Innlent

Hæstaréttardómarar heimsóttu Noreg

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hæstiréttur mun taka umtalsverðum breytingum um áramótin.
Hæstiréttur mun taka umtalsverðum breytingum um áramótin. vísir/eyþór
Fimm hæstaréttardómarar, auk skrifstofustjóra og eins aðstoðarmanns dómara, heimsóttu Hæstarétt Noregs í liðinni viku. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér verklag hæstaréttar Noregs við veitingu áfrýjunarleyfa.

Um áramót tekur nýtt dómstig, Landsréttur, til starfa hér á landi. Landsréttur mun taka við sem áfrýjunardómstóll en Hæstiréttur fær það hlutverk að dæma í veigamiklum og fordæmisgefandi málum á grundvelli áfrýjunar- og kæruleyfa sem rétturinn veitir.

Í fyrra bárust Hæstarétti Noregs 829 beiðnir um áfrýjunarleyfi og voru 102 slík veitt. Hér á landi bárust 869 mál til Hæstaréttar og var fjöldi afgreiddra mála 762. Búast má við því að málum sem fara fyrir Hæstarétt muni fækka til mikilla muna þegar Landsréttur hefur tekið til starfa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×