Aðalritari Sameinuðu þjóðanna varar við landamæraeftirliti sem byggir á fordómum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2017 23:30 Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leggja þurfi áherslu á að landamæraeftirlit mismuni ekki fólki. Vísir/AFP Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leggja þurfi áherslu á að landamæraeftirlit mismuni ekki fólki. Talið er að með yfirlýsingu sinni vilji Guterres gagnrýna tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Tilskipunina undirritaði Trump síðastliðinn föstudag og sagði að um tímabundar aðgerðir væri að ræða. Hún meinar öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. „Lönd hafa rétt á, og jafnvel ber þeim skylda til, að haga landamæraeftirliti á þann hátt að hryðjuverkasamtök nái ekki að skjóta þar rótum,“ sagði Guterres í dag. „Þetta má þó ekki byggja á nokkurs konar mismunun byggðri á trúarbrögðum, kynþætti eða þjóðerni. Það stríðir gegn þeim grundvallargildum sem samfélög okkar eru byggð á.“ Þó að Guterres hafi ekki nefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta á nafn er talið að yfirlýsing Guterres sé viðbrgað við tilskipun Trump sem meinar ríkisborgunum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. „Aðgerðir sem eru gerðar í blindni, en ekki byggðar á haldbærum gögnum, eiga það til að vera árangurslausar vegna þess að háþróuð hryðjuverkasamtök geta sneitt hjá þeim.“ sagði Guterres. Hann varaði einnig við því að aðgerðir sem byggðar eru á mismunun gæti vakið ótta og reiði sem gæti greitt veginn fyrir áróður hryðjuverkasamtaka. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Setur Trump í sama flokk og Kína, Rússa og íslamista. 31. janúar 2017 15:46 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leggja þurfi áherslu á að landamæraeftirlit mismuni ekki fólki. Talið er að með yfirlýsingu sinni vilji Guterres gagnrýna tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Tilskipunina undirritaði Trump síðastliðinn föstudag og sagði að um tímabundar aðgerðir væri að ræða. Hún meinar öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. „Lönd hafa rétt á, og jafnvel ber þeim skylda til, að haga landamæraeftirliti á þann hátt að hryðjuverkasamtök nái ekki að skjóta þar rótum,“ sagði Guterres í dag. „Þetta má þó ekki byggja á nokkurs konar mismunun byggðri á trúarbrögðum, kynþætti eða þjóðerni. Það stríðir gegn þeim grundvallargildum sem samfélög okkar eru byggð á.“ Þó að Guterres hafi ekki nefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta á nafn er talið að yfirlýsing Guterres sé viðbrgað við tilskipun Trump sem meinar ríkisborgunum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. „Aðgerðir sem eru gerðar í blindni, en ekki byggðar á haldbærum gögnum, eiga það til að vera árangurslausar vegna þess að háþróuð hryðjuverkasamtök geta sneitt hjá þeim.“ sagði Guterres. Hann varaði einnig við því að aðgerðir sem byggðar eru á mismunun gæti vakið ótta og reiði sem gæti greitt veginn fyrir áróður hryðjuverkasamtaka.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Setur Trump í sama flokk og Kína, Rússa og íslamista. 31. janúar 2017 15:46 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01
„Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14
Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48
Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Setur Trump í sama flokk og Kína, Rússa og íslamista. 31. janúar 2017 15:46