Woods: Hef rætt við Ólafíu um að koma til Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2017 09:45 Cheyenne Woods, atvinnukylfingur sem er frænka ofurstjörnunnar Tigers Woods, er mikill aðdáandi vinkonu sinnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og spáir því að hún muni eiga bjarta framtíð. Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu um helgina líkt og Ólafía Þórunn en þær þekkjast frá háskóladögum sínum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur 365, var í Chicago og ræddi við Woods um Ólafíu.Sjá einnig:Er mjög stolt af sjálfri mér „Hún er frábær kylfingur. Ég hef þekkt hana frá því við vorum saman í háskóla. Við spiluðum saman í tvö ár hjá Wake Forest,“ segir Woods. „Ég sá strax hversu falleg sveiflan hennar er og hversu stöðugur spilari hún er. Það er frábært að sjá hana núna á mótaröðinni. Hún hefur átt nokkur frábær mót þannig vonandi heldur hún bara svona áfram.“ Woods telur að Ólafía muni ná langt þar sem hún er svo góður spilari og þá styttist í að Woods komi til Íslands. „Ólafía á eftir að verða stórkostlegur spilari og er það í raun og veru núna. Ég æfði með henni fyrr á leiktíðinni og þá var hún að hvetja mig til dáða og sýna mér æfingar. Við hjálpuðum hvor annarri. Hún á bjarta framtíð fyrir höndum,“ segir Woods. „Ég myndi elska að koma til Íslands. Ég hef nú þegar rætt við Ólafíu um það. Vonandi kem ég síðar í sumar en klárlega í náinni framtíð,“ segir Cheyenne Woods. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Golf Tengdar fréttir Kang vann sitt fyrsta risamót Danielle Kang frá Bandaríkjunum hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í golfi sem lauk í gær. 3. júlí 2017 07:15 Er mjög stolt af sjálfri mér Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut enn og aftur blað í íslenskri golfsögu er hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í risamóti. Hún var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Cheyenne Woods, atvinnukylfingur sem er frænka ofurstjörnunnar Tigers Woods, er mikill aðdáandi vinkonu sinnar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og spáir því að hún muni eiga bjarta framtíð. Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu um helgina líkt og Ólafía Þórunn en þær þekkjast frá háskóladögum sínum. Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur 365, var í Chicago og ræddi við Woods um Ólafíu.Sjá einnig:Er mjög stolt af sjálfri mér „Hún er frábær kylfingur. Ég hef þekkt hana frá því við vorum saman í háskóla. Við spiluðum saman í tvö ár hjá Wake Forest,“ segir Woods. „Ég sá strax hversu falleg sveiflan hennar er og hversu stöðugur spilari hún er. Það er frábært að sjá hana núna á mótaröðinni. Hún hefur átt nokkur frábær mót þannig vonandi heldur hún bara svona áfram.“ Woods telur að Ólafía muni ná langt þar sem hún er svo góður spilari og þá styttist í að Woods komi til Íslands. „Ólafía á eftir að verða stórkostlegur spilari og er það í raun og veru núna. Ég æfði með henni fyrr á leiktíðinni og þá var hún að hvetja mig til dáða og sýna mér æfingar. Við hjálpuðum hvor annarri. Hún á bjarta framtíð fyrir höndum,“ segir Woods. „Ég myndi elska að koma til Íslands. Ég hef nú þegar rætt við Ólafíu um það. Vonandi kem ég síðar í sumar en klárlega í náinni framtíð,“ segir Cheyenne Woods. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Golf Tengdar fréttir Kang vann sitt fyrsta risamót Danielle Kang frá Bandaríkjunum hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í golfi sem lauk í gær. 3. júlí 2017 07:15 Er mjög stolt af sjálfri mér Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut enn og aftur blað í íslenskri golfsögu er hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í risamóti. Hún var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kang vann sitt fyrsta risamót Danielle Kang frá Bandaríkjunum hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í golfi sem lauk í gær. 3. júlí 2017 07:15
Er mjög stolt af sjálfri mér Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut enn og aftur blað í íslenskri golfsögu er hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í risamóti. Hún var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn. 3. júlí 2017 06:00