Innlent

Afhenda ber rannsóknargögn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vísindasiðanefnd hafði áður hafnað því að veita aðgang að gögnunum þar sem Sigurður Yngvi Kristinsson og Háskóli Íslands hefðu fjárhagslega hagsmuni af því að þeim yrði haldið leyndum.
Vísindasiðanefnd hafði áður hafnað því að veita aðgang að gögnunum þar sem Sigurður Yngvi Kristinsson og Háskóli Íslands hefðu fjárhagslega hagsmuni af því að þeim yrði haldið leyndum. vísir/vilhelm
Vísindasiðanefnd ber að afhenda gögn sem tengjast rannsókn Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors í blóðsjúkdómum, á skimun fyrir góðkynja einstofna mótefnahækkun. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Vísindasiðanefnd hafnaði því að veita aðgang að rannsóknaráætlun rannsóknarinnar þar sem HÍ og Sigurður Yngvi hefðu fjárhagslega hagsmuni af því hvort aðgangur yrði veittur að gögnunum. Ekki væri skylt að afhenda upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni aðila. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×