Laxeldi í Ísafjarðardjúpi hefði jákvæð áhrif á íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu Ingvar Þór Björnsson skrifar 24. september 2017 16:34 Gunnar Tryggvason kynnti skýrsluna á fjölmennum borgarafundi á Ísafirði í dag. Vísir/Skjáskot Í nýrri skýrslu ráðgjafarsviðs KPMG um laxeldi í Ísafjarðardjúpi sem unnin var fyrir fjórðungssamband Vestfjarða kemur fram að laxeldi geti haft mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Í Ísafjarðardjúpi hefur enn ekki verið veitt leyfi til laxeldis, en Hafrannsóknarstofnun hefur metið burðarþol þess. Telur stofnunin að hægt sé að leyfa allt að þrjátíu þúsund tonna lífmassa í laxeldi í Ísafjarðardjúpi á hverjum tíma en á grundvelli áhættumats á erfðablöndun á eldislaxi við náttúrulega stofna í laxgengum ám í nágrenninu leggst stofnunin gegn eldi í Ísafjarðardjúpi. Sveitarfélögin í Ísafjarðardjúpi hafa öll barist við erfiðleika í atvinnulífi og fólksfækkun á liðnum áratugum. Undir lok síðasta árs bjuggu 6.870 manns á Vestfjörðum en þróunin hefur verið stöðug niður á við. Hagvöxtur á Vestfjörðum segir sömu sögu en heildartekjur landshlutans drógust saman um 6% á síðastliðnum sjö árum. Þá segir enn fremur í skýrslu Byggðastofnunar að laun séu undir meðaltali landsins alls og fasteignaverð sé hvergi lægra.Stórt tækifæri til atvinnuuppbyggingar og styrkingu samfélaga í byggðarlögum við ÍsafjarðardjúpÍ skýrslu KPMG er farið yfir líkleg áhrif á efnahag og íbúaþróun við 25 þúsund tonna laxeldis við Ísafjarðardjúp. Fjöldi beinna nýrra starfa er áætlaður um 260 og myndi ná hámarki um 11 árum eftir að ákvörðun um að leyfa eldi yrði tekin. Fjöldi afleiddra starfa sem verða til á svæðinu verði um 150 á sama tíma. Hvað varðar íbúaþróun er talið að íbúaþróunin myndi snúast við og að áætluð fjölgun verði um 900 manns í sveitarfélögum við Djúp á sama tíma og bein störf nái hámarki. Talið er að greiðslur á ári til ríkissjóðs myndu nema um 670 milljónum króna og um 590 milljón króna til sveitarfélaga þegar framleiðsla væri í hámarki og flest bein störf yrðu til. Heildarumfang 25 þús. tonna fiskeldis og óbeinna áhrifa er talið verða um 23 milljarða króna á ári við hámarksframleiðslu og heildarumfang stangveiði á svæðinu og óbeinna áhrifa er metinn um 220 milljónir króna á ári.Þá segir í skýrslunni að ólíklegt sé að ný atvinnustarfsemi hafi mikil ruðningsáhrif þar sem slaki er í efnahagslífi. Aftur á móti, ef uppbyggingin er hlutfallslega mikil þarf að taka tillit til þess að slíkra áhrifa gætir að lokum. Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Í nýrri skýrslu ráðgjafarsviðs KPMG um laxeldi í Ísafjarðardjúpi sem unnin var fyrir fjórðungssamband Vestfjarða kemur fram að laxeldi geti haft mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Í Ísafjarðardjúpi hefur enn ekki verið veitt leyfi til laxeldis, en Hafrannsóknarstofnun hefur metið burðarþol þess. Telur stofnunin að hægt sé að leyfa allt að þrjátíu þúsund tonna lífmassa í laxeldi í Ísafjarðardjúpi á hverjum tíma en á grundvelli áhættumats á erfðablöndun á eldislaxi við náttúrulega stofna í laxgengum ám í nágrenninu leggst stofnunin gegn eldi í Ísafjarðardjúpi. Sveitarfélögin í Ísafjarðardjúpi hafa öll barist við erfiðleika í atvinnulífi og fólksfækkun á liðnum áratugum. Undir lok síðasta árs bjuggu 6.870 manns á Vestfjörðum en þróunin hefur verið stöðug niður á við. Hagvöxtur á Vestfjörðum segir sömu sögu en heildartekjur landshlutans drógust saman um 6% á síðastliðnum sjö árum. Þá segir enn fremur í skýrslu Byggðastofnunar að laun séu undir meðaltali landsins alls og fasteignaverð sé hvergi lægra.Stórt tækifæri til atvinnuuppbyggingar og styrkingu samfélaga í byggðarlögum við ÍsafjarðardjúpÍ skýrslu KPMG er farið yfir líkleg áhrif á efnahag og íbúaþróun við 25 þúsund tonna laxeldis við Ísafjarðardjúp. Fjöldi beinna nýrra starfa er áætlaður um 260 og myndi ná hámarki um 11 árum eftir að ákvörðun um að leyfa eldi yrði tekin. Fjöldi afleiddra starfa sem verða til á svæðinu verði um 150 á sama tíma. Hvað varðar íbúaþróun er talið að íbúaþróunin myndi snúast við og að áætluð fjölgun verði um 900 manns í sveitarfélögum við Djúp á sama tíma og bein störf nái hámarki. Talið er að greiðslur á ári til ríkissjóðs myndu nema um 670 milljónum króna og um 590 milljón króna til sveitarfélaga þegar framleiðsla væri í hámarki og flest bein störf yrðu til. Heildarumfang 25 þús. tonna fiskeldis og óbeinna áhrifa er talið verða um 23 milljarða króna á ári við hámarksframleiðslu og heildarumfang stangveiði á svæðinu og óbeinna áhrifa er metinn um 220 milljónir króna á ári.Þá segir í skýrslunni að ólíklegt sé að ný atvinnustarfsemi hafi mikil ruðningsáhrif þar sem slaki er í efnahagslífi. Aftur á móti, ef uppbyggingin er hlutfallslega mikil þarf að taka tillit til þess að slíkra áhrifa gætir að lokum.
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira