Innlent

Ekkert fékkst upp í kröfur í 1,7 milljarða gjaldþroti skórisa

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Félögin voru úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum.
Félögin voru úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. Vísir/Valli
Engar eignir fundust í þrotabúum Spors ehf. og Sporbaugs ehf. Einkahlutafélögin ráku heildsöluverslun og verslanir með skófatnað. Lýstar kröfur í búin námu samtals 1,7 milljarði króna.

Átta eru frá því að félögin voru tekin til gjaldþrotaskipta en meðal verslana sem einkahlutafélögin ráku voru skóverslanir Steinar Waage, skór.is og Ecco. Í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að lýstar kröfur í þrotabú Spors hafi numið um 840 milljónum króna en lýstar kröfur í þrotabú Sporbaugs numið um 926 milljónum króna. Skiptum lauk án þess að nokkuð fengist upp í kröfurnar.

Félögin voru sett í þrot af Sparisjóðabankanum vegna gengislána. Stefán Bragi Bjarnason, fyrrverandi stjórnarformaður félaganna tveggja, sagði á sínum tíma að skilanefnd Sparisjóðabankans hafa farið fram með offorsi og sakaðu hann skilanefndina um að hafa beitt klíkuskap við yfirtöku á félögum.

Félagið S4S keypti skóverslanirnar Steinar Waage, skór.is og Ecco út úr Sporbaugi árið 2009. Eftir það sat um fimmhundrað milljóna króna skuld við Sparisjóðabanka Íslands sem tók félögin yfir en forsvarsmenn félaganna tveggja voru ósátt við þessa ráðstöfun bankans.

S4S er nú meðal annars í eigu Bjarna Ármannssonar fjárfestis en hann keypti sig inn í félagið snemma á árinu.


Tengdar fréttir

Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S

Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind.

Skórisi fær að kaupa Ellingsen

Með kaupunum eignast heildversluninS4S allt hlutfé í Ellingsen og verður hið keypta félag rekið sem dótturfélag S4S.

Segja Sparisjóðabankann hafa farið fram með offorsi

Hluthafar tveggja félaga sem voru sett í þrot af Sparisjóðabankanum vegna gengislána ætla í skaðabótamál við skilanefnd bankans. Fyrrverandi stjórnarformaður félaganna segir skilanefndina fara fram með offorsi og sakar hana um að beita klíkuskap við yfirtöku á félögum.

Skórisi skoðar samruna við Ellingsen

Heildverslunin S4S ehf., sem á meðal annars Steinar Waage, Ecco, Kaupfélagið og Skór.is, skoðar samruna við Ellingsen samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×