Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2017 06:00 Fjöldi lögreglumanna var við Sigurbogann. Nordicphotos/AFP Einn lögreglumaður féll og tveir særðust þegar ráðist var á þá á Champs-Elysees í París í Frakklandi, í gær. Reuters greinir frá því, og hefur eftir vitni, að árásarmaður hafi stigið út úr bíl og skotið úr hríðskotabyssu. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn felldur er hann reyndi að flýja vettvang. Þá leitaði lögregla annars grunaðs í gærkvöld. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýsa yfir ábyrgð. á árásinni „Allt sem ég sá voru vopnaðir lögreglumenn og lögreglubílar, og sérstaklega þyrlur. Allt sem ég heyrði voru sírenur,“ segir Hlér Kristjánsson nemi sem var á svæðinu í gær.Hlér Kristjánsson, nemi.Mynd/HlérHann hafði verið í röð til að kaupa miða upp á Sigurbogann. „Svo komu um það bil fimm starfsmenn og töluðu saman ákaflega á frönsku, og ég heyrði orðið „police“ mikið og svo fullt af sírenum,“ segir Hlér. Þegar Hlér spurði starfsmennina hvað væri að ske sögðu þeir að ekkert væri að. Síðan var honum leyft að fara upp. „Þegar ég loksins kom upp, og rétt missti af sólsetrinu vegna tafarinnar, náði ég rétt að taka eina mynd og svo var öllum sagt að við þyrftum að fara niður á næstu hæð fyrir neðan.“ Þar beið Hlér og var mikill ruglingur með hvort hann fengi að fara upp aftur eða fara niður á jörðina. „Lögreglan virtist hafa sagt okkur að bíða en seinna sagt öryggismönnunum að segja okkur að koma okkur niður en sumir trúðu ekki öryggismönnunum og fóru að rífast,“ segir Hlér og bætir því við að að lokum hafi allir farið niður.„Þegar ég kom út spurði ég lögreglumann með einstaklega stóra byssu hvað væri í gangi, en hann sagðist ekkert vita. […] En lögreglan sá um þetta mjög vel og voru allir mjög vingjarnlegir.“ Talsmaður franska innanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu að of snemmt væri að segja til um hvað lægi að baki árásinni. Þó væri ljóst að vísvitandi hefði verið ráðist á lögreglumenn. Skrifstofa ríkissaksóknara sagði jafnframt að hryðjuverkadeild lögreglu rannsakaði málið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Einn lögreglumaður féll og tveir særðust þegar ráðist var á þá á Champs-Elysees í París í Frakklandi, í gær. Reuters greinir frá því, og hefur eftir vitni, að árásarmaður hafi stigið út úr bíl og skotið úr hríðskotabyssu. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn felldur er hann reyndi að flýja vettvang. Þá leitaði lögregla annars grunaðs í gærkvöld. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýsa yfir ábyrgð. á árásinni „Allt sem ég sá voru vopnaðir lögreglumenn og lögreglubílar, og sérstaklega þyrlur. Allt sem ég heyrði voru sírenur,“ segir Hlér Kristjánsson nemi sem var á svæðinu í gær.Hlér Kristjánsson, nemi.Mynd/HlérHann hafði verið í röð til að kaupa miða upp á Sigurbogann. „Svo komu um það bil fimm starfsmenn og töluðu saman ákaflega á frönsku, og ég heyrði orðið „police“ mikið og svo fullt af sírenum,“ segir Hlér. Þegar Hlér spurði starfsmennina hvað væri að ske sögðu þeir að ekkert væri að. Síðan var honum leyft að fara upp. „Þegar ég loksins kom upp, og rétt missti af sólsetrinu vegna tafarinnar, náði ég rétt að taka eina mynd og svo var öllum sagt að við þyrftum að fara niður á næstu hæð fyrir neðan.“ Þar beið Hlér og var mikill ruglingur með hvort hann fengi að fara upp aftur eða fara niður á jörðina. „Lögreglan virtist hafa sagt okkur að bíða en seinna sagt öryggismönnunum að segja okkur að koma okkur niður en sumir trúðu ekki öryggismönnunum og fóru að rífast,“ segir Hlér og bætir því við að að lokum hafi allir farið niður.„Þegar ég kom út spurði ég lögreglumann með einstaklega stóra byssu hvað væri í gangi, en hann sagðist ekkert vita. […] En lögreglan sá um þetta mjög vel og voru allir mjög vingjarnlegir.“ Talsmaður franska innanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu að of snemmt væri að segja til um hvað lægi að baki árásinni. Þó væri ljóst að vísvitandi hefði verið ráðist á lögreglumenn. Skrifstofa ríkissaksóknara sagði jafnframt að hryðjuverkadeild lögreglu rannsakaði málið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira