Enski boltinn

Messan í beinni frá Ölveri á sunnudag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Messan fer aftur af stað á sunnudag enda er nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni að byrja í kvöld, með viðureign Arsenal og Leicester klukkan 18.45 í kvöld.

Þátturinn verður á dagskrá eftir síðasta leik á sunnudögum í vetur og verður fyrsti þátturinn í beinni útsendingu frá Ölveri í Glæsibæ.

Útsendingin hefst klukkan 17.00, strax eftir leik Manchester United og West Ham. Allir eru auðvitað velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Guðmundur Benediktsson stýrir þættinum en sérfræðingar í þessum þætti verða Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur 365 um enska boltann til margra ára, og Ríkharður Daðason, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×