Áhrifavaldar er ekki tískuorð Guðmundur Tómas Axelsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Markaðssetning með áhrifavöldum (e. influencer marketing) er búin að vera gífurlega mikið í umræðunni meðal markaðsfólks sem og annarra. Líklega má segja að þetta sé eitt heitasta umræðuefnið í markaðsmálum dagsins í dag. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að það sé eina aðferðin sem fyrirtæki þurfa í markaðssetningu sinni. Í sinni einföldustu mynd má segja að markaðssetning með áhrifavöldum sé markaðssetning þar sem fólk sem talið er hafa jákvæð áhrif á sölu eða ímynd vörumerkja er fengið til að kynna vörumerki á einn eða annan hátt.Enn eitt tískuorðið? Reglulega spretta upp ýmis tískuorð sem oft á tíðum er einungis ný framsetning á gömlum hugtökum eða aðferðafræði. En er hugtakið áhrifavaldar enn eitt tískuorðið í markaðsfræðunum? Áhrifavaldar hafa í raun verið til síðan markaðsfræðin var fundin upp, ef ekki lengur. James Dean í Rebel Without a Cause lagði línurnar að tísku ungmenna um ókomin ár í Lee gallabxum og hvítum stuttermabol. Michael J. Fox magnaði upp körfuboltatísku á sínum tíma í reimalausu uppháu framtíðar Nike-íþróttaskónum í Back to the Future 2. Munurinn er að á þessum tíma fór markaðssetning með áhrifavöldum meira og minna fram í gegnum vörustaðsetningu í bíómyndum. Í dag fer hún að stórum hluta fram í gegnum samfélagsmiðla. Hugmyndin er í raun sú sama en miðlarnir ekki endilega þeir sömu. Í dag sjáum við áhrifavalda af öllum stærðum og gerðum, stjörnur sem flestir þekkja sem og óþekkta aðila sem ná til afmarkaðra hópa með því til dæmis að nota Instagram Story eða snappa um alls konar lífsstílstengda hluti, tísku, veiði, íþróttir, pólitík og fleira. Orðið áhrifavaldar er ekki tískuorð. Þetta getur verið ótrúlega áhrifarík leið til þess að markaðssetja vörumerki. Til þess eru ýmsar leiðir. Ein leið er að handvelja áhrifavalda og semja við þá nákvæmlega um það hvernig meðhöndla eigi vörumerkið og jafnvel gera kröfu um að sjá færslur fyrirfram til samþykktar. Önnur leið er að nota kerfi sem velur fyrir þig áhrifavalda út frá ákveðnum forsendum sem þú setur inn í kerfið sem og árangri þeirra á samfélagsmiðlum. Þarna færðu ekki bara stjörnurnar heldur líka svokallaða staðbundna áhrifavalda (e. hyperlocal influencers) sem eru minni hvað varðar fylgjendur en sérhæfa sig oft í afmörkuðu efni. Staðbundnir áhrifavaldar eru oft á tíðum tilbúnir að leggja ansi mikið á sig til að koma skilaboðum vörumerkja vel til skila enda ekki vanir að fá borgað fyrir eitthvað sem þeir hafa vanalega gert sér til skemmtunar.Hvað er framundan? Eins og markaðssetning með áhrifavalda er að þróast þá verður líklega erfiðara og erfiðara fyrir fyrirtæki að hafa fullkomna stjórn á því hvernig áhrifavaldar meðhöndla vörumerki. Fyrir utan flækjustigið við það þá verður það letjandi til lengdar fyrir áhrifavalda að vera alltaf rammaðir inn í ákveðnar formúlur. Áhrifavaldar vilja gjarnan taka þátt í verkefnum sem þeir hafa trú á og hentar þeirra karakter. Líklega verður áhættan við þessa óvissu alltaf hluti af nútíma markaðssetningu með áhrifavöldum og örugglega það sem gerir hana svona skemmtilega og spennandi. Ef þú vilt fulla stjórn, birtu þá auglýsingu í blaði, útvarpi eða sjónvarpi. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Markaðssetning með áhrifavöldum (e. influencer marketing) er búin að vera gífurlega mikið í umræðunni meðal markaðsfólks sem og annarra. Líklega má segja að þetta sé eitt heitasta umræðuefnið í markaðsmálum dagsins í dag. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að það sé eina aðferðin sem fyrirtæki þurfa í markaðssetningu sinni. Í sinni einföldustu mynd má segja að markaðssetning með áhrifavöldum sé markaðssetning þar sem fólk sem talið er hafa jákvæð áhrif á sölu eða ímynd vörumerkja er fengið til að kynna vörumerki á einn eða annan hátt.Enn eitt tískuorðið? Reglulega spretta upp ýmis tískuorð sem oft á tíðum er einungis ný framsetning á gömlum hugtökum eða aðferðafræði. En er hugtakið áhrifavaldar enn eitt tískuorðið í markaðsfræðunum? Áhrifavaldar hafa í raun verið til síðan markaðsfræðin var fundin upp, ef ekki lengur. James Dean í Rebel Without a Cause lagði línurnar að tísku ungmenna um ókomin ár í Lee gallabxum og hvítum stuttermabol. Michael J. Fox magnaði upp körfuboltatísku á sínum tíma í reimalausu uppháu framtíðar Nike-íþróttaskónum í Back to the Future 2. Munurinn er að á þessum tíma fór markaðssetning með áhrifavöldum meira og minna fram í gegnum vörustaðsetningu í bíómyndum. Í dag fer hún að stórum hluta fram í gegnum samfélagsmiðla. Hugmyndin er í raun sú sama en miðlarnir ekki endilega þeir sömu. Í dag sjáum við áhrifavalda af öllum stærðum og gerðum, stjörnur sem flestir þekkja sem og óþekkta aðila sem ná til afmarkaðra hópa með því til dæmis að nota Instagram Story eða snappa um alls konar lífsstílstengda hluti, tísku, veiði, íþróttir, pólitík og fleira. Orðið áhrifavaldar er ekki tískuorð. Þetta getur verið ótrúlega áhrifarík leið til þess að markaðssetja vörumerki. Til þess eru ýmsar leiðir. Ein leið er að handvelja áhrifavalda og semja við þá nákvæmlega um það hvernig meðhöndla eigi vörumerkið og jafnvel gera kröfu um að sjá færslur fyrirfram til samþykktar. Önnur leið er að nota kerfi sem velur fyrir þig áhrifavalda út frá ákveðnum forsendum sem þú setur inn í kerfið sem og árangri þeirra á samfélagsmiðlum. Þarna færðu ekki bara stjörnurnar heldur líka svokallaða staðbundna áhrifavalda (e. hyperlocal influencers) sem eru minni hvað varðar fylgjendur en sérhæfa sig oft í afmörkuðu efni. Staðbundnir áhrifavaldar eru oft á tíðum tilbúnir að leggja ansi mikið á sig til að koma skilaboðum vörumerkja vel til skila enda ekki vanir að fá borgað fyrir eitthvað sem þeir hafa vanalega gert sér til skemmtunar.Hvað er framundan? Eins og markaðssetning með áhrifavalda er að þróast þá verður líklega erfiðara og erfiðara fyrir fyrirtæki að hafa fullkomna stjórn á því hvernig áhrifavaldar meðhöndla vörumerki. Fyrir utan flækjustigið við það þá verður það letjandi til lengdar fyrir áhrifavalda að vera alltaf rammaðir inn í ákveðnar formúlur. Áhrifavaldar vilja gjarnan taka þátt í verkefnum sem þeir hafa trú á og hentar þeirra karakter. Líklega verður áhættan við þessa óvissu alltaf hluti af nútíma markaðssetningu með áhrifavöldum og örugglega það sem gerir hana svona skemmtilega og spennandi. Ef þú vilt fulla stjórn, birtu þá auglýsingu í blaði, útvarpi eða sjónvarpi. Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar