Kvartett sem sjaldan hefur komið fram opinberlega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. maí 2017 09:45 Kvartett Einars Scheving hefur á að skipa einvalaliði. „Kvartett Einars Scheving hefur leik í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld klukkan átta. „Við erum að æfa,“ sagði Einar síðdegis í gær þegar hann tók upp símann. Þessir „við“ eru auk hans píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson, saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og bassaleikarinn Skúli Sverrisson. Sjálfur leikur Einar á trommur og slagverk. Svo er efnið líka að langmestu leyti eftir hann, sumt glænýtt, annað af plötunum Cycles, Land míns föður og Intervals sem hafa komið út með kvartettinum. Þær hafa allar fengið frábæra dóma, bæði hér á landi og erlendis og Einar fékk meira að segja Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tvær þeirra.„Nú ætlum við að gefa í,“ segir Einar. Fréttablaðið/StefánEinar kveðst fyrst hafa hóað kvartettinum saman árið 2006. Þó hefur sveitin ótrúlega sjaldan komið fram svo þessir tónleikar í Hannesarholti eru talsverður viðburður. „Það var í raun ekki fyrr en á útgáfutónleikum þegar Intervals, nýjasta platan okkar, kom út 2015 sem við spiluðum opinberlega, einhverjum níu árum eftir að samstarfið hófst. Við gerðum nokkrar heiðarlegar tilraunir en það var svo mikið að gera hjá öllum, bæði hér á landi á erlendis. Svo ætlum við að bæta í núna,“ segir hann og viðurkennir að kvartettinn stefni á landvinninga erlendis. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Kvartett Einars Scheving hefur leik í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld klukkan átta. „Við erum að æfa,“ sagði Einar síðdegis í gær þegar hann tók upp símann. Þessir „við“ eru auk hans píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson, saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og bassaleikarinn Skúli Sverrisson. Sjálfur leikur Einar á trommur og slagverk. Svo er efnið líka að langmestu leyti eftir hann, sumt glænýtt, annað af plötunum Cycles, Land míns föður og Intervals sem hafa komið út með kvartettinum. Þær hafa allar fengið frábæra dóma, bæði hér á landi og erlendis og Einar fékk meira að segja Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tvær þeirra.„Nú ætlum við að gefa í,“ segir Einar. Fréttablaðið/StefánEinar kveðst fyrst hafa hóað kvartettinum saman árið 2006. Þó hefur sveitin ótrúlega sjaldan komið fram svo þessir tónleikar í Hannesarholti eru talsverður viðburður. „Það var í raun ekki fyrr en á útgáfutónleikum þegar Intervals, nýjasta platan okkar, kom út 2015 sem við spiluðum opinberlega, einhverjum níu árum eftir að samstarfið hófst. Við gerðum nokkrar heiðarlegar tilraunir en það var svo mikið að gera hjá öllum, bæði hér á landi á erlendis. Svo ætlum við að bæta í núna,“ segir hann og viðurkennir að kvartettinn stefni á landvinninga erlendis.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira