipti máli að ég færi ekki út með einhverjar flóknar tilfinningar og eftirsjá. Það hefði verið rangt gagnvart sjálfri mér og þeim sem tók við starfinu að geta ekki rofið þessi tengsl við hátíðina og gengið frá henni, sátt. Mér þykir mjög vænt um það sem ég gerði þar og ég á góðar minningar úr starfinu, bæði um samstarfsfólk og verkefni og þá mörgu listamenn sem við unnum með. Ég hef breitt áhugasvið í listum og það skiptir mig miklu máli að hafa höfðað til breiðs hóps almennings og jafnframt starfað með breiðum hópi listamanna. Það er það sem Listahátíð gerir, hún þjónar almenningi og hún þjónar listinni. Það er margt sem ég er ánægð með og þakklát fyrir. Ég gerði líka fullt af mistökum og mér þykir líka vænt um þau. Maður lærir svo mikið af þeim.“Visir/ErnirList og ferðamenn Hanna hefur verið að vinna að ýmsum verkefnum undanfarið en hún er líka að hugsa um hvað það er sem hún vill gera ef hún ætlar að búa áfram á Íslandi. Hún segir að það skipti hana miklu máli að snúa sér í auknum mæli að myndlist aftur. „Mér fannst mjög mikilvægt á Listahátíð að gæta þess að jafnvægi væri á milli listgreina þar sem hátíðin er þverfagleg, en ég var líka farin að sakna myndlistarinnar.“ Og skilyrði listarinnar, starfsskilyrði stofnana og listamanna á Íslandi, eru Hönnu hugleikið viðfangsefni. „Hér eru einstaka stofnanir fjármagnaðar sæmilega en aðrar þannig að þær eiga jafnvel erfitt með að sinna hlutverki sínu. Tökum myndlistina sem dæmi: Það er ekkert ódýrara að setja upp myndlistarsýningu en leiklistarsýningu. Munurinn á fjármögnun leikhúsa og safna liggur helst í því að þeir sem vinna í leikhúsi fá allir greitt fyrir sína vinnu, hvernig svo sem þau laun eru. Hið sama á ekki að öllu leyti við um myndlistina en ég tek fram að það á ekki bara við um Ísland. Ég hef áhuga á því að beita mér fyrir breyttri afstöðu til þessara mála og reyndar hefur verið unnið ötullega að því á síðustu misserum að bæta starfsskilyrði á vettvangi myndlistar. Ég hef líka áhuga á því að stuðla að enn auknum alþjóðlegum tengslum á þessu sviði. Tengsl eru áhugaverður hlutur því tengslanet hefur ekkert að segja ef þú getur ekki nýtt það. Það þarf ákveðnar aðstæður til að það sé hægt og þær snúast mikið um fjármagn. Síðan er ég líka með minn bakgrunn sem leiðsögumaður eftir að hafa starfað við það í 25 ár á sumrin með einhverjum hléum og ég er mjög hugsi yfir þróuninni í heiminum í ferðamálum. En svo að ég haldi mig við Ísland, þá hefur verið unnið markvisst að því á síðustu árum að gera Reykjavík að áfangastað menningarferðamanna og sumt hefur tekist mjög vel og annað ekki, eins og gengur og gerist.“ Hanna leggur áherslu á að margt verði að koma til ef á að virkja þessa auðlind til fulls. „Liststofnanir verða að hafa fjármagnið, tengslanetið og þekkinguna – mannauðinn – til þess að skapa þær aðstæður sem til þarf, verkefni og viðburði sem laða hingað ferðamenn sem ferðast gagngert í þeim tilgangi að njóta menningar og lista. Þannig ferðast menningarferðamenn. Ég þekki það því að ég er menningarferðamaður. Svo þarf að miðla því starfi alþjóðlega, til réttra markhópa hverju sinni. Það er gríðarlega stórt verkefni og það er er ekki bara menningarmál heldur snertir það mörg önnur svið þjóðlífsins.?Aukin fjárframlög Hanna er á því að það sé mun meira verið að gera í þessum málum en blasi við sjónum því að breytingar hér hafi verið hraðar og það taki alltaf tíma áður en árangur stefnumótunarvinnu lítur dagsins ljós. En hvernig sérð þú fyrir þér að koma að þessi verkefni? Ertu þarna ekki komin með annan fótinn inn í pólitík? Hanna hikar með svarið en svo er það afdráttarlaust: „Jú. Það hefur alltaf blundað í mér líka og ég hef oft velt því fyrir mér. Sé enga ástæðu til þess að útiloka það. En þar sem það eru sveitarstjórnarkosningar í vor er kannski rétt að taka fram að ég myndi fara í landspólitík,“ segir Hanna og hlær. En þegar þú talar um ferðamálin og menninguna þá er ekki annað að heyra en að þú lítir svo á að menning og listir hafi setið eftir og að staða menningarstofnana sé alvarleg. „Listir eru mitt starfssvið og ástríða og það er eðlilegt að maður berjist fyrir sínum málaflokki. Eftir hrun var íslenskt samfélag á barmi gjaldþrots og þá eru listir ekki það fyrsta sem fólk hugsar um. Það er óhjákvæmilegt við slíkar aðstæður að velferðarmál hafi forgang en núna eru efnahagsaðstæður gjörbreyttar og það hlýtur að gefa tilefni til að huga að því hvernig þær aðstæður verða nýttar. Samfélagið er að breytast mjög hratt enda koma hingað á ársgrundvelli fimm sinnum fleiri en búa í landinu. Stór hluti þess fólks vill fá innsýn í menningu, og þá á ég við samtímamenningu og -listir, í landinu til þess að dýpka þekkingu sína og skilning á þessu samfélagi. Ég áttaði mig á þessu sem leiðsögumaður á hálendinu fyrir langalöngu. Á hverjum degi fylgist ég með miklum fjölda fólks hér í miðbænum og ég veit hvað það er mikið að gerast í íslensku menningarlífi. Það þarf átak til þess að tengja þetta tvennt saman með markvissari hætti. Ég segi þetta vitandi að það er unnið að því á öllum sviðum. En við verðum líka að átta okkur á að við getum ekki náð til þessa fólks og laðað hingað menningarferðamenn í þeim gagngera tilgangi að sækja menningarviðburði, án þess að auka fjárframlög til menningar.“ Hanna segir að í dag sé hún að vinna að verkefnum sem vonandi eigi eftir að stuðla að framförum í þessum efnum. „Mér finnst þetta mjög áhugavert og ég hef áhuga á því í framtíðinni að starfa á þessum nótum, koma að stefnumótun og að því að skapa nýjar aðstæður eða skilyrði, frekar en að fara inn í vistkerfi menningarinnar sem er til staðar og vinna innan þess.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. ágúst. Menning Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fyrir ári ákvað Hanna Styrmisdóttir að sækjast ekki eftir því að halda áfram sem stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík þrátt fyrir fjögur farsæl ár í starfi og mikla ástríðu fyrir menningu og listum. Hún hefur þó fullan hug á því að starfa áfram að framgangi listarinnar en baklandið er stórpólitískt þar sem hún er dóttir Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og Sigrúnar Finnbogadóttur. „Já, ég er fædd á milli pólitískra póla,“ segir Hanna og hlær. „Móðurafi minn, Finnbogi Rútur Valdimarsson, var sósíalisti og krati og bróðir Hannibals Valdimarssonar og móðuramma mín, Hulda Dóra Jakobsdóttir, var á sama stað í pólitík og afi. Þetta er umhverfið sem mamma kemur úr en pabbi hins vegar er alinn upp á hægri væng stjórnmálanna.Skoðanaskipti en ekki rætni Hanna segir að foreldrar hennar hafi vissulega tekist á um pólitík og að hún hafi verið alin upp við mjög líflegar pólitískar umræður. „Þetta er eitthvað sem synir okkar systra hafa líka alist upp við, að mynda sér sjálfstæða skoðun og færa rök fyrir henni. Mér finnst þess vegna eðlilegt að fólk takist á um hlutina en líka að það skipti um skoðun. Ég á kannski erfiðara með að skilja þegar fólk skiptir aldrei um skoðun. “ Hanna segist ekki geta neitað því að hún hafi stundum upplifað að á hana væri settur pólitískur stimpill vegna skoðana og starfa föður hennar. „Ég var ekki fyrr komin á þann aldur að fara út að skemmta mér í bænum en fólk var farið að setjast um mig og skamma mig fyrir skoðanir pabba. En mín pólitík er ekki endurómun á hans pólitík. Mér fannst ekki alltaf auðvelt að fylgjast með umræðunni um Styrmi Gunnarsson en smám saman hætti það að snerta mig jafn mikið. Fólk hefur sínar skoðanir og tjáir þær og það er óhjákvæmilegt þegar einhver er í stöðu eins og hann að því fylgi átök um manninn og störf hans. Þegar ég fór að vinna sem stjórnandi Listahátíðar áttaði ég mig á að það sama á við um menningarsviðið og að menningarpólitíkin getur verið erfið líka. Stundum geta þau átök jafnvel verið harðari en á hinu pólitíska sviði. En það er mikilvægt að greina á milli málefnalegra skoðanaskipta og pólitískra átaka annars vegar og persónulegrar rætni hins vegar.“Visir/ErnirMamma og veikindin Þrátt fyrir allt þetta pólitíska bakland valdi Hanna listina sem var ekki síður stór hluti af æsku hennar og uppvexti. „Það var mikið um listamenn í kringum báðar fjölskyldur mínar og ég var sjálf síteiknandi, aðallega myndasögur um mömmur og stelpurnar þeirra.“ Snerist það um veikindi móður þinnar? grípur blaðamaður fram í og virðist ekki kunna mannasiði en Hanna svarar hin rólegasta: „Nei, ég var ekki að teikna um það, a.m.k. var ég ekki meðvituð um það á þeim tíma. Ég var bara nýfædd þegar mamma veiktist og í raun og veru tók mig langan tíma að skilja að þetta var ekki alveg venjulegt ástand. Veikindi hennar byrjuðu sem fæðingarþunglyndi sem var reyndar sérstaklega erfitt í hennar tilfelli. Ég fæddist með skarð í góm og vör sem var foreldrum mínum mikið áfall. Fyrst var þeim sagt að það yrði ekki hægt að laga það en svo fór ég í aðgerð þegar ég var sex mánaða og þetta reyndist ekki svo alvarlegt mál. Hugsanlega hefði mamma veikst þó að þetta hefði ekki komið til en það er ekki hægt að vita það fyrir víst. Þegar ég var fjögurra mánaða var hún greind með geðklofa. Þá var hún orðin mjög veik og það hafði gerst mjög hratt. Síðar var hún greind með geðhvarfasýki.“ Hanna gefur sér góðan tíma til þess að hugsa næstu hugsun. „Við vorum mjög nánar og mjög líkar en samband okkar var alltaf erfitt líka. Ég var á fullorðinsárum ekki sátt við að finnast ég á einhvern hátt bera ábyrgð á því að hún hefði veikst. Það er alþekkt að börn kenna sér um ef eitthvað er að hjá foreldrum þeirra og mögulega ýtti mamma stundum undir það í veikindum sínum. Ég var líka hörð í þeirri afstöðu að hlífa henni ekki vegna veikindanna. Þetta var mamma mín og hún var svona. Við tókumst mikið á en vorum líka mjög góðar hvor við aðra. Þetta var mjög líflegt samband og mamma var óvenjuleg og heillandi manneskja. Og yndisleg. Ég sakna hennar mjög mikið.“ Hanna fær sér sopa af kaffinu og bætir svo við að fólk átti sig ekki alltaf á því hvað svona veikindi eru mikið áfall, bæði fyrir aðstandendur og þann sem veikist. „Mamma var 24 ára þegar hún veiktist og þurfti að horfast í augu við að lífið sem hún hafði séð fyrir sér myndi ekki verða. Þetta er sjúkdómur sem getur komið upp hvenær sem er og maður veit aldrei hvað er fram undan. Á milli veikindatímabila ríkir ákveðið áfallsástand og mikil sorg. Í raun held ég að við höfum öll fjölskyldan þjáðst af krónískri áfallastreituröskun. En það voru líka yndislegir tímar og seinna varð mamma mjög mikilvægur aðili í uppeldi strákanna okkar Huldu systur minnar.“Þetta gerðist bara Hanna stundaði tungumálanám á unglingsárum og eftir það lá leiðin meðal annars til Parísar og New York í myndlistarnám við Parsons School of Design og í kjölfarið var hún víðar við nám og störf. Það fór þó svo að hún fór að starfa í menningarheiminum heima á Íslandi. „Þórunn Sigurðardóttir réð mig í fyrsta stóra verkefnið mitt á þessum vettvangi en þá var hún stjórnandi Menningarborgarinnar. Ég var ekki fyrr búin að taka við verkefninu en ég komst að því að ég væri ólétt og var dauðhrædd þegar ég fór að segja Þórunni frá því. Hún tók því mjög vel, samgladdist mér bara og fannst þetta nú ekki mikið mál. Ég fann fljótlega að það hentaði mér vel að breyta nálgun minni að listinni. Ég á auðvelt með að skrifa og tjá mig og hafa yfirsýn yfir stór og flókin verkefni. Þetta er ekki hefðbundinn ferill og hann þróaðist án þess að ég væri með einhverja endastöð í huga. Fljótlega fór ég að vinna við fræðslu í Listasafni Reykjavíkur og síðan við sýningarstjórn, kennslu, fjölmiðlatengsl og ýmis önnur fjölbreytt verkefni.“ Hanna lagði eigin listsköpun á hilluna og hún segir að tvennt hafi komið til. „Annars vegar var það egóið, ég segi egó því þegar ég var nokkrum árum síðar að læra gagnrýnin fræði við Listaháskólann í Malmö þá sagði Gertrude Sandqvist, rektor skólans og leiðbeinandi minn, við mig: „Hanna, þú hefur ekki nógu stórt egó.““ Hanna hlær við tilhugsunina og viðurkennir að hún hafði aldrei velt þessu fyrir sér á þann hátt. „ Ég var að minnsta kosti ekki sannfærð um að ég hefði eitthvað fram að færa sem myndlistarmaður. En síðan var það líka þannig að þegar ég fór að vinna í myndlist þá komu upp erfiðir hlutir.“ Var það úr æsku þinni? „Ég ímynda mér það,“ segir Hanna og staldrar við. „En svo má líka segja að þó að myndlist hafi legið vel fyrir mér þá var það ekki endilega sá miðill sem hentaði mér best. Ég er mjög sátt við hvernig hlutirnir þróuðust en ég veit ekkert hvernig þeir halda áfram að þróast, það er annað mál. En það sem ég hef unnið við hefur mér þótt mjög gefandi og skapandi.“Visir/ErnirSátt við mistökin Árið 2012 tók Hanna við Listahátíð í Reykjavík sem listrænn stjórnandi og var í því starfi næstu fjögur ár. En þetta var nú kannski ekki besti tíminn í íslensku efnahagslífi? „Nei, það er óhætt að segja það,“ segir Hanna. „Þetta er gríðarlega skemmtilegt og krefjandi starf og það er mjög gaman að takast á við áskorun af þessu tagi. Því fylgir að sjálfsögðu mikið vinnuálag og það eykst í beinu hlutfalli við niðurskurð sem var mjög verulegur á Listahátíð allt frá hruni. Á endanum kemur það niður á mannauðnum. Þegar ég tók við starfinu byrjaði ég á að eiga fundi með öllum helstu samstarfsstofnunum Listahátíðar og fann víða fyrir áhuga á að hátíðin yrði að tvíæringi á ný. Sá áhugi var til staðar á hinu pólitíska sviði líka, ekki til þess að skera enn frekar niður til hátíðarinnar, heldur þvert á móti til að efla hana og byggja upp á ný. Listahátíð er viðamikil og fjölbreytt þverfagleg hátíð, með merka sögu, og á veigamikinn stað í íslensku menningarlífi og samfélagi sem mikilvægt er að standa vörð um. Hún starfar líka með listamönnum og menningarstofnunum sem skipuleggja starf sitt langt fram í tímann og hátíðin þarf að geta gert það líka. Þess vegna var það hagsmunamál að hún yrði að tvíæringi á ný og mig langaði mikið til að stýra slíkri hátíð. Það á vel við mig að hafa góðan tíma til að ná saman ólíkum þráðum og hugsunum, leyfa þeim að gerjast hægt, en svo er ég hamhleypa til verka þegar kemur að framkvæmd þeirra.“ Hanna segir að það hafi gerst skyndilega að hún hafi ákveðið að sækjast ekki eftir að stýra Listahátíð áfram. „Tveimur mánuðum áður en síðasta hátíðin mín hófst lést mamma eftir mjög alvarleg og erfið veikindi.“ Nú þagnar Hanna og það er eilítið eins og hún sé aftur komin til þessa erfiða tíma. Hún játar því að þessi mikla saga á milli þeirra mæðgna hafi aukið enn á áfallið. Hún segist þó í raun ekki hafa hugmynd um hvernig hún hafi tekist á við þetta á þessum tíma. „Ég upplifði djúpa sorg. Við venjulegar aðstæður hefði ég tekið mér frí frá störfum en það er ekki hægt svona skömmu fyrir hátíð. Þegar ég lít til baka skil ég varla hvernig þetta hafðist.“ Nú er eins og Hönnu vefjist aðeins tunga um tönn og svo bætir hún við: „Þetta var mjög flókin sorg. En það var í kringum mig á Listahátíð afskaplega gott fólk og stuðningsnet fjölskyldu og vina kikkar inn þegar eitthvað svona gerist. Ég fékk ómetanlegan stuðning frá mörgum, sérstaklega frá einum manni sem er mér mjög nákominn.“ Svo líður þessu tími, Listahátíð hefst og henni lýkur og hvað þá? „Starf listræns stjórnanda er auglýst á fjögurra ára fresti og það var gert viku eftir að hátíðinni lauk. Ég hafði í raun ekki gert upp við mig hvað ég vildi gera, hafði efasemdir um að Listahátíð væri áfram réttur vettvangur fyrir mig eftir þetta erfiða tímabil. Svo vaknaði ég einn morguninn og vissi að ég þurfti að fara í annað samhengi og ákvað að sækjast ekki eftir endurráðningu. Ég er manneskja sem þarf á mikilli hreyfingu að halda, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, og ég á ekki gott með að sjá mig á sama stað í heilan áratug. Það var rétt ákvörðun.“ Hefurðu ekkert séð eftir því? „Það er erfitt að hætta í svona starfi og það kom tímabil þar sem ég fann fyrir því. Ég hafði verið vakin og sofin yfir Listahátíð í fjögur ár. Þegar ég var búin að taka þessa ákvörðun vissi ég að það skipti máli að ég færi ekki út með einhverjar flóknar tilfinningar og eftirsjá. Það hefði verið rangt gagnvart sjálfri mér og þeim sem tók við starfinu að geta ekki rofið þessi tengsl við hátíðina og gengið frá henni, sátt. Mér þykir mjög vænt um það sem ég gerði þar og ég á góðar minningar úr starfinu, bæði um samstarfsfólk og verkefni og þá mörgu listamenn sem við unnum með. Ég hef breitt áhugasvið í listum og það skiptir mig miklu máli að hafa höfðað til breiðs hóps almennings og jafnframt starfað með breiðum hópi listamanna. Það er það sem Listahátíð gerir, hún þjónar almenningi og hún þjónar listinni. Það er margt sem ég er ánægð með og þakklát fyrir. Ég gerði líka fullt af mistökum og mér þykir líka vænt um þau. Maður lærir svo mikið af þeim.“Visir/ErnirList og ferðamenn Hanna hefur verið að vinna að ýmsum verkefnum undanfarið en hún er líka að hugsa um hvað það er sem hún vill gera ef hún ætlar að búa áfram á Íslandi. Hún segir að það skipti hana miklu máli að snúa sér í auknum mæli að myndlist aftur. „Mér fannst mjög mikilvægt á Listahátíð að gæta þess að jafnvægi væri á milli listgreina þar sem hátíðin er þverfagleg, en ég var líka farin að sakna myndlistarinnar.“ Og skilyrði listarinnar, starfsskilyrði stofnana og listamanna á Íslandi, eru Hönnu hugleikið viðfangsefni. „Hér eru einstaka stofnanir fjármagnaðar sæmilega en aðrar þannig að þær eiga jafnvel erfitt með að sinna hlutverki sínu. Tökum myndlistina sem dæmi: Það er ekkert ódýrara að setja upp myndlistarsýningu en leiklistarsýningu. Munurinn á fjármögnun leikhúsa og safna liggur helst í því að þeir sem vinna í leikhúsi fá allir greitt fyrir sína vinnu, hvernig svo sem þau laun eru. Hið sama á ekki að öllu leyti við um myndlistina en ég tek fram að það á ekki bara við um Ísland. Ég hef áhuga á því að beita mér fyrir breyttri afstöðu til þessara mála og reyndar hefur verið unnið ötullega að því á síðustu misserum að bæta starfsskilyrði á vettvangi myndlistar. Ég hef líka áhuga á því að stuðla að enn auknum alþjóðlegum tengslum á þessu sviði. Tengsl eru áhugaverður hlutur því tengslanet hefur ekkert að segja ef þú getur ekki nýtt það. Það þarf ákveðnar aðstæður til að það sé hægt og þær snúast mikið um fjármagn. Síðan er ég líka með minn bakgrunn sem leiðsögumaður eftir að hafa starfað við það í 25 ár á sumrin með einhverjum hléum og ég er mjög hugsi yfir þróuninni í heiminum í ferðamálum. En svo að ég haldi mig við Ísland, þá hefur verið unnið markvisst að því á síðustu árum að gera Reykjavík að áfangastað menningarferðamanna og sumt hefur tekist mjög vel og annað ekki, eins og gengur og gerist.“ Hanna leggur áherslu á að margt verði að koma til ef á að virkja þessa auðlind til fulls. „Liststofnanir verða að hafa fjármagnið, tengslanetið og þekkinguna – mannauðinn – til þess að skapa þær aðstæður sem til þarf, verkefni og viðburði sem laða hingað ferðamenn sem ferðast gagngert í þeim tilgangi að njóta menningar og lista. Þannig ferðast menningarferðamenn. Ég þekki það því að ég er menningarferðamaður. Svo þarf að miðla því starfi alþjóðlega, til réttra markhópa hverju sinni. Það er gríðarlega stórt verkefni og það er er ekki bara menningarmál heldur snertir það mörg önnur svið þjóðlífsins.?Aukin fjárframlög Hanna er á því að það sé mun meira verið að gera í þessum málum en blasi við sjónum því að breytingar hér hafi verið hraðar og það taki alltaf tíma áður en árangur stefnumótunarvinnu lítur dagsins ljós. En hvernig sérð þú fyrir þér að koma að þessi verkefni? Ertu þarna ekki komin með annan fótinn inn í pólitík? Hanna hikar með svarið en svo er það afdráttarlaust: „Jú. Það hefur alltaf blundað í mér líka og ég hef oft velt því fyrir mér. Sé enga ástæðu til þess að útiloka það. En þar sem það eru sveitarstjórnarkosningar í vor er kannski rétt að taka fram að ég myndi fara í landspólitík,“ segir Hanna og hlær. En þegar þú talar um ferðamálin og menninguna þá er ekki annað að heyra en að þú lítir svo á að menning og listir hafi setið eftir og að staða menningarstofnana sé alvarleg. „Listir eru mitt starfssvið og ástríða og það er eðlilegt að maður berjist fyrir sínum málaflokki. Eftir hrun var íslenskt samfélag á barmi gjaldþrots og þá eru listir ekki það fyrsta sem fólk hugsar um. Það er óhjákvæmilegt við slíkar aðstæður að velferðarmál hafi forgang en núna eru efnahagsaðstæður gjörbreyttar og það hlýtur að gefa tilefni til að huga að því hvernig þær aðstæður verða nýttar. Samfélagið er að breytast mjög hratt enda koma hingað á ársgrundvelli fimm sinnum fleiri en búa í landinu. Stór hluti þess fólks vill fá innsýn í menningu, og þá á ég við samtímamenningu og -listir, í landinu til þess að dýpka þekkingu sína og skilning á þessu samfélagi. Ég áttaði mig á þessu sem leiðsögumaður á hálendinu fyrir langalöngu. Á hverjum degi fylgist ég með miklum fjölda fólks hér í miðbænum og ég veit hvað það er mikið að gerast í íslensku menningarlífi. Það þarf átak til þess að tengja þetta tvennt saman með markvissari hætti. Ég segi þetta vitandi að það er unnið að því á öllum sviðum. En við verðum líka að átta okkur á að við getum ekki náð til þessa fólks og laðað hingað menningarferðamenn í þeim gagngera tilgangi að sækja menningarviðburði, án þess að auka fjárframlög til menningar.“ Hanna segir að í dag sé hún að vinna að verkefnum sem vonandi eigi eftir að stuðla að framförum í þessum efnum. „Mér finnst þetta mjög áhugavert og ég hef áhuga á því í framtíðinni að starfa á þessum nótum, koma að stefnumótun og að því að skapa nýjar aðstæður eða skilyrði, frekar en að fara inn í vistkerfi menningarinnar sem er til staðar og vinna innan þess.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. ágúst.
Menning Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira