Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. Þetta var rifjað upp í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Á Stöð 2 í vikunni var rætt við Jóhannes Einarsson verkfræðing um Loftleiðaævintýrið en Jóhannes vann hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum til ársins 1978 þegar hann færði sig yfir til Cargolux í Lúxemborg.Jóhannes Einarsson verkfræðingur.Stöð 2/Einar Árnason.Í viðtalinu kom fram að fyrsta verkefni Jóhannesar hjá Loftleiðum árið 1962 var að hafa umsjón með byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. „Ég byrja ´62 og þá sá ég um byggingarnar, sem var skrifstofubyggingin og það sem átti að verða flugstöð,“ sagði Jóhannes. Þetta var byggingin sem á endanum varð Loftleiðahótelið. Á þessum tíma fór allt millilandaflug Íslendinga um Reykjavíkurflugvöll en nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar lagði til um þetta leyti að nýr flugvöllur yrði gerður á Álftanesi.Fram til ársins 1964 fór nær allt millilandaflug íslensku flugfelaganna frá Reykjavík. Fjær má sé DC-6 vél frá Flugfelagi Íslands en nær eru tvær DC-6 vélar Loftleiða.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, segir í æviminningum sínum, sem Jakob F. Ásgeirsson skráði, að Loftleiðamenn hafi talið Álftanes besta kostinn fyrir framtíðarvöll Reykjavíkur. Flugvallargerð þar hafi á þeim tíma verið talin þjóðarbúinu ofviða. Einnig hafi verið rætt um að lengja tvær brautir Reykjavíkurflugvallar um 400 metra út í Skerjafjörð og buðust Loftleiðir í lok árs 1962 til að lána ríkinu fyrir lengingu brautanna. Alfreð segir það þó hafa verið skoðun þeirra að þrátt fyrir lengingu væri Reykjavíkurflugvöllur ófullnægjandi í framtíðinni.Loftleiðavél, Rolls Royce-400, yfir Skerjafirði með Reykjavíkurflugvöll í baksýn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð segir Loftleiðamenn hafa eindregið mælt gegn því að miðstöð íslenskra flugmála yrði flutt suður til Keflavíkurflugvallar og talið að flugvöllur ætti ekki að vera lengra en 20 kílómetra frá borginni.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða.Þegar nýju Rolls Royce 400 vélarnar voru teknar í notkun, af gerðinni Canadair CL-44, sem kröfðust lengri brauta, og hvorki fékkst í gegn Álftanesflugvöllur né brautalenging í Reykjavík, neyddust Loftleiðamenn árið 1964 til að flytja til Keflavíkur. Alfreð segir að það hafi verið samgönguráðherrann Ingólfur á Hellu sem tekið hafi af skarið. Hann hafi ákveðið að flýta lagningu steinsteypts vegar til Keflavíkur svo millilandaflugið gæti með tímanum flust þangað. Byggingin sem upphaflega átti að verða flugstöð Reykjavíkur fékk nýtt hlutverk: Hún varð Hótel Loftleiðir. Rolls Royce-Loftleiðavél við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Loftleiðamenn töldu að millilandaflugvöllur Reykjavíkur ætti ekki að vera lengra en 20 km frá borginni.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir. Tengdar fréttir Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. Þetta var rifjað upp í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Á Stöð 2 í vikunni var rætt við Jóhannes Einarsson verkfræðing um Loftleiðaævintýrið en Jóhannes vann hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum til ársins 1978 þegar hann færði sig yfir til Cargolux í Lúxemborg.Jóhannes Einarsson verkfræðingur.Stöð 2/Einar Árnason.Í viðtalinu kom fram að fyrsta verkefni Jóhannesar hjá Loftleiðum árið 1962 var að hafa umsjón með byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. „Ég byrja ´62 og þá sá ég um byggingarnar, sem var skrifstofubyggingin og það sem átti að verða flugstöð,“ sagði Jóhannes. Þetta var byggingin sem á endanum varð Loftleiðahótelið. Á þessum tíma fór allt millilandaflug Íslendinga um Reykjavíkurflugvöll en nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar lagði til um þetta leyti að nýr flugvöllur yrði gerður á Álftanesi.Fram til ársins 1964 fór nær allt millilandaflug íslensku flugfelaganna frá Reykjavík. Fjær má sé DC-6 vél frá Flugfelagi Íslands en nær eru tvær DC-6 vélar Loftleiða.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, segir í æviminningum sínum, sem Jakob F. Ásgeirsson skráði, að Loftleiðamenn hafi talið Álftanes besta kostinn fyrir framtíðarvöll Reykjavíkur. Flugvallargerð þar hafi á þeim tíma verið talin þjóðarbúinu ofviða. Einnig hafi verið rætt um að lengja tvær brautir Reykjavíkurflugvallar um 400 metra út í Skerjafjörð og buðust Loftleiðir í lok árs 1962 til að lána ríkinu fyrir lengingu brautanna. Alfreð segir það þó hafa verið skoðun þeirra að þrátt fyrir lengingu væri Reykjavíkurflugvöllur ófullnægjandi í framtíðinni.Loftleiðavél, Rolls Royce-400, yfir Skerjafirði með Reykjavíkurflugvöll í baksýn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð segir Loftleiðamenn hafa eindregið mælt gegn því að miðstöð íslenskra flugmála yrði flutt suður til Keflavíkurflugvallar og talið að flugvöllur ætti ekki að vera lengra en 20 kílómetra frá borginni.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða.Þegar nýju Rolls Royce 400 vélarnar voru teknar í notkun, af gerðinni Canadair CL-44, sem kröfðust lengri brauta, og hvorki fékkst í gegn Álftanesflugvöllur né brautalenging í Reykjavík, neyddust Loftleiðamenn árið 1964 til að flytja til Keflavíkur. Alfreð segir að það hafi verið samgönguráðherrann Ingólfur á Hellu sem tekið hafi af skarið. Hann hafi ákveðið að flýta lagningu steinsteypts vegar til Keflavíkur svo millilandaflugið gæti með tímanum flust þangað. Byggingin sem upphaflega átti að verða flugstöð Reykjavíkur fékk nýtt hlutverk: Hún varð Hótel Loftleiðir. Rolls Royce-Loftleiðavél við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Loftleiðamenn töldu að millilandaflugvöllur Reykjavíkur ætti ekki að vera lengra en 20 km frá borginni.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.
Tengdar fréttir Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15
Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30