Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2017 07:30 Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fyrstu sprengingu. Lögmaður Færeyja, Aksel Johannesen, segir göngin verða mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna og var mannfjöldi mættur til að fylgjast með þegar samgönguráðherrann, Henrik Old, hóf verkið formlega með fyrstu sprengingu í vikunni. Það er skandinavíska verktakafyrirtækið NCC sem grefur göngin en heildarkostnaður er áætlaður um 17 milljarðar íslenskra króna.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, var viðstaddur fyrstu sprengingu.Mynd/Jens Jákup Hansen, KVF.Heildarlengd verður 11.240 metrar. Þau kallast Austureyjargöng og munu tengja saman tvær stærstu eyjar Færeyja, Straumey og Austurey, og jafnframt stytta leiðir verulega milli helstu þéttbýlissvæða eyjanna. Þannig mun aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttast úr um 70 mínútum niður í um 38 mínútur. Tveir gangamunnar verða að austanverðu til Skálafjarðar og þar aka menn um hringtorg, annar afleggjarinn liggur til Runavíkur en hinn til Stranda en íbúar þessara staða upplifa mestu styttinguna. Leiðin milli Þórshafnar og Runavíkur fer þannig úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra, sem þýðir að aksturstíminn styttist úr um 64 mínútum niður í um 16 mínútur.Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar verða að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Runavík.Grafík/Eystur- og SandoyartunlarÁætlað er að um sexþúsund bílar muni aka um göngin á sólarhring en lögmaðurinn segir þau gríðarlegt framfaraskref fyrir Færeyjar. „Þetta hefur verið farartálmi öldum saman en nú getur allt þetta svæði orðið einn vinnumarkaður. Fólk getur farið mjög fljótt á milli staða. Þá munu atvinnulífið spara mikið fé í flutningi á fiski; laxi og öðrum varningi,“ sagði Aksel V. Johannesen. Upphaflega stóð til að göngin yrðu alfarið einkaframkvæmd en samningur við danskt fjárfestingafélag olli hörðum pólitískum deilum, sem kostuðu afsögn þáverandi samgönguráðherra. Þá var ákveðið að opinbert hlutafélag í eigu færeyska landskassans sæi um verkið og yrði eigandi ganganna. Kostnaður verður þó greiddur með veggjöldum og er áætlað að verkið taki 3 til 4 ár. Myndir frá fyrstu sprengingu tók Jens Jákup Hansen hjá Kringvarpi Færeyja. Hér má sjá grafískt myndband af göngunum.Hringtorg verður í göngunum undir mynni Skálafjarðar.Grafík/Eystur- og Sandoyartunlar Tengdar fréttir Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá fyrstu sprengingu. Lögmaður Færeyja, Aksel Johannesen, segir göngin verða mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna og var mannfjöldi mættur til að fylgjast með þegar samgönguráðherrann, Henrik Old, hóf verkið formlega með fyrstu sprengingu í vikunni. Það er skandinavíska verktakafyrirtækið NCC sem grefur göngin en heildarkostnaður er áætlaður um 17 milljarðar íslenskra króna.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, var viðstaddur fyrstu sprengingu.Mynd/Jens Jákup Hansen, KVF.Heildarlengd verður 11.240 metrar. Þau kallast Austureyjargöng og munu tengja saman tvær stærstu eyjar Færeyja, Straumey og Austurey, og jafnframt stytta leiðir verulega milli helstu þéttbýlissvæða eyjanna. Þannig mun aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttast úr um 70 mínútum niður í um 38 mínútur. Tveir gangamunnar verða að austanverðu til Skálafjarðar og þar aka menn um hringtorg, annar afleggjarinn liggur til Runavíkur en hinn til Stranda en íbúar þessara staða upplifa mestu styttinguna. Leiðin milli Þórshafnar og Runavíkur fer þannig úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra, sem þýðir að aksturstíminn styttist úr um 64 mínútum niður í um 16 mínútur.Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar verða að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Runavík.Grafík/Eystur- og SandoyartunlarÁætlað er að um sexþúsund bílar muni aka um göngin á sólarhring en lögmaðurinn segir þau gríðarlegt framfaraskref fyrir Færeyjar. „Þetta hefur verið farartálmi öldum saman en nú getur allt þetta svæði orðið einn vinnumarkaður. Fólk getur farið mjög fljótt á milli staða. Þá munu atvinnulífið spara mikið fé í flutningi á fiski; laxi og öðrum varningi,“ sagði Aksel V. Johannesen. Upphaflega stóð til að göngin yrðu alfarið einkaframkvæmd en samningur við danskt fjárfestingafélag olli hörðum pólitískum deilum, sem kostuðu afsögn þáverandi samgönguráðherra. Þá var ákveðið að opinbert hlutafélag í eigu færeyska landskassans sæi um verkið og yrði eigandi ganganna. Kostnaður verður þó greiddur með veggjöldum og er áætlað að verkið taki 3 til 4 ár. Myndir frá fyrstu sprengingu tók Jens Jákup Hansen hjá Kringvarpi Færeyja. Hér má sjá grafískt myndband af göngunum.Hringtorg verður í göngunum undir mynni Skálafjarðar.Grafík/Eystur- og Sandoyartunlar
Tengdar fréttir Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14