Frábært ár eiganda Golden State Warriors gæti orðið enn betra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 23:00 Peter Guber fagnar NBA-titli með meðeigandanum og stjörnuleikmanninujm Steph Curry. Vísir/Getty Þetta hefur verið mjög gott ár fyrir hinn 75 ára gamla Peter Guber en það gæti orðið enn betra á næstunni. Peter Guber á fjögur atvinnumannalið í bandarískum íþróttum og eitt af því eru NBA-meistararnir í Golden State Warriors. Golden State Warriors endurheimti NBA-titilinn með sannfærandi frammistöðu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fyrr á þessu ári. NBA-deildin er bara nýfarin af stað en lið Peter Guber er engu að síður komið alla leið í úrslitaeinvígi um titilinn. Guber á nefnilega einnig hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers. Dodgers-liðið hefur ekki unnið bandaríska hafnafboltatitilinn síðan 1988 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið. Los Angeles Dodgers vann ríkjandi meistara í Chicago Cubs 4-1 í úrslitum Þjóðardeildarinnar. Í lokaúrslitunum mætir liði annaðhvort New York Yankees eða Houston Astros. Guber hefur átt Los Angeles Dodgers liðið síðan í mars 2012 en haustið 2013 komst það í fyrsta sinn í úrslitakeppnina síðan 2009. Guber er í stórum eigandahópi félagsins sem skipa Guggenheim Baseball Management LLC en í þeim fjölmenna hópi er líka Magic Johnson. Tveimur árum áður hafði hann eignast Golden State Warriors sem hafði þá ekki unnið NBA-titilinn frá 1975. Warriors hefur unnið tvo NBA-titla á síðustu þremur árum og er líklegt til frekari afreka á næstu árum. Guber Golden State Warriors liðið með Joe Lacob. Guber er líka einn af eigendum nýja knattspyrnuliðsins Los Angeles FC sem var stofnað í október 2014 og mun byrja að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni á næsta ári. Ef marka má áhrif Guber hingað til er von á góðu þar líka. Peter Guber trying to become the 1st owner to win NBA title (Warriors), MLB title (Dodgers) & an esports title (Liquid, Dota2) in same year. — Darren Rovell (@darrenrovell) October 20, 2017Peter Guber afhendir Steph Curry meistarahringinn 2015.Vísir/Getty Aðrar íþróttir NBA Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Sjá meira
Þetta hefur verið mjög gott ár fyrir hinn 75 ára gamla Peter Guber en það gæti orðið enn betra á næstunni. Peter Guber á fjögur atvinnumannalið í bandarískum íþróttum og eitt af því eru NBA-meistararnir í Golden State Warriors. Golden State Warriors endurheimti NBA-titilinn með sannfærandi frammistöðu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fyrr á þessu ári. NBA-deildin er bara nýfarin af stað en lið Peter Guber er engu að síður komið alla leið í úrslitaeinvígi um titilinn. Guber á nefnilega einnig hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers. Dodgers-liðið hefur ekki unnið bandaríska hafnafboltatitilinn síðan 1988 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið. Los Angeles Dodgers vann ríkjandi meistara í Chicago Cubs 4-1 í úrslitum Þjóðardeildarinnar. Í lokaúrslitunum mætir liði annaðhvort New York Yankees eða Houston Astros. Guber hefur átt Los Angeles Dodgers liðið síðan í mars 2012 en haustið 2013 komst það í fyrsta sinn í úrslitakeppnina síðan 2009. Guber er í stórum eigandahópi félagsins sem skipa Guggenheim Baseball Management LLC en í þeim fjölmenna hópi er líka Magic Johnson. Tveimur árum áður hafði hann eignast Golden State Warriors sem hafði þá ekki unnið NBA-titilinn frá 1975. Warriors hefur unnið tvo NBA-titla á síðustu þremur árum og er líklegt til frekari afreka á næstu árum. Guber Golden State Warriors liðið með Joe Lacob. Guber er líka einn af eigendum nýja knattspyrnuliðsins Los Angeles FC sem var stofnað í október 2014 og mun byrja að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni á næsta ári. Ef marka má áhrif Guber hingað til er von á góðu þar líka. Peter Guber trying to become the 1st owner to win NBA title (Warriors), MLB title (Dodgers) & an esports title (Liquid, Dota2) in same year. — Darren Rovell (@darrenrovell) October 20, 2017Peter Guber afhendir Steph Curry meistarahringinn 2015.Vísir/Getty
Aðrar íþróttir NBA Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Sjá meira