Innlent

Tugþúsunda sektir við Umferðarmiðstöðina

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fjöldi manna leggur ólöglega við BSÍ daglega.
Fjöldi manna leggur ólöglega við BSÍ daglega. Vísir/Anton Brink
Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hefur til skoðunar að afmarka betur svæðið sem má leggja á við BSÍ. Bílastæðasjóður hefur óskað eftir því.

Ekki stendur til að fjölga stæðum á svæðinu þrátt fyrir aukin ferðalög Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli.

Dæmi er um að fólk leggi á grasinu við BSÍ og má þá búast við 10 þúsund króna sekt á dag. Dæmi eru um fólk sem hefur safnað tugþúsunda króna sektum í nokkurra daga fríi erlendis.

Samkvæmt upplýsingum frá Bílastæðasjóði hefur þó dregið verulega úr því að fólk leggi á grasinu við BSÍ enda læri menn fljótlega hvar megi leggja og hvar ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×