Sveitarstjórnin fundaði á brúnni yfir Berufjarðará sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. mars 2017 20:58 Frá fundi sveitarstjórnarinnar. djúpivogur Langþreyttir Austfirðingar lokuðu þjóðvegi 1 í Berufirði, öðru sinni, nú síðdegis til þess að mótmæla frestun vegaframkvæmda. Sveitarstjórn Djúpavíkurhrepps tók þátt í mótmælunum með því að funda á brúnni yfir Berufjarðará þar sem sveitarstjórnarmenn höfðu komið fyrir borði og stólum. Sveitarstjórnin samþykkti á fundi sínum að skora á samgönguráðherra og Alþingi að standa við nýsamþykkta samgönguáætlun og efna þannig gefin loforð fyrir kosningar. Ráðherra og þingið þurfi að sameinast um að koma framkvæmd við nýjan veg um botn Berufjarðar í útboð nú þegar. Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum, segir að um það bil hundrað manns hafi tekið þátt í mótmælunum í dag. „Við opnuðum veginn aftur um klukkan 19. Það var aðeins minni mæting en síðast, en það var líka nístingskuldi og um 25 vindstig. En það sem stendur upp úr eftir daginn er þessi mikla samstaða og að sjá hvað fólk er einart í þessu,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Hún segist binda vonir við að ríkisstjórnin samþykki á fundi sínum á morgun að grípa til að gerða, enda séu íbúar orðnir langþreyttir á stórhættulegu ástandinu. „Ég held í vonina um að ríkisstjórnin hlusti á þessar gagnrýnisraddir sem hljóma um allt land. Það er allt brjálað og fólki er algjörlega misboðið. Ekki nóg boðið – misboðið. Það er algjört neyðarástand hérna og það er ekki hægt að bjóða íbúum, börnunum þeirra, ferðamönnum og atvinnubílstjórum upp á svona, því þetta er stórhættulegt,“ segir Berglind. Aðspurð segir hún íbúa ætla að halda aðgerðum sínum áfram, muni stjórnvöld ekki bregðast við kröfu þeirra. Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Gagnrýna niðurskurð á samgönguáætlun: „Þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. 8. mars 2017 12:00 Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Enn skal þjóðvegi 1 lokað í mótmælaskyni Íbúar á Suð-Austurlandi lýsa yfir neyðarástandi. 9. mars 2017 13:45 Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir forskastanlegt að hætta eigi við samgönguúrbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. 3. mars 2017 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Langþreyttir Austfirðingar lokuðu þjóðvegi 1 í Berufirði, öðru sinni, nú síðdegis til þess að mótmæla frestun vegaframkvæmda. Sveitarstjórn Djúpavíkurhrepps tók þátt í mótmælunum með því að funda á brúnni yfir Berufjarðará þar sem sveitarstjórnarmenn höfðu komið fyrir borði og stólum. Sveitarstjórnin samþykkti á fundi sínum að skora á samgönguráðherra og Alþingi að standa við nýsamþykkta samgönguáætlun og efna þannig gefin loforð fyrir kosningar. Ráðherra og þingið þurfi að sameinast um að koma framkvæmd við nýjan veg um botn Berufjarðar í útboð nú þegar. Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum, segir að um það bil hundrað manns hafi tekið þátt í mótmælunum í dag. „Við opnuðum veginn aftur um klukkan 19. Það var aðeins minni mæting en síðast, en það var líka nístingskuldi og um 25 vindstig. En það sem stendur upp úr eftir daginn er þessi mikla samstaða og að sjá hvað fólk er einart í þessu,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Hún segist binda vonir við að ríkisstjórnin samþykki á fundi sínum á morgun að grípa til að gerða, enda séu íbúar orðnir langþreyttir á stórhættulegu ástandinu. „Ég held í vonina um að ríkisstjórnin hlusti á þessar gagnrýnisraddir sem hljóma um allt land. Það er allt brjálað og fólki er algjörlega misboðið. Ekki nóg boðið – misboðið. Það er algjört neyðarástand hérna og það er ekki hægt að bjóða íbúum, börnunum þeirra, ferðamönnum og atvinnubílstjórum upp á svona, því þetta er stórhættulegt,“ segir Berglind. Aðspurð segir hún íbúa ætla að halda aðgerðum sínum áfram, muni stjórnvöld ekki bregðast við kröfu þeirra.
Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Gagnrýna niðurskurð á samgönguáætlun: „Þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. 8. mars 2017 12:00 Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Enn skal þjóðvegi 1 lokað í mótmælaskyni Íbúar á Suð-Austurlandi lýsa yfir neyðarástandi. 9. mars 2017 13:45 Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir forskastanlegt að hætta eigi við samgönguúrbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. 3. mars 2017 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Gagnrýna niðurskurð á samgönguáætlun: „Þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. 8. mars 2017 12:00
Þjóðvegi 1 um Berufjörð lokað í mótmælaskyni: „Það er allt stopp hérna“ Íbúar í Berufirði hafa nú lokað þjóðvegi 1 sem liggur um fjörðinn. Vilja þeir með aðgerðinni mótmæla því að frestað hefur verið að endurnýja veginn um fjörðinn. 5. mars 2017 14:41
Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00
Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57
Enn skal þjóðvegi 1 lokað í mótmælaskyni Íbúar á Suð-Austurlandi lýsa yfir neyðarástandi. 9. mars 2017 13:45
Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir forskastanlegt að hætta eigi við samgönguúrbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. 3. mars 2017 15:30