Enski boltinn

Sky: Coutinho óskar eftir sölu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Philippe Coutinho í leik með Liverpool
Philippe Coutinho í leik með Liverpool Vísir/Getty
Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho hefur óskað eftir því að hann verði seldur frá Liverpool. Þetta er staðhæft á fréttavef Sky Sports í dag.

Í morgun gaf Liverpool út yfirlýsingu að Coutinho væri ekki til sölu og myndi vera áfram í herbúðum félagsins.

Sögðu eigendur félagsins að ekki kæmi til greina að selja Coutinho og að ekki yrði hlustað á nein tilboð í leikmanninn.

Sky Sports fullyrðir að Coutinho hafi svarað yfirlýsingunni með þessari ósk en óvíst er hvað tekur við í málinu.

James Pearce, blaðamaður Liverpool Echo, fullyrðir hins vegar að forráðamenn Liverpool hafi ekki fengið beiðni Coutinho inn á borð til sín.





Brasilíumaðurinn Coutinho hefur verið sterklega orðaður við Barcelona í sumar. Liverpool hefur þegar hafnað tveimur tilboðum í hann frá Börsungum en það síðara var sagt vera upp á 100 milljónir evra.

Uppfært 12.45: Liverpool Echo hefur staðfest að Coutinho hafi farið fram á að verða seldur frá Liverpool.


Tengdar fréttir

Coutinho og Gylfi missa báðir að leikjum sinna liða um helgina

Philippe Coutinho mun ekki spila með Liverpool-liðinu í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafi fyrr í dag fullvissað alla um að Brasilíumaðurinn verði áfram hjá félaginu.

Manchester er miðpunkturinn á ný í baráttunni um titilinn

Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld og það með sögulegum föstudagsleik þegar Arsenal tekur á móti Leicester City. Chelsea vann titilinn á síðasta tímabili en flestir spekingar eru á því að baráttan í ár verði á milli City og United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×