Innlent

Fór í hjartastopp á dansgólfinu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Maðurinn, sem var erlendur ferðamaður og gestur á hótelinu, var að dansa þegar hann hneig niður.
Maðurinn, sem var erlendur ferðamaður og gestur á hótelinu, var að dansa þegar hann hneig niður. Vísir/Pjetur
Rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi fékk lögreglan tilkynningu um að maður hafi farið í hjartastopp á hóteli í Vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður og gestur á hótelinu, var að dansa þegar hann hneig niður.

Svo vildi til að tveir læknar voru einnig á staðnum að skemmta sér sem brugðust skjótt við og hófu endurlífgun. Einnig var á staðnum hjartastuðtæki sem notast var við áður en sjúkrabíll kom á svæðið.

Endurlífgunin gekk vel og var maðurinn kominn með meðvitund áður en hann var fluttir á Landsspítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×