Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2017 12:12 Eigendur Dalsins eru þeir Róbert Wessmann, Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson og Jóhann G. Jóhannsson, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginu Kaup Hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar á öllum eignum fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar voru ekki kynnt eigendum Dalsins fyrr en þau voru frágengin. Dalurinn, sem er í jafnri eigu fjárfestanna Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmann, á 68 prósenta hlut í Pressunni. Dalsmenn segjast mjög forvitnir að vita hvaða fjárfestar standi að baki Sigurði. „Kaupsamningur Frjálsrar Fjölmiðlunar um kaup á nánast öllum eignum Pressunar og tengdum félögum var kynntur fyrir eigendum Dalsins eftir að hann var frágenginn. Ef marka má yfirlýsingar kaupanda þá verða allar skuldir félagsins gerðar upp og þá sérstaklega skuldir við tollstjóra og lífeyrisskuldbindingar starfsmanna. Við fögnum því ef þetta verður niðurstaðan,“ segir í tilkynningu frá Dalnum.Sigurður G. Guðjónsson, eigandi Frjálsrar verslunar sem nú er eigandi Vefpressunnar.„Dalurinn er áfram eigandi að 68% hlut í Pressunni og ekki er ákveðið hvað verður um þann eignarhlut. En í ljósi umræddra viðskipta má telja að sá hlutur hafi lítið verðmæti þar sem eignir hafa verið seldar úr félaginu. Forsvarsmenn Dalsins eru jafn forvitnir og aðrir um að heyra hverjir standi að baki kaupunum.“ Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Björn Ingi Hrafnsson er útgefandi Pressunnar. Félög í hans eigu og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra Pressunnar, eiga samanlagt um 31 prósents hlut í Pressunni. Björn Ingi óskaði starfsmönnum sínum til hamingju með tíðindin í tölvupósti í morgun.Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar.vísir/ernir„Vinnan í dag verður með hefðbundnu sniði og á næstu dögum verður greint frá helstu breytingum sem hið nýja samkomulag hefur í för með sér,“ sagði Björn Ingi. „Á persónulegum nótum vil ég segja að, að baki er gríðarleg vinna og andvökunætur. Að ljúka þessu með farsælum hætti er gríðarlegur léttir og umfang þessara viðskipta sýnir hve mikilvægir fjölmiðlarnir eru og hve möguleikar þeirra eru miklir til framtíðar.“ Allir innan félagsins geti verið stoltir. „Að baki er langvinn varnarbarátta við erfiðar aðstæður. Þar hafa starfsmenn engu að síður unnið afrek á hverjum degi. Nú verður því spennandi að sjá ykkur skipuleggja sóknina við allt aðrar og betri aðstæður.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Kaup Hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar á öllum eignum fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar voru ekki kynnt eigendum Dalsins fyrr en þau voru frágengin. Dalurinn, sem er í jafnri eigu fjárfestanna Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmann, á 68 prósenta hlut í Pressunni. Dalsmenn segjast mjög forvitnir að vita hvaða fjárfestar standi að baki Sigurði. „Kaupsamningur Frjálsrar Fjölmiðlunar um kaup á nánast öllum eignum Pressunar og tengdum félögum var kynntur fyrir eigendum Dalsins eftir að hann var frágenginn. Ef marka má yfirlýsingar kaupanda þá verða allar skuldir félagsins gerðar upp og þá sérstaklega skuldir við tollstjóra og lífeyrisskuldbindingar starfsmanna. Við fögnum því ef þetta verður niðurstaðan,“ segir í tilkynningu frá Dalnum.Sigurður G. Guðjónsson, eigandi Frjálsrar verslunar sem nú er eigandi Vefpressunnar.„Dalurinn er áfram eigandi að 68% hlut í Pressunni og ekki er ákveðið hvað verður um þann eignarhlut. En í ljósi umræddra viðskipta má telja að sá hlutur hafi lítið verðmæti þar sem eignir hafa verið seldar úr félaginu. Forsvarsmenn Dalsins eru jafn forvitnir og aðrir um að heyra hverjir standi að baki kaupunum.“ Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Björn Ingi Hrafnsson er útgefandi Pressunnar. Félög í hans eigu og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra Pressunnar, eiga samanlagt um 31 prósents hlut í Pressunni. Björn Ingi óskaði starfsmönnum sínum til hamingju með tíðindin í tölvupósti í morgun.Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar.vísir/ernir„Vinnan í dag verður með hefðbundnu sniði og á næstu dögum verður greint frá helstu breytingum sem hið nýja samkomulag hefur í för með sér,“ sagði Björn Ingi. „Á persónulegum nótum vil ég segja að, að baki er gríðarleg vinna og andvökunætur. Að ljúka þessu með farsælum hætti er gríðarlegur léttir og umfang þessara viðskipta sýnir hve mikilvægir fjölmiðlarnir eru og hve möguleikar þeirra eru miklir til framtíðar.“ Allir innan félagsins geti verið stoltir. „Að baki er langvinn varnarbarátta við erfiðar aðstæður. Þar hafa starfsmenn engu að síður unnið afrek á hverjum degi. Nú verður því spennandi að sjá ykkur skipuleggja sóknina við allt aðrar og betri aðstæður.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00
Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00
Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00