Gujo byggir upp grænlenska þjóð Kristján Már Unnarsson skrifar 31. janúar 2017 21:30 Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. Sjálfur vinnur hann nú að því að koma á fót skóla fyrir fólk sem glímir við margskyns félagsleg vandamál. Í fréttum Stöðvar 2 var Kofoeds-skólinn í Nuuk heimsóttur og rætt við Guðmund Þorsteinsson verkefnisstjóra en á Grænlandi er hann aldrei kallaður annað en Gujo. Kofoeds-skólinn á sér 90 ára sögu frá Danmörku en fyrir ári tók Gujo að sér þriggja ára verkefni að koma einum slíkum á fót á Grænlandi. Hann segir þetta skóla lífsins. „Það er fyrir fólk sem er með ýmis félagsleg vandamál, misnotkun á áfengi og þannig, og einnig heimilislaust fólk og atvinnulaust. Það kemur enginn hingað nema hafa þörf á því,“ segir Gujo. Áður hafði hann sett á stofn athvarf fyrir grænlenska unglinga að fyrirmynd Fjölsmiðjunnar á Íslandi, þjálfað grænlensk handboltalið og komið á fót samskiptum íþróttamanna á Grænlandi og Íslandi.Dagurinn í Kofoeds-skóla hefst á söng, eins og heyra má í spilaranum hér að ofan.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í Koefoeds-skóla eru verkstæði og saumastofur, þar sem fólki býðst að fást við það sem það helst kýs. „Grænlendingar eru miklir listamenn. Það er bara í öllu. Þeir eru söngelskir, miklir músikantar, duglegir í að skera út í bein, í perlusaum og smíðum, - og eiginlega allt sem liggur beint fyrir, - það er bara að koma þeim í gang.“ Gujo segir að ástin hafi leitt sig til Grænlands fyrir 46 árum. Eiginkona hans er Benedikta Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og þau eiga fjögur uppkomin börn. Hann dregur engan dul á það að á félagslega sviðinu séu verkefnin stór á Grænlandi. „Mig minnir það sem krakki að við höfum nú sjálf haft uppbyggingarvandamál, á fimmta, sjötta og alveg fram á sjöunda áratuginn, þar sem við vorum að eyða út fátæktinni og drykkjunni og hinum ýmsu vandamálum. Þannig að það tekur tíma að byggja upp þjóð. Og það hefur haft áhrif að vera undir vilja annarra."Vinnustofur af ýmsu tagi eru í skólanum þar sem fólk fæst við þau verkefni sem það helst kýs.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það taka allir þátt í þessu núna að byggja upp. Það tekur tíma. Og þessu fylgir og hafa fylgt félagsleg vandamál. En ég held að við eigum að taka þátt í uppbyggingunni,“ segir Gujo. Tengdar fréttir Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. Sjálfur vinnur hann nú að því að koma á fót skóla fyrir fólk sem glímir við margskyns félagsleg vandamál. Í fréttum Stöðvar 2 var Kofoeds-skólinn í Nuuk heimsóttur og rætt við Guðmund Þorsteinsson verkefnisstjóra en á Grænlandi er hann aldrei kallaður annað en Gujo. Kofoeds-skólinn á sér 90 ára sögu frá Danmörku en fyrir ári tók Gujo að sér þriggja ára verkefni að koma einum slíkum á fót á Grænlandi. Hann segir þetta skóla lífsins. „Það er fyrir fólk sem er með ýmis félagsleg vandamál, misnotkun á áfengi og þannig, og einnig heimilislaust fólk og atvinnulaust. Það kemur enginn hingað nema hafa þörf á því,“ segir Gujo. Áður hafði hann sett á stofn athvarf fyrir grænlenska unglinga að fyrirmynd Fjölsmiðjunnar á Íslandi, þjálfað grænlensk handboltalið og komið á fót samskiptum íþróttamanna á Grænlandi og Íslandi.Dagurinn í Kofoeds-skóla hefst á söng, eins og heyra má í spilaranum hér að ofan.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í Koefoeds-skóla eru verkstæði og saumastofur, þar sem fólki býðst að fást við það sem það helst kýs. „Grænlendingar eru miklir listamenn. Það er bara í öllu. Þeir eru söngelskir, miklir músikantar, duglegir í að skera út í bein, í perlusaum og smíðum, - og eiginlega allt sem liggur beint fyrir, - það er bara að koma þeim í gang.“ Gujo segir að ástin hafi leitt sig til Grænlands fyrir 46 árum. Eiginkona hans er Benedikta Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og þau eiga fjögur uppkomin börn. Hann dregur engan dul á það að á félagslega sviðinu séu verkefnin stór á Grænlandi. „Mig minnir það sem krakki að við höfum nú sjálf haft uppbyggingarvandamál, á fimmta, sjötta og alveg fram á sjöunda áratuginn, þar sem við vorum að eyða út fátæktinni og drykkjunni og hinum ýmsu vandamálum. Þannig að það tekur tíma að byggja upp þjóð. Og það hefur haft áhrif að vera undir vilja annarra."Vinnustofur af ýmsu tagi eru í skólanum þar sem fólk fæst við þau verkefni sem það helst kýs.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það taka allir þátt í þessu núna að byggja upp. Það tekur tíma. Og þessu fylgir og hafa fylgt félagsleg vandamál. En ég held að við eigum að taka þátt í uppbyggingunni,“ segir Gujo.
Tengdar fréttir Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30
Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45
Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00
Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15