Fór úr lögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr Minden Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. apríl 2017 12:14 Seabed Constructor í Reykjavíkurhöfn á mánudag meðan skipstjóri og tveir áhafnarmeðlimir voru í skýrslutöku hjá lögreglu. Leiga skipsins er talin vera um eða yfir 10 milljónir króna á dag. Vísir/Eyþór Landhelgisgæslan hefur hætt afskiptum af fjársjóðsleitarskipinu Seabed Constructor og skipið er farið úr efnahagslögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr flaki þýska skipsins Minden. Óvíst er hvenær það snýr aftur en það getur ekki hafið leit að nýju án leyfis Umhverfisstofnunar. Leitar- og rannsóknarskipinu Seabed Constructor var beint til hafnar sunnudagsmorguninn 9. apríl og voru skipstjóri og tveir áhafnarmeðlimir í kjölfarið yfirheyrðir af lögreglu vegna gruns um að skipið hafi ekki haft heimild til þess að athafna sig innan íslensku efnahagslögsögunnar. Mönnunum var síðan sleppt að lokinni yfirheyrslu en tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar fóru um borð í Seabed Constructor og fylgdu skipinu aftur út í lögsöguna. Það var tilviljun að starfsmenn Landhelgisgæslunnar urðu varir við skipið í sérstöku ratsjárkerfi en skipið hafði ekki tilkynnt komu sína inn í efnahagslögsöguna. Þá hafði skipið heldur ekki upplýst í hvaða tilgangi það væri hér en svo virðist sem skipstjóri og áhafnarmeðlimir Seabed Constructor hafi talið að því bæri engin skylda til tilkynningar um för sína. Tilgangur ferðarinnar var rannsókn á flaki þýska skipsins Minden sem var sökkt af áhafnarmeðlimum árið 1939. Minden er 4.300 tonna flutningaskip sem var smíðað 1921. Flakið liggur á hafsbotni á tvö þúsund metra dýpi 120 sjómílur eða 240 kílómetra suðaustur af Kötlutanga. Þegar skipstjóri leitarskipsins Seabed Constructor fékk tilkynningu frá Landhelgisgæslunni um að skipinu bæri að snúa umsvifalaust til hafnar á sunnudag voru áhafnarmeðlimir þegar byrjaðir að athafna sig nálægt flaki Minden á hafsbotni og voru búnir að skera í flakið með sérstökum búnaði. Frá þessu var fyrst greint á Mbl.is Að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu var skipstjóra og tveimur áhafnarmeðlimum sleppt en tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar fóru um borð. Eftir að Seabed Constructor kom aftur að flakinu var búnaður sem var notaður á hafsbotni sóttur og á skírdag kom þyrla Landhelgisgæslunnar og sótti starfsmenn gæslunnar sem höfðu fylgt skipinu í tvo sólarhringa. Eftir því sem næst verður komist var Seabed Constructor að leita að gulli og silfri sem talið er leynast í flaki Minden.Auðunn Kristinsson verkefnisstjóri á aðgerðasviði LandhelgisgæslunnarHvers vegna fóru starfsmenn Landhelgisgæslunnar um borð? „Þeir fóru með til að tryggja að fyrirmælum Landhelgisgæslunnar væri fylgt og það væri ekkert átt frekar við flakið heldur en heimildir skipsins leyfðu,“ segir Auðunn Kristinsson verkefnisstjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar. Auðunn segir að Seabed Constructor hafi siglt til Englands að lokinni veru sinni hér og starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafi verið sóttir af þeirri ástæðu. Verkefni þeirra um borð hafi verið lokið.Var enginn farmur eða voru engin verðmæti sótt úr flakinu? „Nei, ekki á meðan við vorum um borð. Núna geri ég ráð fyrir að ef þeir hafa áhuga á að fara aftur að flakinu að þeir sæki leyfi til íslenskra yfirvalda og það er ómögulegt að segja hvenær þeir gera það. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun meta það svo að það sé leyfisskyld framkvæmd að rífa flakið og fara inn í það með tilliti til umhverfissjónarmiða. Í raun og veru vita menn ekkert í dag hvort það séu mengandi efni um borð í flakinu og hvaða efni. Það þarf að skera úr um það í leyfisferlinu,“ segir Auðunn Kristinsson. Upp kom lögfræðileg óvissa um hvort Seabed Constructor gæti athafnað sig innan efnahagslögsögunnar án sérstaks leyfis samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Utanríkisráðuneytið taldi að skipið væri í fullum rétti en Umhverfisstofnun taldi að þörf væri á sérstakri heimild í ljósi þeirrar áhættu sem fylgdi leiðangrinum fyrir umhverfið. Tengdar fréttir Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32 Kom sér illa að hafa ekki SIF Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að vegna fjárhagsstöðu gæslunnar sé útlit fyrir að hún verði aftur leigð til erlendra verkefna síðar á árinu. 12. apríl 2017 07:00 Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41 Fá ekki að halda áfram rannsóknum án leyfis Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar með í för að sækja búnað sem er á vettvangi 10. apríl 2017 19:30 Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10 Fjársjóðsleit eða er skipið yfirvarp? Leiga á rannsóknaskipi eins og Seabed Constructor er um 10 milljónir á dag. Landhelgisgæslan hafði fylgst með skipinu dögum saman áður en það var fært til hafnar. 