Trump styður notkun pyndinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2017 23:05 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er opinn fyrir pyndingum. Vísir/AFP Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að hann vilji „láta hart mæta hörðu,“ þegar kemur að aðferðum í baráttunni við hryðjuverk. Hann segist vera opinn fyrir því að leyfa hernum og leyniþjónustunni að nýtast við pyndingar, sem hann segist „algjörlega“ trúa að geri gagn. CNN greinir frá. Að sögn Trump hefur fólk „innan æðstu metorða innan leyniþjónustunnar,“ sagt honum að pyndingar virki, en sérfræðingar á vegum bandaríska hersins hafa áður sagt að slíkar aðferðir dugi skammt í baráttunni við hryðjuverk. Hann segir að miðað við grimmd hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Ríki Íslams, sé það ekkert mál að leyfa svokallaða „vatnsbretta-aðferð.“ „Þegar ISIS er að gera hluti sem enginn hefur heyrt um, síðan á miðöldum, myndi mér finnast erfitt að leyfa vatnsbretta-aðferðina? Að mínu mati eigum við að láta hart mæta hörðu.“ Þar á hann meðal annars við þau tilvik þar sem samtökin hafa afhöfðað saklausa borgara. Trump segir að sér finnist svo vera að Bandaríkin geti ekki barist við Ríki Íslams á jöfnum grundvelli. „Þetta er ekki jafn leikur, ég vil gera allt sem er mögulegt innan lagalegs ramma. Held ég að það virki? Ég held algjörlega að það virki,“ segir Trump, sem á þar við pyndingar. Demókratar, sem og Repúblikanar hafa gagnrýnt hugmyndir Trump um að leyfa pyndingar á ný, sem ítrekað voru notaðar af leyniþjónustunni eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001. Trump hefur þó tekið fram að hann ætli sér að hlusta á skoðanir meðlima ríkisstjórnar sinnar, en Mike Pompeo, sem brátt verður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að hann sé mótfallinn því að taka upp pyndingar á ný. „Ég get ekki trúað því að ég yrði beðinn um það, af hálfu verðandi forseta,“ sagði Pompeo meðal annars við fulltrúa varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, þegar hann var spurður út í afstöðu sína til málsins.President Trump tells ABC News he believes waterboarding works – but will "rely" on his Cabinet to determine if the policy is resurrected. pic.twitter.com/0nCFAfhlK1— World News Tonight (@ABCWorldNews) January 25, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að hann vilji „láta hart mæta hörðu,“ þegar kemur að aðferðum í baráttunni við hryðjuverk. Hann segist vera opinn fyrir því að leyfa hernum og leyniþjónustunni að nýtast við pyndingar, sem hann segist „algjörlega“ trúa að geri gagn. CNN greinir frá. Að sögn Trump hefur fólk „innan æðstu metorða innan leyniþjónustunnar,“ sagt honum að pyndingar virki, en sérfræðingar á vegum bandaríska hersins hafa áður sagt að slíkar aðferðir dugi skammt í baráttunni við hryðjuverk. Hann segir að miðað við grimmd hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Ríki Íslams, sé það ekkert mál að leyfa svokallaða „vatnsbretta-aðferð.“ „Þegar ISIS er að gera hluti sem enginn hefur heyrt um, síðan á miðöldum, myndi mér finnast erfitt að leyfa vatnsbretta-aðferðina? Að mínu mati eigum við að láta hart mæta hörðu.“ Þar á hann meðal annars við þau tilvik þar sem samtökin hafa afhöfðað saklausa borgara. Trump segir að sér finnist svo vera að Bandaríkin geti ekki barist við Ríki Íslams á jöfnum grundvelli. „Þetta er ekki jafn leikur, ég vil gera allt sem er mögulegt innan lagalegs ramma. Held ég að það virki? Ég held algjörlega að það virki,“ segir Trump, sem á þar við pyndingar. Demókratar, sem og Repúblikanar hafa gagnrýnt hugmyndir Trump um að leyfa pyndingar á ný, sem ítrekað voru notaðar af leyniþjónustunni eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001. Trump hefur þó tekið fram að hann ætli sér að hlusta á skoðanir meðlima ríkisstjórnar sinnar, en Mike Pompeo, sem brátt verður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að hann sé mótfallinn því að taka upp pyndingar á ný. „Ég get ekki trúað því að ég yrði beðinn um það, af hálfu verðandi forseta,“ sagði Pompeo meðal annars við fulltrúa varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, þegar hann var spurður út í afstöðu sína til málsins.President Trump tells ABC News he believes waterboarding works – but will "rely" on his Cabinet to determine if the policy is resurrected. pic.twitter.com/0nCFAfhlK1— World News Tonight (@ABCWorldNews) January 25, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira