Laxeldi í Ísafjarðardjúpi hefði jákvæð áhrif á íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu Ingvar Þór Björnsson skrifar 24. september 2017 16:34 Gunnar Tryggvason kynnti skýrsluna á fjölmennum borgarafundi á Ísafirði í dag. Vísir/Skjáskot Í nýrri skýrslu ráðgjafarsviðs KPMG um laxeldi í Ísafjarðardjúpi sem unnin var fyrir fjórðungssamband Vestfjarða kemur fram að laxeldi geti haft mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Í Ísafjarðardjúpi hefur enn ekki verið veitt leyfi til laxeldis, en Hafrannsóknarstofnun hefur metið burðarþol þess. Telur stofnunin að hægt sé að leyfa allt að þrjátíu þúsund tonna lífmassa í laxeldi í Ísafjarðardjúpi á hverjum tíma en á grundvelli áhættumats á erfðablöndun á eldislaxi við náttúrulega stofna í laxgengum ám í nágrenninu leggst stofnunin gegn eldi í Ísafjarðardjúpi. Sveitarfélögin í Ísafjarðardjúpi hafa öll barist við erfiðleika í atvinnulífi og fólksfækkun á liðnum áratugum. Undir lok síðasta árs bjuggu 6.870 manns á Vestfjörðum en þróunin hefur verið stöðug niður á við. Hagvöxtur á Vestfjörðum segir sömu sögu en heildartekjur landshlutans drógust saman um 6% á síðastliðnum sjö árum. Þá segir enn fremur í skýrslu Byggðastofnunar að laun séu undir meðaltali landsins alls og fasteignaverð sé hvergi lægra.Stórt tækifæri til atvinnuuppbyggingar og styrkingu samfélaga í byggðarlögum við ÍsafjarðardjúpÍ skýrslu KPMG er farið yfir líkleg áhrif á efnahag og íbúaþróun við 25 þúsund tonna laxeldis við Ísafjarðardjúp. Fjöldi beinna nýrra starfa er áætlaður um 260 og myndi ná hámarki um 11 árum eftir að ákvörðun um að leyfa eldi yrði tekin. Fjöldi afleiddra starfa sem verða til á svæðinu verði um 150 á sama tíma. Hvað varðar íbúaþróun er talið að íbúaþróunin myndi snúast við og að áætluð fjölgun verði um 900 manns í sveitarfélögum við Djúp á sama tíma og bein störf nái hámarki. Talið er að greiðslur á ári til ríkissjóðs myndu nema um 670 milljónum króna og um 590 milljón króna til sveitarfélaga þegar framleiðsla væri í hámarki og flest bein störf yrðu til. Heildarumfang 25 þús. tonna fiskeldis og óbeinna áhrifa er talið verða um 23 milljarða króna á ári við hámarksframleiðslu og heildarumfang stangveiði á svæðinu og óbeinna áhrifa er metinn um 220 milljónir króna á ári.Þá segir í skýrslunni að ólíklegt sé að ný atvinnustarfsemi hafi mikil ruðningsáhrif þar sem slaki er í efnahagslífi. Aftur á móti, ef uppbyggingin er hlutfallslega mikil þarf að taka tillit til þess að slíkra áhrifa gætir að lokum. Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Í nýrri skýrslu ráðgjafarsviðs KPMG um laxeldi í Ísafjarðardjúpi sem unnin var fyrir fjórðungssamband Vestfjarða kemur fram að laxeldi geti haft mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Í Ísafjarðardjúpi hefur enn ekki verið veitt leyfi til laxeldis, en Hafrannsóknarstofnun hefur metið burðarþol þess. Telur stofnunin að hægt sé að leyfa allt að þrjátíu þúsund tonna lífmassa í laxeldi í Ísafjarðardjúpi á hverjum tíma en á grundvelli áhættumats á erfðablöndun á eldislaxi við náttúrulega stofna í laxgengum ám í nágrenninu leggst stofnunin gegn eldi í Ísafjarðardjúpi. Sveitarfélögin í Ísafjarðardjúpi hafa öll barist við erfiðleika í atvinnulífi og fólksfækkun á liðnum áratugum. Undir lok síðasta árs bjuggu 6.870 manns á Vestfjörðum en þróunin hefur verið stöðug niður á við. Hagvöxtur á Vestfjörðum segir sömu sögu en heildartekjur landshlutans drógust saman um 6% á síðastliðnum sjö árum. Þá segir enn fremur í skýrslu Byggðastofnunar að laun séu undir meðaltali landsins alls og fasteignaverð sé hvergi lægra.Stórt tækifæri til atvinnuuppbyggingar og styrkingu samfélaga í byggðarlögum við ÍsafjarðardjúpÍ skýrslu KPMG er farið yfir líkleg áhrif á efnahag og íbúaþróun við 25 þúsund tonna laxeldis við Ísafjarðardjúp. Fjöldi beinna nýrra starfa er áætlaður um 260 og myndi ná hámarki um 11 árum eftir að ákvörðun um að leyfa eldi yrði tekin. Fjöldi afleiddra starfa sem verða til á svæðinu verði um 150 á sama tíma. Hvað varðar íbúaþróun er talið að íbúaþróunin myndi snúast við og að áætluð fjölgun verði um 900 manns í sveitarfélögum við Djúp á sama tíma og bein störf nái hámarki. Talið er að greiðslur á ári til ríkissjóðs myndu nema um 670 milljónum króna og um 590 milljón króna til sveitarfélaga þegar framleiðsla væri í hámarki og flest bein störf yrðu til. Heildarumfang 25 þús. tonna fiskeldis og óbeinna áhrifa er talið verða um 23 milljarða króna á ári við hámarksframleiðslu og heildarumfang stangveiði á svæðinu og óbeinna áhrifa er metinn um 220 milljónir króna á ári.Þá segir í skýrslunni að ólíklegt sé að ný atvinnustarfsemi hafi mikil ruðningsáhrif þar sem slaki er í efnahagslífi. Aftur á móti, ef uppbyggingin er hlutfallslega mikil þarf að taka tillit til þess að slíkra áhrifa gætir að lokum.
Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira