„Þetta er ekki fíkniefnaskuld, það er alveg hundrað prósent“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2017 16:02 Arnar Jónsson Aspar heitinn og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir. Matarboð var á Æsustöðum í Mosfellsdal í gærkvöldi þegar gesti bar að garði. Um var að ræða sexmenningana sem nú eru í haldi lögreglu vegna manndrápsins í Mosfellsdal. Hinn látni, Arnar Jónsson Aspar, og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta hans, höfðu boðið afa Heiðdísar í mat. Hann missti eiginkonu sína fyrr á árinu og hefur verið hjartveikur. Afinn varð vitni að árásinni og fékk vægt hjartaáfall. Hann er nú undir eftirliti á sjúkrahúsi. Klara Ólöf Sigurðardóttir, móðursystir Heiðdísar Helgu, segir fjölskylduna í áfalli. Frá vettvangi í gærkvöldi.Vísir/Eyþór Tíu daga stelpan svaf „Þetta er bara helvítis hrottaskapur og viðbjóður,“ segir Klara Ólöf í samtali við Vísi. „Þeir börðu hann og keyrðu svo yfir lappirnar á honum.“ Auk þeirra Arnars, Heiðdísar og afa hennar var tíu daga gömul stúlka þeirra á heimilinu þegar árásarmennina bar að garði. Stúlkan svaf á meðan á árásinni stóð. Klara Ólöf segir Heiðdísi hafa farið til dyra og spurt hafi verið eftir Arnari. Í hópi gestanna var æskuvinur Arnar. Arnar fór til dyra þar sem ráðist var á hann. „Hann hleypur þarna út úr húsinu til að reyna að verja fjölskyldu sína,“ segir Klara Ólöf sem er mikið niðri fyrir vegna málsins. Eins og fjölskyldunni allri. Afinn hafi horft á atburðarásina og orðið vitni að öllu saman. Jón Trausti var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn í Leifsstöð árið 2003.Vísir/HARI Nýbúinn að missa eiginkonu sína „Áttræður maðurinn horfir á þetta allt saman,“ segir Klara. Allt frá því árásin átti sér stað og þar til lögreglumenn reyndu að hnoða lífi í Arnar. En það var um seinan. „Pabbi minn er nýbúinn að missa móður okkar. Þetta er alltof mikið áfall fyrir áttræðan mann,“ segir Klara. Þau systkinin standi nú vaktina ýmist hjá Heiðdísi og litlu stelpunni eða hjá föður sínum á spítalanum. „Maður er bara svo reiður. Þau eru nýbúinn að eignast litla yndislega stúlku og hann hverfur úr lífi hennar. Hann dáðist svo að barninu sínu. Þetta er hrikalegt áfall.“ Fjölskyldan skilji ekki hvers vegna ráðist hafi verið á Arnar. „Þetta er ekki fíkniefnaskuld. Það er alveg hundrað prósent,“ segir Klara. Orðrómur hefur verið hávær um að málið tengdist fíkniefnaheiminum. „Það er búið að blása það svolítið upp en þetta er ekki þannig. Rétt skal vera rétt.“ Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.VÍSIR/ANTON BRINK Náinn vinur einn hinna grunuðu Þá hafi fjölskyldunni ekki síst brugðið þar sem einn árásarmannanna hafi verið náinn vinur Arnars. „Þess vegna botna ég ekkert í þessu. Hann hefur oft komið á heimili þeirra.“ Klara segir prest væntanlegan að Æsustöðum en Heiðdís sé eðlilega í miklu áfalli með nýfædda dóttur sína. „Hún situr með tíu daga gamla dóttur sína og grætur.“ Þá þurfi faðir hennar einnig nauðsynlega á áfallahjálp að halda í framhaldinu. „Þeir voru bestu vinir, þeir Arnar heitinn. Hann reyndist honum ofboðslega vel.“ Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Matarboð var á Æsustöðum í Mosfellsdal í gærkvöldi þegar gesti bar að garði. Um var að ræða sexmenningana sem nú eru í haldi lögreglu vegna manndrápsins í Mosfellsdal. Hinn látni, Arnar Jónsson Aspar, og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta hans, höfðu boðið afa Heiðdísar í mat. Hann missti eiginkonu sína fyrr á árinu og hefur verið hjartveikur. Afinn varð vitni að árásinni og fékk vægt hjartaáfall. Hann er nú undir eftirliti á sjúkrahúsi. Klara Ólöf Sigurðardóttir, móðursystir Heiðdísar Helgu, segir fjölskylduna í áfalli. Frá vettvangi í gærkvöldi.Vísir/Eyþór Tíu daga stelpan svaf „Þetta er bara helvítis hrottaskapur og viðbjóður,“ segir Klara Ólöf í samtali við Vísi. „Þeir börðu hann og keyrðu svo yfir lappirnar á honum.“ Auk þeirra Arnars, Heiðdísar og afa hennar var tíu daga gömul stúlka þeirra á heimilinu þegar árásarmennina bar að garði. Stúlkan svaf á meðan á árásinni stóð. Klara Ólöf segir Heiðdísi hafa farið til dyra og spurt hafi verið eftir Arnari. Í hópi gestanna var æskuvinur Arnar. Arnar fór til dyra þar sem ráðist var á hann. „Hann hleypur þarna út úr húsinu til að reyna að verja fjölskyldu sína,“ segir Klara Ólöf sem er mikið niðri fyrir vegna málsins. Eins og fjölskyldunni allri. Afinn hafi horft á atburðarásina og orðið vitni að öllu saman. Jón Trausti var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn í Leifsstöð árið 2003.Vísir/HARI Nýbúinn að missa eiginkonu sína „Áttræður maðurinn horfir á þetta allt saman,“ segir Klara. Allt frá því árásin átti sér stað og þar til lögreglumenn reyndu að hnoða lífi í Arnar. En það var um seinan. „Pabbi minn er nýbúinn að missa móður okkar. Þetta er alltof mikið áfall fyrir áttræðan mann,“ segir Klara. Þau systkinin standi nú vaktina ýmist hjá Heiðdísi og litlu stelpunni eða hjá föður sínum á spítalanum. „Maður er bara svo reiður. Þau eru nýbúinn að eignast litla yndislega stúlku og hann hverfur úr lífi hennar. Hann dáðist svo að barninu sínu. Þetta er hrikalegt áfall.“ Fjölskyldan skilji ekki hvers vegna ráðist hafi verið á Arnar. „Þetta er ekki fíkniefnaskuld. Það er alveg hundrað prósent,“ segir Klara. Orðrómur hefur verið hávær um að málið tengdist fíkniefnaheiminum. „Það er búið að blása það svolítið upp en þetta er ekki þannig. Rétt skal vera rétt.“ Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.VÍSIR/ANTON BRINK Náinn vinur einn hinna grunuðu Þá hafi fjölskyldunni ekki síst brugðið þar sem einn árásarmannanna hafi verið náinn vinur Arnars. „Þess vegna botna ég ekkert í þessu. Hann hefur oft komið á heimili þeirra.“ Klara segir prest væntanlegan að Æsustöðum en Heiðdís sé eðlilega í miklu áfalli með nýfædda dóttur sína. „Hún situr með tíu daga gamla dóttur sína og grætur.“ Þá þurfi faðir hennar einnig nauðsynlega á áfallahjálp að halda í framhaldinu. „Þeir voru bestu vinir, þeir Arnar heitinn. Hann reyndist honum ofboðslega vel.“
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira