Erlent

Boris Johnson afsalar sér bandaríska ríkisborgararéttinum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Boris Johnson var með tvöfalt ríkisfang.
Boris Johnson var með tvöfalt ríkisfang. Vísir/AFP
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur afsalað sér bandarískum ríkisborgararétti sínum. Ráðherrann hefur enn sem komið er ekki viljað tjá sig um ástæður þess, en hann hafði áður upplýst um að hann hygðist afsala sér réttinum.

Frá þessu er greint á vef Reuters en þar segir að nafn Johnson, sem er fæddur í New York, sé á lista bandaríska fjármálaráðumálaráðuneytisins yfir þá sem hafa afsalað sér ríkisborgararéttinum. Á listanum er að finna nöfn allra þeirra sem hafa afsalað sér ríkisborgararétti eða langtímadvalarleyfi frá lok síðasta árs.

Johnson er skráður sem Alexander Boris Johnson á listanum, en fullt nafn hans er Alexander Boris de Pfeffel Johnson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×