Tveir leikir fóru fram í Olís deild kvenna í kvöld og er þeim báðum lokið. Á Hlíðarenda tók Valur á móti Gróttu. Fyrir leik var Valur með 3 stig í 3.sæti á meðan Grótta var í 7.sæti með 1 stig.
Það voru Valsstelpur sem að voru sterkari aðilinn heilt yfir í þessum leik og unnu að lokum sterkan sigur, 24-22.
Diana Satkauskaite var markahæst fyrir Val með 10 mörk á meðan Chantel Pagel varði 20 skot í marki Vals.
Eftir leikinn er Valur komið upp í 2.sætið með 5 stig en Grótta er ennþá í 7.sæti með 1 stig.

