Innlent

Óþvegna salatið innflutt frá Ítalíu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Heilbrigðiseftirlitið leggur áherslu á mikilvægi þess að skola matjurtir vel fyrir neyslu þeirra.
Heilbrigðiseftirlitið leggur áherslu á mikilvægi þess að skola matjurtir vel fyrir neyslu þeirra. Vísir/Getty
Hið óþvegna salat sem olli því að meirihluti starfsliðs Hvassaleitishluta Háaleitisskóla fékk magapest var innflutt blaðsalat frá Ítalíu. Salatið fór eingöngu í stór eldhús en ekki í smásölu á almennan markað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Þar segir að á umbúðum salatsins komi fram að salatið sé óþvegið. Heimilt er að dreifa slíku salati en nauðsynlegt er að það sé þvegið og skolað vel áður en það er notað.

Rannsóknir á salatinu hafa leitt í ljós hugsanlegan sýkingarvald, bakteríuna Aeromonas hydrophila, sem þekkt er að getur valdið veikindum eins og hér um ræðir. Bakterían finnst víða í umhverfinu, sérstaklega í menguðu vatni og því mikilvægt eins og áður segir mikilvægt að skola grænmeti vel.

Samkvæmt upplýsingum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hafa ekki komið upp veikindi á öðrum stöðum en í ofangreindum skólum. Líklegar skýringar á því geta verið að smit sé misdreift í salatinu sem og mismunandi meðferð salatsins hvað varðar skolun.


Tengdar fréttir

Óþvegið salat olli niðurgangi kennara

Niðurstöður rannsókna Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur gefa til kynna að neysla óþvegins salats sé orsök matarsýkingar sem varð þess valdandi að fjöldi kennara við Hvassaleitishluta Háaleitisskóla fékk magapest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×