Eitthvað sem ég hef ekki fundið áður Hörður Ágústsson skrifar 20. október 2017 10:06 Það var eftirminnileg umræðan um uppreist æru sem átti sér stað í bumbuboltanum fyrir um mánuði síðan. Hitinn og orkan sem við settum í umræðuna var langtum meiri en orkan sem fór í að sparka boltanum. Við vorum á einu máli um að nú væri nóg komið af leyndarhyggjunni og sérhagsmunagæslunni sem lengi hefur umlukið íslensk stjórnmál. En skipti það nokkru máli hvað okkur fannst? Sama kvöld féll ríkisstjórnin. Björt framtíð tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfi og byggði þá ákvörðun á kröfu almennings um heiðarleika og vönduð vinnubrögð. Björt framtíð stóð við gildin sín og hafði þor til að stíga fram og #hafahátt. Þau hlustuðu og tóku afstöðu með þjóðinni. Ég fann fyrir létti og bjartsýni. Ég fann líka fyrir virðingu í minn garð af hálfu stjórnmálaafls, eitthvað sem ég hef ekki fundið áður. Þessi ákvörðun Bjartar framtíðar um stjórnarslit eru skýrt dæmi um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Nýtt og heilbrigðara samtal á milli Alþingis og landsmanna er farið að taka á sig mynd. Pólitíkin er að breytast og ég vil taka þátt í þeim breytingum. Ég vil vera hluti af stjórnmálaafli sem: - Raunverulega áttar sig á því að þau eru fulltrúar þjóðar en ekki foringjar hennar. - Þorir að hlusta og taka erfið og þung skref í átt að breytingum. - Mun leggja samning við ESB fyrir þjóðina í stað þess að hjúpa það ferli með leynd. - Lofar ekki 100 milljörðum í allskonar til að kaupa sér atkvæði. - Skilur að sterkt menntakerfi er lykillinn að þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. - Skilur að mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara suma, og að þau eru grunnurinn að heilbrigðu samfélagi. - Hafnar leyndarhyggju og sérhagsmunagæslu. - Virðir náttúruna og áttar sig á að hún er það verðmætasta sem við eigum. Með þessum áherslum, og fjölmörgum öðrum, er Björt framtíð öflugur þátttakandi í því að breyta íslenskum stjórnmálum. Við viljum vera leiðandi afl sem talar fyrir heiðarleika og gagnsæi og færir Alþingi nær þjóðinni. Breytingarnar eru nú þegar hafnar og ég vona að þú kjósir bjarta framtíð með okkur.Höfundur er framkvæmdastjóri og frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 2. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það var eftirminnileg umræðan um uppreist æru sem átti sér stað í bumbuboltanum fyrir um mánuði síðan. Hitinn og orkan sem við settum í umræðuna var langtum meiri en orkan sem fór í að sparka boltanum. Við vorum á einu máli um að nú væri nóg komið af leyndarhyggjunni og sérhagsmunagæslunni sem lengi hefur umlukið íslensk stjórnmál. En skipti það nokkru máli hvað okkur fannst? Sama kvöld féll ríkisstjórnin. Björt framtíð tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfi og byggði þá ákvörðun á kröfu almennings um heiðarleika og vönduð vinnubrögð. Björt framtíð stóð við gildin sín og hafði þor til að stíga fram og #hafahátt. Þau hlustuðu og tóku afstöðu með þjóðinni. Ég fann fyrir létti og bjartsýni. Ég fann líka fyrir virðingu í minn garð af hálfu stjórnmálaafls, eitthvað sem ég hef ekki fundið áður. Þessi ákvörðun Bjartar framtíðar um stjórnarslit eru skýrt dæmi um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Nýtt og heilbrigðara samtal á milli Alþingis og landsmanna er farið að taka á sig mynd. Pólitíkin er að breytast og ég vil taka þátt í þeim breytingum. Ég vil vera hluti af stjórnmálaafli sem: - Raunverulega áttar sig á því að þau eru fulltrúar þjóðar en ekki foringjar hennar. - Þorir að hlusta og taka erfið og þung skref í átt að breytingum. - Mun leggja samning við ESB fyrir þjóðina í stað þess að hjúpa það ferli með leynd. - Lofar ekki 100 milljörðum í allskonar til að kaupa sér atkvæði. - Skilur að sterkt menntakerfi er lykillinn að þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. - Skilur að mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara suma, og að þau eru grunnurinn að heilbrigðu samfélagi. - Hafnar leyndarhyggju og sérhagsmunagæslu. - Virðir náttúruna og áttar sig á að hún er það verðmætasta sem við eigum. Með þessum áherslum, og fjölmörgum öðrum, er Björt framtíð öflugur þátttakandi í því að breyta íslenskum stjórnmálum. Við viljum vera leiðandi afl sem talar fyrir heiðarleika og gagnsæi og færir Alþingi nær þjóðinni. Breytingarnar eru nú þegar hafnar og ég vona að þú kjósir bjarta framtíð með okkur.Höfundur er framkvæmdastjóri og frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 2. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun