Innlent

Fékk golfkúlu í framrúðuna sem enginn kannaðist við

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skömmu fyrir 1 í nótt var bifreið stöðvuð á Miklubraut við Kringlu en ökumaður neitaði sök.
Skömmu fyrir 1 í nótt var bifreið stöðvuð á Miklubraut við Kringlu en ökumaður neitaði sök. Vísir/Eyþór
Ökumaður bifreiðar á Vífilstaðavegi fékk golfkúlu í framrúðu á bíl sínum stuttu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Enginn vildi kannast við boltann og var ökumanninum bent á að hafa samband við tryggingafélag sitt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynnt var um umferðaróhapp við Miklubraut skömmu eftir 18 í gærkvöldi þar sem bifreið var ekið á staur. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Engan sakaði og var bifreiðin flutt af vettvangi með dráttarbifreið. Þá var annar ökumaður stöðvaður vegna grunaðs aksturs undir áhrifum fíkniefna á Breiðholtsbraut í nótt.

Skömmu fyrir 1 í nótt var bifreið stöðvuð á Miklubraut við Kringlu. Mældur hraði bifreiðarinnar var 128 km/klst en ökumaður neitaði sök.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um mann í annarlega ástandi þar sem hann ráfaði um götur bæjarins. Hann er heimilislaus og var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans batnar. Tilkynnt var um annan mann sofandi í garði í Garðabæ. Sá var ofurölvi og í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×