11. apríl 2017 07:00 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur hætt afskiptum af fjársjóðsleitarskipinu Seabed Constructor og skipið er farið úr efnahagslögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr flaki þýska skipsins Minden. Óvíst er hvenær það snýr aftur en það getur ekki hafið leit að nýju án leyfis Umhverfisstofnunar. Leitar- og rannsóknarskipinu Seabed Constructor var beint til hafnar sunnudagsmorguninn 9. apríl og voru skipstjóri og tveir áhafnarmeðlimir í kjölfarið yfirheyrðir af lögreglu vegna gruns um að skipið hafi ekki haft heimild til þess að athafna sig innan íslensku efnahagslögsögunnar. Mönnunum var síðan sleppt að lokinni yfirheyrslu en tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar fóru um borð í Seabed Constructor og fylgdu skipinu aftur út í lögsöguna. Það var tilviljun að starfsmenn Landhelgisgæslunnar urðu varir við skipið í sérstöku ratsjárkerfi en skipið hafði ekki tilkynnt komu sína inn í efnahagslögsöguna. Þá hafði skipið heldur ekki upplýst í hvaða tilgangi það væri hér en svo virðist sem skipstjóri og áhafnarmeðlimir Seabed Constructor hafi talið að því bæri engin skylda til tilkynningar um för sína. Tilgangur ferðarinnar var rannsókn á flaki þýska skipsins Minden sem var sökkt af áhafnarmeðlimum árið 1939. Minden er 4.300 tonna flutningaskip sem var smíðað 1921. Flakið liggur á hafsbotni á tvö þúsund metra dýpi 120 sjómílur eða 240 kílómetra suðaustur af Kötlutanga. Þegar skipstjóri leitarskipsins Seabed Constructor fékk tilkynningu frá Landhelgisgæslunni um að skipinu bæri að snúa umsvifalaust til hafnar á sunnudag voru áhafnarmeðlimir þegar byrjaðir að athafna sig nálægt flaki Minden á hafsbotni og voru búnir að skera í flakið með sérstökum búnaði. Frá þessu var fyrst greint á Mbl.is Að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu var skipstjóra og tveimur áhafnarmeðlimum sleppt en tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar fóru um borð. Eftir að Seabed Constructor kom aftur að flakinu var búnaður sem var notaður á hafsbotni sóttur og á skírdag kom þyrla Landhelgisgæslunnar og sótti starfsmenn gæslunnar sem höfðu fylgt skipinu í tvo sólarhringa. Eftir því sem næst verður komist var Seabed Constructor að leita að gulli og silfri sem talið er leynast í flaki Minden.Auðunn Kristinsson verkefnisstjóri á aðgerðasviði LandhelgisgæslunnarHvers vegna fóru starfsmenn Landhelgisgæslunnar um borð? „Þeir fóru með til að tryggja að fyrirmælum Landhelgisgæslunnar væri fylgt og það væri ekkert átt frekar við flakið heldur en heimildir skipsins leyfðu,“ segir Auðunn Kristinsson verkefnisstjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar. Auðunn segir að Seabed Constructor hafi siglt til Englands að lokinni veru sinni hér og starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafi verið sóttir af þeirri ástæðu. Verkefni þeirra um borð hafi verið lokið.Var enginn farmur eða voru engin verðmæti sótt úr flakinu? „Nei, ekki á meðan við vorum um borð. Núna geri ég ráð fyrir að ef þeir hafa áhuga á að fara aftur að flakinu að þeir sæki leyfi til íslenskra yfirvalda og það er ómögulegt að segja hvenær þeir gera það. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun meta það svo að það sé leyfisskyld framkvæmd að rífa flakið og fara inn í það með tilliti til umhverfissjónarmiða. Í raun og veru vita menn ekkert í dag hvort það séu mengandi efni um borð í flakinu og hvaða efni. Það þarf að skera úr um það í leyfisferlinu,“ segir Auðunn Kristinsson. Upp kom lögfræðileg óvissa um hvort Seabed Constructor gæti athafnað sig innan efnahagslögsögunnar án sérstaks leyfis samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Utanríkisráðuneytið taldi að skipið væri í fullum rétti en Umhverfisstofnun taldi að þörf væri á sérstakri heimild í ljósi þeirrar áhættu sem fylgdi leiðangrinum fyrir umhverfið.
Tengdar fréttir Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32 Kom sér illa að hafa ekki SIF Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að vegna fjárhagsstöðu gæslunnar sé útlit fyrir að hún verði aftur leigð til erlendra verkefna síðar á árinu. 12. apríl 2017 07:00 Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41 Fá ekki að halda áfram rannsóknum án leyfis Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar með í för að sækja búnað sem er á vettvangi 10. apríl 2017 19:30 Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10 Fjársjóðsleit eða er skipið yfirvarp? Leiga á rannsóknaskipi eins og Seabed Constructor er um 10 milljónir á dag. Landhelgisgæslan hafði fylgst með skipinu dögum saman áður en það var fært til hafnar. 11. apríl 2017 07:00 Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32
Kom sér illa að hafa ekki SIF Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að vegna fjárhagsstöðu gæslunnar sé útlit fyrir að hún verði aftur leigð til erlendra verkefna síðar á árinu. 12. apríl 2017 07:00
Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41
Fá ekki að halda áfram rannsóknum án leyfis Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar með í för að sækja búnað sem er á vettvangi 10. apríl 2017 19:30
Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor lagðist að bryggju á áttunda tímanum í Reykjavík í morgun. 9. apríl 2017 09:10
Fjársjóðsleit eða er skipið yfirvarp? Leiga á rannsóknaskipi eins og Seabed Constructor er um 10 milljónir á dag. Landhelgisgæslan hafði fylgst með skipinu dögum saman áður en það var fært til hafnar. 11. apríl 2017 07:00
Norsku skipi stefnt til hafnar vegna gruns um ólöglegar rannsóknir Landhelgisgæsla Íslands ákvað í gær að stefna rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. 8. apríl 2017 18:46