Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. nóvember 2017 06:00 Sigurbjörg Hlöðversdóttir er með læknisvottorð fyrir því hversu mikilvægur hundurinn Hrollur er henni. Vísir/Vilhelm Læknir Sigurbjargar Hlöðversdóttur, íbúa í Hátúni 10, mælir eindregið með því að hún fái að halda hundi sínum og segir það mikilvægt heilsu hennar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudag hefur Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, tilkynnt Sigurbjörgu að hún þurfi að hafa sig á brott úr íbúð sinni fyrir 1. desember næstkomandi, að hennar sögn vegna þess að hún hefur haldið þar lítinn pomeranian-hund sem heitir Hrollur. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 en dæmi eru þó um að íbúar séu enn með gæludýr. Sigurbjörg fær ekki flutning í annað húsnæðisúrræði þar sem gæludýr eru leyfð og má ekki til þess hugsa að þurfa að gefa frá sér hundinn, líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins. Í baráttu sinni fyrir að halda Hrolli og íbúðinni hefur hún nú lagt fram vottorð frá heimilislækni þar sem hann mælir eindregið með því að hún fái halda honum, heilsu sinnar vegna.Hundurinn Hrollur.Í vottorðinu rekur læknirinn að Sigurbjörg hafi um langa hríð glímt við líkamleg og andleg veikindi en að hundurinn hafi veitt henni mikla gleði og lífsfyllingu hin síðari ár og að dýrið sé henni afar kært. „Ekki skilst mér að mikill ófriður sé vegna dýrsins enda ekki geltandi daga og nætur. Ef kattahald er leyft í húsinu er klárt að þegnum hússins er mismunað þó með tilliti til þess sem ég hef áður sagt. Fer vinsaml. fram á að Sigurbjörg fái að halda dýrinu heilsu sinnar vegna.“ Gæludýrabannið í Hátúni var afar umdeilt þegar því var komið á árið 2015 enda dýrin mikilvæg eigendum og mótmæltu íbúar og dýravinir af því tilefni fyrir utan blokkirnar og var ákvörðunin gagnrýnd harðlega. Fjöldi kvartana var ástæðan sem framkvæmdastjóri Brynju gaf fyrir banninu á sínum tíma. Fréttablaðið hefur óskað eftir svörum við því hjá framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Brynju hvort komið hafi til álita að endurskoða bannið, hvort einhvern tímann hafi verið gerð könnun á viðhorfi íbúa til gæludýrahalds annarra íbúa í blokkinni í ljósi þess að bannið á rætur sínar að rekja til kvartana og loks hversu mörgum íbúum hafi verið gert að yfirgefa íbúðir sínar í Hátúni vegna dýrahalds frá 2015. Ítrekuðum fyrirspurnum blaðsins hefur ekki verið svarað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Læknir Sigurbjargar Hlöðversdóttur, íbúa í Hátúni 10, mælir eindregið með því að hún fái að halda hundi sínum og segir það mikilvægt heilsu hennar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudag hefur Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, tilkynnt Sigurbjörgu að hún þurfi að hafa sig á brott úr íbúð sinni fyrir 1. desember næstkomandi, að hennar sögn vegna þess að hún hefur haldið þar lítinn pomeranian-hund sem heitir Hrollur. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 en dæmi eru þó um að íbúar séu enn með gæludýr. Sigurbjörg fær ekki flutning í annað húsnæðisúrræði þar sem gæludýr eru leyfð og má ekki til þess hugsa að þurfa að gefa frá sér hundinn, líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins. Í baráttu sinni fyrir að halda Hrolli og íbúðinni hefur hún nú lagt fram vottorð frá heimilislækni þar sem hann mælir eindregið með því að hún fái halda honum, heilsu sinnar vegna.Hundurinn Hrollur.Í vottorðinu rekur læknirinn að Sigurbjörg hafi um langa hríð glímt við líkamleg og andleg veikindi en að hundurinn hafi veitt henni mikla gleði og lífsfyllingu hin síðari ár og að dýrið sé henni afar kært. „Ekki skilst mér að mikill ófriður sé vegna dýrsins enda ekki geltandi daga og nætur. Ef kattahald er leyft í húsinu er klárt að þegnum hússins er mismunað þó með tilliti til þess sem ég hef áður sagt. Fer vinsaml. fram á að Sigurbjörg fái að halda dýrinu heilsu sinnar vegna.“ Gæludýrabannið í Hátúni var afar umdeilt þegar því var komið á árið 2015 enda dýrin mikilvæg eigendum og mótmæltu íbúar og dýravinir af því tilefni fyrir utan blokkirnar og var ákvörðunin gagnrýnd harðlega. Fjöldi kvartana var ástæðan sem framkvæmdastjóri Brynju gaf fyrir banninu á sínum tíma. Fréttablaðið hefur óskað eftir svörum við því hjá framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Brynju hvort komið hafi til álita að endurskoða bannið, hvort einhvern tímann hafi verið gerð könnun á viðhorfi íbúa til gæludýrahalds annarra íbúa í blokkinni í ljósi þess að bannið á rætur sínar að rekja til kvartana og loks hversu mörgum íbúum hafi verið gert að yfirgefa íbúðir sínar í Hátúni vegna dýrahalds frá 2015. Ítrekuðum fyrirspurnum blaðsins hefur ekki verið svarað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00