Gujo byggir upp grænlenska þjóð Kristján Már Unnarsson skrifar 31. janúar 2017 21:30 Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. Sjálfur vinnur hann nú að því að koma á fót skóla fyrir fólk sem glímir við margskyns félagsleg vandamál. Í fréttum Stöðvar 2 var Kofoeds-skólinn í Nuuk heimsóttur og rætt við Guðmund Þorsteinsson verkefnisstjóra en á Grænlandi er hann aldrei kallaður annað en Gujo. Kofoeds-skólinn á sér 90 ára sögu frá Danmörku en fyrir ári tók Gujo að sér þriggja ára verkefni að koma einum slíkum á fót á Grænlandi. Hann segir þetta skóla lífsins. „Það er fyrir fólk sem er með ýmis félagsleg vandamál, misnotkun á áfengi og þannig, og einnig heimilislaust fólk og atvinnulaust. Það kemur enginn hingað nema hafa þörf á því,“ segir Gujo. Áður hafði hann sett á stofn athvarf fyrir grænlenska unglinga að fyrirmynd Fjölsmiðjunnar á Íslandi, þjálfað grænlensk handboltalið og komið á fót samskiptum íþróttamanna á Grænlandi og Íslandi.Dagurinn í Kofoeds-skóla hefst á söng, eins og heyra má í spilaranum hér að ofan.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í Koefoeds-skóla eru verkstæði og saumastofur, þar sem fólki býðst að fást við það sem það helst kýs. „Grænlendingar eru miklir listamenn. Það er bara í öllu. Þeir eru söngelskir, miklir músikantar, duglegir í að skera út í bein, í perlusaum og smíðum, - og eiginlega allt sem liggur beint fyrir, - það er bara að koma þeim í gang.“ Gujo segir að ástin hafi leitt sig til Grænlands fyrir 46 árum. Eiginkona hans er Benedikta Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og þau eiga fjögur uppkomin börn. Hann dregur engan dul á það að á félagslega sviðinu séu verkefnin stór á Grænlandi. „Mig minnir það sem krakki að við höfum nú sjálf haft uppbyggingarvandamál, á fimmta, sjötta og alveg fram á sjöunda áratuginn, þar sem við vorum að eyða út fátæktinni og drykkjunni og hinum ýmsu vandamálum. Þannig að það tekur tíma að byggja upp þjóð. Og það hefur haft áhrif að vera undir vilja annarra."Vinnustofur af ýmsu tagi eru í skólanum þar sem fólk fæst við þau verkefni sem það helst kýs.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það taka allir þátt í þessu núna að byggja upp. Það tekur tíma. Og þessu fylgir og hafa fylgt félagsleg vandamál. En ég held að við eigum að taka þátt í uppbyggingunni,“ segir Gujo. Tengdar fréttir Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. Sjálfur vinnur hann nú að því að koma á fót skóla fyrir fólk sem glímir við margskyns félagsleg vandamál. Í fréttum Stöðvar 2 var Kofoeds-skólinn í Nuuk heimsóttur og rætt við Guðmund Þorsteinsson verkefnisstjóra en á Grænlandi er hann aldrei kallaður annað en Gujo. Kofoeds-skólinn á sér 90 ára sögu frá Danmörku en fyrir ári tók Gujo að sér þriggja ára verkefni að koma einum slíkum á fót á Grænlandi. Hann segir þetta skóla lífsins. „Það er fyrir fólk sem er með ýmis félagsleg vandamál, misnotkun á áfengi og þannig, og einnig heimilislaust fólk og atvinnulaust. Það kemur enginn hingað nema hafa þörf á því,“ segir Gujo. Áður hafði hann sett á stofn athvarf fyrir grænlenska unglinga að fyrirmynd Fjölsmiðjunnar á Íslandi, þjálfað grænlensk handboltalið og komið á fót samskiptum íþróttamanna á Grænlandi og Íslandi.Dagurinn í Kofoeds-skóla hefst á söng, eins og heyra má í spilaranum hér að ofan.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í Koefoeds-skóla eru verkstæði og saumastofur, þar sem fólki býðst að fást við það sem það helst kýs. „Grænlendingar eru miklir listamenn. Það er bara í öllu. Þeir eru söngelskir, miklir músikantar, duglegir í að skera út í bein, í perlusaum og smíðum, - og eiginlega allt sem liggur beint fyrir, - það er bara að koma þeim í gang.“ Gujo segir að ástin hafi leitt sig til Grænlands fyrir 46 árum. Eiginkona hans er Benedikta Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og þau eiga fjögur uppkomin börn. Hann dregur engan dul á það að á félagslega sviðinu séu verkefnin stór á Grænlandi. „Mig minnir það sem krakki að við höfum nú sjálf haft uppbyggingarvandamál, á fimmta, sjötta og alveg fram á sjöunda áratuginn, þar sem við vorum að eyða út fátæktinni og drykkjunni og hinum ýmsu vandamálum. Þannig að það tekur tíma að byggja upp þjóð. Og það hefur haft áhrif að vera undir vilja annarra."Vinnustofur af ýmsu tagi eru í skólanum þar sem fólk fæst við þau verkefni sem það helst kýs.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það taka allir þátt í þessu núna að byggja upp. Það tekur tíma. Og þessu fylgir og hafa fylgt félagsleg vandamál. En ég held að við eigum að taka þátt í uppbyggingunni,“ segir Gujo.
Tengdar fréttir Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30
Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45
Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00
Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15