Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 10:33 Ekki er einhugur á meðal Breta um útgönguna úr Evrópusambandinu. Vísir/EPA Íhaldsflokkurinn mun aldrei vinna meirihluta í þingkosningum á Bretlandi aftur vegna þess hvernig hann hefur haldið á málum varðandi Brexit. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur Brexit verða „hörmung“ fyrir Bretland. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir James Clapham, fyrrverandi starfsmannastjóri David Davis, Brexit-ráðherra, að málið hafi skaðað ímynd Íhaldsflokksins svo mikið að hann muni aldrei aftur vinna meirihluta. Bendir hann á að 60% þingflokks íhaldsmanna hafi verið andsnúin Brexit en þau geti nú ekki tjáð hug sinn. Clapham hætti störfum hjá ráðherranum í júní fyrir þingkosningarnar þar sem Íhaldsflokkurinn glutraði niður stóru forskoti sem hann hafði mælst með í skoðanakönnunum. Á endanum neyddist Theresa May, leiðtogi Íhaldsmanna, að reiða sig á sambandssinna á Norður-Írlandi til að verja minnihlutastjórn. Þegar Clapham sagði af sér sem starfsmannastjóri sakaði hann May um „alræðishyggju“ í sumum málum sem vörðuðu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og að hafa bundið hendur Davis.Ráðherrar úr stóru flokkunum áhugasamir um nýjan miðjuflokkNú kallar hann eftir stofnun nýs miðjuflokks sem geti veitt Brexit andspyrnu vegna þess að öfgaöfl hafi náð yfirhöndinni í bæði Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Fullyrðir hann að jafnt ráðherrar í ríkisstjórninni og skuggaráðherrar stjórnarandstöðunnar hafi verið í sambandi við hann vegna slíkra hugmynda. „Þeir eru ekki að segja að þeir ætli að hætta í flokkum sínum en þeir skilja að það er gríðarleg gjá í miðju breskra stjórnmála,“ segir Clapham sem sneri sér að almannatengslum eftir að hann hætti í stjórnsýslunni. Brexit Tengdar fréttir Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00 Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00 Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Ofsafullir stuðninigsmenn Brexit hafa hótað konu sem vann dómsmál sem þvingaði ríkisstjórnina til að leggja útgönguna fyrir þingið með sýruárásum. Hún óttast um öryggi sitt og útilokar ekki að flytja úr landi. 10. ágúst 2017 11:50 Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í 14. júlí 2017 07:00 Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Talsmaður Theresu May segir að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. 31. júlí 2017 12:41 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Íhaldsflokkurinn mun aldrei vinna meirihluta í þingkosningum á Bretlandi aftur vegna þess hvernig hann hefur haldið á málum varðandi Brexit. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur Brexit verða „hörmung“ fyrir Bretland. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir James Clapham, fyrrverandi starfsmannastjóri David Davis, Brexit-ráðherra, að málið hafi skaðað ímynd Íhaldsflokksins svo mikið að hann muni aldrei aftur vinna meirihluta. Bendir hann á að 60% þingflokks íhaldsmanna hafi verið andsnúin Brexit en þau geti nú ekki tjáð hug sinn. Clapham hætti störfum hjá ráðherranum í júní fyrir þingkosningarnar þar sem Íhaldsflokkurinn glutraði niður stóru forskoti sem hann hafði mælst með í skoðanakönnunum. Á endanum neyddist Theresa May, leiðtogi Íhaldsmanna, að reiða sig á sambandssinna á Norður-Írlandi til að verja minnihlutastjórn. Þegar Clapham sagði af sér sem starfsmannastjóri sakaði hann May um „alræðishyggju“ í sumum málum sem vörðuðu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og að hafa bundið hendur Davis.Ráðherrar úr stóru flokkunum áhugasamir um nýjan miðjuflokkNú kallar hann eftir stofnun nýs miðjuflokks sem geti veitt Brexit andspyrnu vegna þess að öfgaöfl hafi náð yfirhöndinni í bæði Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Fullyrðir hann að jafnt ráðherrar í ríkisstjórninni og skuggaráðherrar stjórnarandstöðunnar hafi verið í sambandi við hann vegna slíkra hugmynda. „Þeir eru ekki að segja að þeir ætli að hætta í flokkum sínum en þeir skilja að það er gríðarleg gjá í miðju breskra stjórnmála,“ segir Clapham sem sneri sér að almannatengslum eftir að hann hætti í stjórnsýslunni.
Brexit Tengdar fréttir Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00 Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00 Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Ofsafullir stuðninigsmenn Brexit hafa hótað konu sem vann dómsmál sem þvingaði ríkisstjórnina til að leggja útgönguna fyrir þingið með sýruárásum. Hún óttast um öryggi sitt og útilokar ekki að flytja úr landi. 10. ágúst 2017 11:50 Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í 14. júlí 2017 07:00 Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Talsmaður Theresu May segir að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. 31. júlí 2017 12:41 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00
Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00
Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Ofsafullir stuðninigsmenn Brexit hafa hótað konu sem vann dómsmál sem þvingaði ríkisstjórnina til að leggja útgönguna fyrir þingið með sýruárásum. Hún óttast um öryggi sitt og útilokar ekki að flytja úr landi. 10. ágúst 2017 11:50
Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í 14. júlí 2017 07:00
Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Talsmaður Theresu May segir að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. 31. júlí 2017 12:41