Manchester United mætir spænska liðinu Celta Vigo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar en dregið var til undanúrslitanna í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.
United var síðasta liðið sem kom upp úr skálinni en Ajax var það fyrsta. Ajax dróst á móti franska liðinu Lyon sem komst í undanúrslitin með því að leggja Besiktas í vítaspyrnukeppni í gærkvöldi.
Lærisveinar José Mourinho byrja á útivelli en fyrri leikur liðanna fer fram á heimavelli Celta Vigo 4. maí og sá síðari á Old Trafford 11. maí.
Úrslitaleikurinn fer fram á Vinavöllum í Stokkhólmi 24. maí.
Drátturinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar:
Ajax - Lyon
Celta Vigo - Manchester United
Manchester United fer til Spánar
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester
Enski boltinn


Úlfarnir unnu United aftur
Enski boltinn

Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu
Enski boltinn


Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn
Formúla 1

ÍA og Vestri mætast inni
Íslenski boltinn

Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim
Enski boltinn

Neto hetja Chelsea á síðustu stundu
Enski boltinn
