Leikmenn Pittsburgh Steelers liðsins eru engin undantekning og þeir buðu upp á eitthvað alveg nýtt í leik Pittsburgh Steelers og Cincinnati Bengals í gær.
Hlauparinn Le'Veon Bell spilar í treyju númer 26 og útherjinn JuJu Smith-Schuster er í treyju númer 19.
JuJu Smith-Schuster kom Pittsburgh Steelers í 13-7 með snertimarki í öðrum leikhluta og þeir félagar héldu upp á það með því að fara í feluleik. JuJu Smith-Schuster taldi upp á tíu en Le'Veon Bell faldi sig. Það má sjá þessa uppákomu hér fyrir neðan.
Hide and seek TD celebration. pic.twitter.com/nOZXaCajVJ
— Sporting News (@sportingnews) October 22, 2017
Ready or not, here I come! pic.twitter.com/48Pbcnucem
— Pittsburgh Steelers (@steelers) October 22, 2017
Pittsburgh Steelers vann leikinn á endanum 29-14 og höfðu því þeir félagar frekari ástæðu til að fara í feluleik eftir leikinn.